Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. maí 2022 16:31 Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. Yulia og kærasta hennar Katarina voru á vaktinni þegar fréttastofa leit við hjá þeim, en þær flúðu frá heimili sínu í Kænugarði um miðjan mars. „Við erum mjög ánægðar með að vera hérna í Bolungarvík því hér höfum við tækifæri til að gera það sem okkur finnst gaman að gera. Katja er kokkur,“ segir Yulia Þeir Oddur Andri Thomasson og Ragnar Sveinbjörnsson keyptu Víkurskála fyrir fjórum árum síðan og tóku til við að gjörbreyta þessari vegasjoppu í skemmtilegt bland af veitingastað og bensínstöð. Þá vantaði starfsfólk fyrir sumarið og þar sem eiginmaður Odds Andra er rússneskumælandi ákváðu þeir að skella inn auglýsingu á Facebook-hóp og auglýsa eftir flóttafólki frá Úkraínu. „Á fyrsta degi voru yfir eitt hundrað skilaboð. Rosalegur áhugi sko. Greinilega mikið af fólki sem hafði áhuga á að koma,“ segir Oddur Andri. Og nú hafa þeir ráðið til sín þrjá flóttamenn frá Úkraínu, sem eru jafnframt þeir einu í Bolungarvík. Þeir segja að það hafi ekki verið auðvelt að finna fólk til vinnu fyrr en þeir auglýsti eftir flóttamönnum og mæla með því að fleiri atvinnurekendur geri slíkt hið sama „Já ég meina og gera góðverk í leiðinni. Þetta fólk náttúrulega þarf vinnu. Það langar að koma og af hverju ekki? Bæði hjálpar okkur og við getum aðstoðað á móti,“ segir Oddur. Þeir Oddur og Ragnar reka Víkurskálann. Vingjarnlegt og opið samfélag Það er mikil breyting að flytja úr stórborgarlífinu í tæplega þúsund manna smábæ á Vestfjörðum á Íslandi. „Við völdum þennan stað af því að hann er mjög friðsæll. Þetta er engin stórborg en fólkið hérna er svo vingjarnlegt og opið fyrir því að hjálpa okkur. Þetta hjálpar okkur virkilega að líða betur,“ segir Yulia. Þær segjast auðvitað sakna fjölskyldna sinna en vera í fínu sambandi við þær. Fjölskylda Katarinu býr þó á hinu stríðshrjáða svæði Donetsk í austurhluta Úkraínu þar sem hefur varla verið nokkur friður síðustu átta árin. „Þetta er alveg hræðilegt en þau eru orðin vön því að heyra í sprengjunum og þau hafa mat. Þannig að þetta er ekki jafn slæmt og í Maríupol. En ég vona að þau haldi áfram að berjast,“ segir Yulia. Húsnæðismálin þröskuldur í flóttamannamálum En það er ekki hlaupið að því að fá húsnæði fyrir þá sem flytja til Bolungarvíkur og það var eins með flóttamennina þrjá í bænum. „Ég gat sem betur fer bjargað þeim með herbergi til að byrja með. Svo er bara verið að leita að húsnæði fyrir þau,“ segir Ragnar. Þær Yulia og Katarina eru þó búnar að finna sér íbúð í dag en enn er verið að leita að húsnæði fyrir þriðja flóttamanninn. En það er beinlínis ekkert húsnæði laust í bænum eins og er. Og þetta hindrar sveitarfélag eins og Bolungarvík í að taka á móti flóttafólki að sögn bæjarstjórans. „Við erum að vinna í fasteignaverkefni og við eigum von á því að það komi 20 nýjar íbúðir á markaðinn um mitt sumar. Og þá eigum við kannski möguleika en akkúrat núna er bara barátta um laust húsnæði,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir stöðu húsnæðismála í bænum ekki bjóða upp á móttöku fleiri flóttamanna sem stendur. Flóttamenn Bolungarvík Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Yulia og kærasta hennar Katarina voru á vaktinni þegar fréttastofa leit við hjá þeim, en þær flúðu frá heimili sínu í Kænugarði um miðjan mars. „Við erum mjög ánægðar með að vera hérna í Bolungarvík því hér höfum við tækifæri til að gera það sem okkur finnst gaman að gera. Katja er kokkur,“ segir Yulia Þeir Oddur Andri Thomasson og Ragnar Sveinbjörnsson keyptu Víkurskála fyrir fjórum árum síðan og tóku til við að gjörbreyta þessari vegasjoppu í skemmtilegt bland af veitingastað og bensínstöð. Þá vantaði starfsfólk fyrir sumarið og þar sem eiginmaður Odds Andra er rússneskumælandi ákváðu þeir að skella inn auglýsingu á Facebook-hóp og auglýsa eftir flóttafólki frá Úkraínu. „Á fyrsta degi voru yfir eitt hundrað skilaboð. Rosalegur áhugi sko. Greinilega mikið af fólki sem hafði áhuga á að koma,“ segir Oddur Andri. Og nú hafa þeir ráðið til sín þrjá flóttamenn frá Úkraínu, sem eru jafnframt þeir einu í Bolungarvík. Þeir segja að það hafi ekki verið auðvelt að finna fólk til vinnu fyrr en þeir auglýsti eftir flóttamönnum og mæla með því að fleiri atvinnurekendur geri slíkt hið sama „Já ég meina og gera góðverk í leiðinni. Þetta fólk náttúrulega þarf vinnu. Það langar að koma og af hverju ekki? Bæði hjálpar okkur og við getum aðstoðað á móti,“ segir Oddur. Þeir Oddur og Ragnar reka Víkurskálann. Vingjarnlegt og opið samfélag Það er mikil breyting að flytja úr stórborgarlífinu í tæplega þúsund manna smábæ á Vestfjörðum á Íslandi. „Við völdum þennan stað af því að hann er mjög friðsæll. Þetta er engin stórborg en fólkið hérna er svo vingjarnlegt og opið fyrir því að hjálpa okkur. Þetta hjálpar okkur virkilega að líða betur,“ segir Yulia. Þær segjast auðvitað sakna fjölskyldna sinna en vera í fínu sambandi við þær. Fjölskylda Katarinu býr þó á hinu stríðshrjáða svæði Donetsk í austurhluta Úkraínu þar sem hefur varla verið nokkur friður síðustu átta árin. „Þetta er alveg hræðilegt en þau eru orðin vön því að heyra í sprengjunum og þau hafa mat. Þannig að þetta er ekki jafn slæmt og í Maríupol. En ég vona að þau haldi áfram að berjast,“ segir Yulia. Húsnæðismálin þröskuldur í flóttamannamálum En það er ekki hlaupið að því að fá húsnæði fyrir þá sem flytja til Bolungarvíkur og það var eins með flóttamennina þrjá í bænum. „Ég gat sem betur fer bjargað þeim með herbergi til að byrja með. Svo er bara verið að leita að húsnæði fyrir þau,“ segir Ragnar. Þær Yulia og Katarina eru þó búnar að finna sér íbúð í dag en enn er verið að leita að húsnæði fyrir þriðja flóttamanninn. En það er beinlínis ekkert húsnæði laust í bænum eins og er. Og þetta hindrar sveitarfélag eins og Bolungarvík í að taka á móti flóttafólki að sögn bæjarstjórans. „Við erum að vinna í fasteignaverkefni og við eigum von á því að það komi 20 nýjar íbúðir á markaðinn um mitt sumar. Og þá eigum við kannski möguleika en akkúrat núna er bara barátta um laust húsnæði,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir stöðu húsnæðismála í bænum ekki bjóða upp á móttöku fleiri flóttamanna sem stendur.
Flóttamenn Bolungarvík Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira