Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að upptök skjálftans hafi verið um þrjá kílómetra austnorðaustan við fjallið Þorbjörn.
Varð skjálftinn á 5,8 kílómetra dýpi og varð hans vart á Reykjanesskaganum og að höfuðborgarsvæðinu.
Ennfremur segir að um 400 jarðskjálftar hafi mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar á liðnum sólarhring.