Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar Sunna Valgerðardóttir skrifar 22. maí 2022 18:30 Hjónin Guðni og Kristjana fengu nafnlaus skilaboð frá fólkinu sem reisti níðstöngina við afleggjarann að bænum. Þar var lögð áhersla á að stönginni var beint gegn Sólsetrinu og „því ofbeldi sem fer fram þar“ og harmað að hjóni hafi orðið óttaslegin. Vísir/Adelina Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu. Hunsuð af yfirvöldum „Við byrjuðum að senda fyrirspurnir árið 2020 um hvaða leyfi séu til staðar, hvað við eigum að gera, hvert eigum við að tilkynna og svo framvegis. Því við vorum margoft búin að reyna að tala við hana, en það gekk bara ekki neitt,“ segir Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur og íbúi á Skrauthólum. Hún hefur búið þar ásamt eiginmanni sínum og börnum síðan 2016, nokkrum metrum frá gömlu útihúsunum þar sem er rekin andleg atvinnustarfsemi og ferðaþjónusta. Það ber heitir Sólsetrið og er í eigu Lindu Mjallar Stefánsdóttur. Fjallað var um starfsemi Sólsetursins á Skrauthólum í Kompás og sömuleiðis hafa óvenjulegir viðburðir þar ratað í fjölmiðla undanfarið. „Þetta er auðvitað bara atvinnustarfsemi,“ segir Guðni Halldórsson, eiginmaður Kristjönu. Guðni starfar sem lögfræðingur og sömuleiðis eru þau hjónin mikið hestafólk. „Að vera með þessa viðburði sem hefur verið fjallað um og þarna flytur fólk sem er á vondum stað í lífinu oft og er að leita að sjálfu sér og svo framvegis og lendir í misjöfnum aðstæðum.“ Aðsend mynd Hélt að níðstöngin væri líflátshótun En það var níðstöng sem hafði verið komið fyrir í skjóli nætur við afleggjarann að Skrauthólum, sem fangaði loks athygli fjölmiðla og almennings í landinu. Afskorinn hestshaus á tréstöng, með miða í kjaftinum, beint að Skrauthólum. Kristjana hélt að stönginni hefði verið beint að þeim og það hefði verið nágrannar þeirra á Sólsetrinu sem hefðu drepið einn af hestunum þeirra og hótað þeim með þessum óskemmtilega gjörning. „Þetta var svo hræðilegt. Ég er sálfræðingur og sérhæfi mig í að vinna með áföll, það er það sem ég geri allan daginn í vinnunni. Þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð,“ segir Kristjana. „Ég hélt að líf okkar væri í hættu.“ Hausinn kom frá traustum bónda Eftir að málið komst í fjölmiðla og enginn virtist ætla að lýsa yfir ábyrgð á gjörningnum, bárust hjónunum nafnlaus skilaboð frá þriðja aðila, sem vörpuðu skýrara ljósi á málið. „Ég var beðin um að koma skilaboðum til þín frá ónafngreindum aðila sem vildi fullvissa ykkur fjölskylduna um að níðstöngin beinist ekki að ykkur heldur þeim sem eru á Sólsetrinu og eru að brjóta á ykkur ásamt fullt af öðru fólki að ástæðulausu. Skilaboðin eru líka sú að þeim þykir ótrúlega leiðinlegt, og biðjast afsökunar á, að þið hafið orðið hrædd og tilgangurinn var aldrei að valda ykkur ótta, heldur var þetta til að styðja við ykkar raddir og orð sem lögreglan hlustar ekki á. Þau sem standa á bak við stöngina vilja líka taka fram að þau fengu hestinn frá traustum og góðum bónda og eru að fylgja heiðnum sið. Þið þurfið ekkert að óttast. Það er fólk sem stendur með ykkur og er líka löngu komið með nóg af Sólsetrinu og því ofbeldi sem fær að þrífast þar og sérsaklega núna þegar það beinist að börnum. Þau tala um að hafa reynt að passa sig svo vel að stöngin mundi hvergi beinast að húsinu ykkar eða sjálst frá því og eru miður sín yfir því að hafa valdið ykkur ótta.“ Kynlíf, nekt og ofskynjunarefni Guðni undirstrikar að allar þessar uppákomur undanfarinna missera og árekstra við nágrannanna, sé það sem þau hjónin séu ósátt með. „Kynlíf, nekt, ofskynjunarefni oft notuð. Og maður hefur aldrei sett sig mikið inn í að vita hvað fer þarna fram, en eftir því sem maður veit meira þá lýst manni verr á það og bregður við,“ segir Guðni. Á milli íbúðarhússins sem Kristjana og Guðni búa í og Sólsetursins stendur þessi gamli strætó. Hann hefur ekki verið hreyfður í dágóðan tíma. Vísir/Adelina Nakinn maður með stæla við ungling Þau hafa lent í því undanfarin ár að fólk komi til þeirra og banki upp á á öllum tímum sólarhringsins í leit að Sólsetrinu. Og svo hafa börnin þeirra sömuleiðis lent í óskemmtilegum aðstæðum í samskiptum við nágrannanna. Í fyrrasumar fór eitt af heimilisdýrunum á vapp og unglingssonur Kristjönu fór til nágrannanna að svipast um eftir því. „Og þá kemur nakinn maður labbandi í áttina að honum. Og honum bregður. Auðvitað. Unglingur í aðstæðum þar sem maður á ekki von á að mæta nöktum karlmanni. Og maðurinn segir við hann: What? I was born this way!“ „Og við erum búin að reyna að gera allt í rauninni og hafa svo mikið fyrir því að reyna einhvern veginn að leita eftir aðstoð, tilkynna allt, reynum allt sem við getum. Og við fáum ekki áheyrn. Sem er bara glatað,“ segir Kristjana. „Ég er með læst á daginn, heima hjá mér.“ Nánar verður rætt við Kristjönu og Guðna eftir kvöldfréttir Stöðvar 2. Kompás Trúmál Tengdar fréttir „Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00 Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Stjórnvöld ráðast í úttekt á aðstæðum barna innan trúarhópa Barnamálaráðherra segir að tilvonandi úttekt stjórnvalda á aðstæðum barna í trúarhópum mikilvægt skref. Varaþingmaðurinn sem átti frumkvæði að gerð skýrslunnar segir það hafa komið á óvart hversu lítið þessi mál hafi verið rannsökuð hér. Skoðað verður hvort það þurfti sérstakt eftirlit með æskulýðsstarfi í trúfélögum. 30. mars 2022 19:00 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Hunsuð af yfirvöldum „Við byrjuðum að senda fyrirspurnir árið 2020 um hvaða leyfi séu til staðar, hvað við eigum að gera, hvert eigum við að tilkynna og svo framvegis. Því við vorum margoft búin að reyna að tala við hana, en það gekk bara ekki neitt,“ segir Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur og íbúi á Skrauthólum. Hún hefur búið þar ásamt eiginmanni sínum og börnum síðan 2016, nokkrum metrum frá gömlu útihúsunum þar sem er rekin andleg atvinnustarfsemi og ferðaþjónusta. Það ber heitir Sólsetrið og er í eigu Lindu Mjallar Stefánsdóttur. Fjallað var um starfsemi Sólsetursins á Skrauthólum í Kompás og sömuleiðis hafa óvenjulegir viðburðir þar ratað í fjölmiðla undanfarið. „Þetta er auðvitað bara atvinnustarfsemi,“ segir Guðni Halldórsson, eiginmaður Kristjönu. Guðni starfar sem lögfræðingur og sömuleiðis eru þau hjónin mikið hestafólk. „Að vera með þessa viðburði sem hefur verið fjallað um og þarna flytur fólk sem er á vondum stað í lífinu oft og er að leita að sjálfu sér og svo framvegis og lendir í misjöfnum aðstæðum.“ Aðsend mynd Hélt að níðstöngin væri líflátshótun En það var níðstöng sem hafði verið komið fyrir í skjóli nætur við afleggjarann að Skrauthólum, sem fangaði loks athygli fjölmiðla og almennings í landinu. Afskorinn hestshaus á tréstöng, með miða í kjaftinum, beint að Skrauthólum. Kristjana hélt að stönginni hefði verið beint að þeim og það hefði verið nágrannar þeirra á Sólsetrinu sem hefðu drepið einn af hestunum þeirra og hótað þeim með þessum óskemmtilega gjörning. „Þetta var svo hræðilegt. Ég er sálfræðingur og sérhæfi mig í að vinna með áföll, það er það sem ég geri allan daginn í vinnunni. Þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð,“ segir Kristjana. „Ég hélt að líf okkar væri í hættu.“ Hausinn kom frá traustum bónda Eftir að málið komst í fjölmiðla og enginn virtist ætla að lýsa yfir ábyrgð á gjörningnum, bárust hjónunum nafnlaus skilaboð frá þriðja aðila, sem vörpuðu skýrara ljósi á málið. „Ég var beðin um að koma skilaboðum til þín frá ónafngreindum aðila sem vildi fullvissa ykkur fjölskylduna um að níðstöngin beinist ekki að ykkur heldur þeim sem eru á Sólsetrinu og eru að brjóta á ykkur ásamt fullt af öðru fólki að ástæðulausu. Skilaboðin eru líka sú að þeim þykir ótrúlega leiðinlegt, og biðjast afsökunar á, að þið hafið orðið hrædd og tilgangurinn var aldrei að valda ykkur ótta, heldur var þetta til að styðja við ykkar raddir og orð sem lögreglan hlustar ekki á. Þau sem standa á bak við stöngina vilja líka taka fram að þau fengu hestinn frá traustum og góðum bónda og eru að fylgja heiðnum sið. Þið þurfið ekkert að óttast. Það er fólk sem stendur með ykkur og er líka löngu komið með nóg af Sólsetrinu og því ofbeldi sem fær að þrífast þar og sérsaklega núna þegar það beinist að börnum. Þau tala um að hafa reynt að passa sig svo vel að stöngin mundi hvergi beinast að húsinu ykkar eða sjálst frá því og eru miður sín yfir því að hafa valdið ykkur ótta.“ Kynlíf, nekt og ofskynjunarefni Guðni undirstrikar að allar þessar uppákomur undanfarinna missera og árekstra við nágrannanna, sé það sem þau hjónin séu ósátt með. „Kynlíf, nekt, ofskynjunarefni oft notuð. Og maður hefur aldrei sett sig mikið inn í að vita hvað fer þarna fram, en eftir því sem maður veit meira þá lýst manni verr á það og bregður við,“ segir Guðni. Á milli íbúðarhússins sem Kristjana og Guðni búa í og Sólsetursins stendur þessi gamli strætó. Hann hefur ekki verið hreyfður í dágóðan tíma. Vísir/Adelina Nakinn maður með stæla við ungling Þau hafa lent í því undanfarin ár að fólk komi til þeirra og banki upp á á öllum tímum sólarhringsins í leit að Sólsetrinu. Og svo hafa börnin þeirra sömuleiðis lent í óskemmtilegum aðstæðum í samskiptum við nágrannanna. Í fyrrasumar fór eitt af heimilisdýrunum á vapp og unglingssonur Kristjönu fór til nágrannanna að svipast um eftir því. „Og þá kemur nakinn maður labbandi í áttina að honum. Og honum bregður. Auðvitað. Unglingur í aðstæðum þar sem maður á ekki von á að mæta nöktum karlmanni. Og maðurinn segir við hann: What? I was born this way!“ „Og við erum búin að reyna að gera allt í rauninni og hafa svo mikið fyrir því að reyna einhvern veginn að leita eftir aðstoð, tilkynna allt, reynum allt sem við getum. Og við fáum ekki áheyrn. Sem er bara glatað,“ segir Kristjana. „Ég er með læst á daginn, heima hjá mér.“ Nánar verður rætt við Kristjönu og Guðna eftir kvöldfréttir Stöðvar 2.
Kompás Trúmál Tengdar fréttir „Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00 Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Stjórnvöld ráðast í úttekt á aðstæðum barna innan trúarhópa Barnamálaráðherra segir að tilvonandi úttekt stjórnvalda á aðstæðum barna í trúarhópum mikilvægt skref. Varaþingmaðurinn sem átti frumkvæði að gerð skýrslunnar segir það hafa komið á óvart hversu lítið þessi mál hafi verið rannsökuð hér. Skoðað verður hvort það þurfti sérstakt eftirlit með æskulýðsstarfi í trúfélögum. 30. mars 2022 19:00 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16. maí 2022 07:00
Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14. maí 2022 07:00
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01
Stjórnvöld ráðast í úttekt á aðstæðum barna innan trúarhópa Barnamálaráðherra segir að tilvonandi úttekt stjórnvalda á aðstæðum barna í trúarhópum mikilvægt skref. Varaþingmaðurinn sem átti frumkvæði að gerð skýrslunnar segir það hafa komið á óvart hversu lítið þessi mál hafi verið rannsökuð hér. Skoðað verður hvort það þurfti sérstakt eftirlit með æskulýðsstarfi í trúfélögum. 30. mars 2022 19:00
Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01