Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 13:09 Blikur eru á lofti á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. Þetta kom fram í máli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings BSRB, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar var hún ásamt Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, til að ræða stöðuna sem nú er uppi á húsnæðismarkaði, hvar verð heldur áfram að hækka. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur hjá BSRB. „Það eru ekki allir sammála um hvernig eigi að fara að þessu en við töldum að með þessari vinnu höfum við náð áfangasigri, af því að þar er kveðið á um rammasamkomulag ríkis og sveitarfélaga sem þýðir í raun og veru að það eigi að búa til eina húsnæðisáætlun fyrir landið,“ segir Sigríður Ingibjörg. Samkomulagið feli í sér grundvallarbreytingu, þar sem með því séu ríki og sveitarfélög að viðurkenna lögbundna skyldu sína til að tryggja íbúðir í samræmi við þörf í landinu. „Það er búið að meta þurfi fjögur þúsund íbúðir. Það þarf auðvitað að endurskoða það mat mjög reglulega því þetta er svo mikill tilflutningur á fólki til landsins, bæði til að vinna, ferðamenn og svo líka flóttafólk.“ Stefnumarkandi ákvörðun en leysir ekki vandann í hvelli Sigríður Ingibjörg segir að stefnt sé að því að fimm prósent þeirra 4.000 íbúða sem byggðar verði á ári verði innan félagslega kerfisins, í umsjá sveitarfélaganna. Þá verði 30 prósent húsnæðis með opinberum stuðningi. Hún segir hið opinbera með þessu hafa gefið yfirlýsingu um að meiri ábyrgð verði tekin á þróun húsnæðismarkaðarins. Þá felist í þessu viðurkenning á að frjálsi markaðurinn leysi ekki allan vanda sem uppi hefur verið í húsnæðismálum. „Þetta er stefnumarkandi ákvörðun sem skiptir máli en vandinn er að hún er auðvitað ekki „quick fix“ fyrir þá stöðu sem við erum í dag,“ segir Sigríður Ingibjörg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SA, segir það ekki nýjar f Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök Iðnaðarins réttir að ríkið þurfi að taka ábyrgð á húsnæðismarkaði. Hann telur þó að aðstæður á höfuðborgarsvæðinu séu þannig að ekki þurfa að grípa inn í. „Staðan er bara svo ólík um landið og hérna á höfuðborgarsvæðinu þar sem er náttúrlega fjölmennast, þar eru aðstæður til staðar þannig að markaðurinn á að geta leyst úr málum. Hérna eru verktakafyrirtæki, ef þau fá lóðir þá byggja þau upp og sveitarfélögin hafa mikið um það að segja í gegnum skipulagið hvar er byggt og hvernig íbúðir. En úti á landi, til dæmis, þar vantar mikið af íbúðum. Það er farið að hamla atvinnuuppbyggingu, til dæmis eins og á Austurlandi. Þar eru ekki nægar íbúðir, þannig að fyrirtækin geta ráðið fólk en fólkið getur ekki flutt á svæðið. Þar til dæmis þarf einhvers konar inngrip,“ segir Sigurður. Sigurður segir það gleðiefni að stjórnvöld séu að taka við sér hvað þetta varðar, og bendir á að SI hafi fagnað því þegar innviðaráðuneytinu var komið á fót. „Það er mjög gott að sjá að það skuli strax hafa þau áhrif að ráðherra málaflokksins og náttúrlega ríkisstjórnin skuli taka boltann og setja af stað átakshópinn með aðilum vinnumarkaðarins og reyna að ná sátt um málið,“ segir hann. Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við þau Sigríði og Sigurð í spilaranum hér að ofan. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings BSRB, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar var hún ásamt Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, til að ræða stöðuna sem nú er uppi á húsnæðismarkaði, hvar verð heldur áfram að hækka. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur hjá BSRB. „Það eru ekki allir sammála um hvernig eigi að fara að þessu en við töldum að með þessari vinnu höfum við náð áfangasigri, af því að þar er kveðið á um rammasamkomulag ríkis og sveitarfélaga sem þýðir í raun og veru að það eigi að búa til eina húsnæðisáætlun fyrir landið,“ segir Sigríður Ingibjörg. Samkomulagið feli í sér grundvallarbreytingu, þar sem með því séu ríki og sveitarfélög að viðurkenna lögbundna skyldu sína til að tryggja íbúðir í samræmi við þörf í landinu. „Það er búið að meta þurfi fjögur þúsund íbúðir. Það þarf auðvitað að endurskoða það mat mjög reglulega því þetta er svo mikill tilflutningur á fólki til landsins, bæði til að vinna, ferðamenn og svo líka flóttafólk.“ Stefnumarkandi ákvörðun en leysir ekki vandann í hvelli Sigríður Ingibjörg segir að stefnt sé að því að fimm prósent þeirra 4.000 íbúða sem byggðar verði á ári verði innan félagslega kerfisins, í umsjá sveitarfélaganna. Þá verði 30 prósent húsnæðis með opinberum stuðningi. Hún segir hið opinbera með þessu hafa gefið yfirlýsingu um að meiri ábyrgð verði tekin á þróun húsnæðismarkaðarins. Þá felist í þessu viðurkenning á að frjálsi markaðurinn leysi ekki allan vanda sem uppi hefur verið í húsnæðismálum. „Þetta er stefnumarkandi ákvörðun sem skiptir máli en vandinn er að hún er auðvitað ekki „quick fix“ fyrir þá stöðu sem við erum í dag,“ segir Sigríður Ingibjörg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SA, segir það ekki nýjar f Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök Iðnaðarins réttir að ríkið þurfi að taka ábyrgð á húsnæðismarkaði. Hann telur þó að aðstæður á höfuðborgarsvæðinu séu þannig að ekki þurfa að grípa inn í. „Staðan er bara svo ólík um landið og hérna á höfuðborgarsvæðinu þar sem er náttúrlega fjölmennast, þar eru aðstæður til staðar þannig að markaðurinn á að geta leyst úr málum. Hérna eru verktakafyrirtæki, ef þau fá lóðir þá byggja þau upp og sveitarfélögin hafa mikið um það að segja í gegnum skipulagið hvar er byggt og hvernig íbúðir. En úti á landi, til dæmis, þar vantar mikið af íbúðum. Það er farið að hamla atvinnuuppbyggingu, til dæmis eins og á Austurlandi. Þar eru ekki nægar íbúðir, þannig að fyrirtækin geta ráðið fólk en fólkið getur ekki flutt á svæðið. Þar til dæmis þarf einhvers konar inngrip,“ segir Sigurður. Sigurður segir það gleðiefni að stjórnvöld séu að taka við sér hvað þetta varðar, og bendir á að SI hafi fagnað því þegar innviðaráðuneytinu var komið á fót. „Það er mjög gott að sjá að það skuli strax hafa þau áhrif að ráðherra málaflokksins og náttúrlega ríkisstjórnin skuli taka boltann og setja af stað átakshópinn með aðilum vinnumarkaðarins og reyna að ná sátt um málið,“ segir hann. Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við þau Sigríði og Sigurð í spilaranum hér að ofan.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira