Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. maí 2022 16:31 Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. Yulia og kærasta hennar Katarina voru á vaktinni þegar fréttastofa leit við hjá þeim, en þær flúðu frá heimili sínu í Kænugarði um miðjan mars. „Við erum mjög ánægðar með að vera hérna í Bolungarvík því hér höfum við tækifæri til að gera það sem okkur finnst gaman að gera. Katja er kokkur,“ segir Yulia Þeir Oddur Andri Thomasson og Ragnar Sveinbjörnsson keyptu Víkurskála fyrir fjórum árum síðan og tóku til við að gjörbreyta þessari vegasjoppu í skemmtilegt bland af veitingastað og bensínstöð. Þá vantaði starfsfólk fyrir sumarið og þar sem eiginmaður Odds Andra er rússneskumælandi ákváðu þeir að skella inn auglýsingu á Facebook-hóp og auglýsa eftir flóttafólki frá Úkraínu. „Á fyrsta degi voru yfir eitt hundrað skilaboð. Rosalegur áhugi sko. Greinilega mikið af fólki sem hafði áhuga á að koma,“ segir Oddur Andri. Og nú hafa þeir ráðið til sín þrjá flóttamenn frá Úkraínu, sem eru jafnframt þeir einu í Bolungarvík. Þeir segja að það hafi ekki verið auðvelt að finna fólk til vinnu fyrr en þeir auglýsti eftir flóttamönnum og mæla með því að fleiri atvinnurekendur geri slíkt hið sama „Já ég meina og gera góðverk í leiðinni. Þetta fólk náttúrulega þarf vinnu. Það langar að koma og af hverju ekki? Bæði hjálpar okkur og við getum aðstoðað á móti,“ segir Oddur. Þeir Oddur og Ragnar reka Víkurskálann. Vingjarnlegt og opið samfélag Það er mikil breyting að flytja úr stórborgarlífinu í tæplega þúsund manna smábæ á Vestfjörðum á Íslandi. „Við völdum þennan stað af því að hann er mjög friðsæll. Þetta er engin stórborg en fólkið hérna er svo vingjarnlegt og opið fyrir því að hjálpa okkur. Þetta hjálpar okkur virkilega að líða betur,“ segir Yulia. Þær segjast auðvitað sakna fjölskyldna sinna en vera í fínu sambandi við þær. Fjölskylda Katarinu býr þó á hinu stríðshrjáða svæði Donetsk í austurhluta Úkraínu þar sem hefur varla verið nokkur friður síðustu átta árin. „Þetta er alveg hræðilegt en þau eru orðin vön því að heyra í sprengjunum og þau hafa mat. Þannig að þetta er ekki jafn slæmt og í Maríupol. En ég vona að þau haldi áfram að berjast,“ segir Yulia. Húsnæðismálin þröskuldur í flóttamannamálum En það er ekki hlaupið að því að fá húsnæði fyrir þá sem flytja til Bolungarvíkur og það var eins með flóttamennina þrjá í bænum. „Ég gat sem betur fer bjargað þeim með herbergi til að byrja með. Svo er bara verið að leita að húsnæði fyrir þau,“ segir Ragnar. Þær Yulia og Katarina eru þó búnar að finna sér íbúð í dag en enn er verið að leita að húsnæði fyrir þriðja flóttamanninn. En það er beinlínis ekkert húsnæði laust í bænum eins og er. Og þetta hindrar sveitarfélag eins og Bolungarvík í að taka á móti flóttafólki að sögn bæjarstjórans. „Við erum að vinna í fasteignaverkefni og við eigum von á því að það komi 20 nýjar íbúðir á markaðinn um mitt sumar. Og þá eigum við kannski möguleika en akkúrat núna er bara barátta um laust húsnæði,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir stöðu húsnæðismála í bænum ekki bjóða upp á móttöku fleiri flóttamanna sem stendur. Flóttamenn Bolungarvík Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Yulia og kærasta hennar Katarina voru á vaktinni þegar fréttastofa leit við hjá þeim, en þær flúðu frá heimili sínu í Kænugarði um miðjan mars. „Við erum mjög ánægðar með að vera hérna í Bolungarvík því hér höfum við tækifæri til að gera það sem okkur finnst gaman að gera. Katja er kokkur,“ segir Yulia Þeir Oddur Andri Thomasson og Ragnar Sveinbjörnsson keyptu Víkurskála fyrir fjórum árum síðan og tóku til við að gjörbreyta þessari vegasjoppu í skemmtilegt bland af veitingastað og bensínstöð. Þá vantaði starfsfólk fyrir sumarið og þar sem eiginmaður Odds Andra er rússneskumælandi ákváðu þeir að skella inn auglýsingu á Facebook-hóp og auglýsa eftir flóttafólki frá Úkraínu. „Á fyrsta degi voru yfir eitt hundrað skilaboð. Rosalegur áhugi sko. Greinilega mikið af fólki sem hafði áhuga á að koma,“ segir Oddur Andri. Og nú hafa þeir ráðið til sín þrjá flóttamenn frá Úkraínu, sem eru jafnframt þeir einu í Bolungarvík. Þeir segja að það hafi ekki verið auðvelt að finna fólk til vinnu fyrr en þeir auglýsti eftir flóttamönnum og mæla með því að fleiri atvinnurekendur geri slíkt hið sama „Já ég meina og gera góðverk í leiðinni. Þetta fólk náttúrulega þarf vinnu. Það langar að koma og af hverju ekki? Bæði hjálpar okkur og við getum aðstoðað á móti,“ segir Oddur. Þeir Oddur og Ragnar reka Víkurskálann. Vingjarnlegt og opið samfélag Það er mikil breyting að flytja úr stórborgarlífinu í tæplega þúsund manna smábæ á Vestfjörðum á Íslandi. „Við völdum þennan stað af því að hann er mjög friðsæll. Þetta er engin stórborg en fólkið hérna er svo vingjarnlegt og opið fyrir því að hjálpa okkur. Þetta hjálpar okkur virkilega að líða betur,“ segir Yulia. Þær segjast auðvitað sakna fjölskyldna sinna en vera í fínu sambandi við þær. Fjölskylda Katarinu býr þó á hinu stríðshrjáða svæði Donetsk í austurhluta Úkraínu þar sem hefur varla verið nokkur friður síðustu átta árin. „Þetta er alveg hræðilegt en þau eru orðin vön því að heyra í sprengjunum og þau hafa mat. Þannig að þetta er ekki jafn slæmt og í Maríupol. En ég vona að þau haldi áfram að berjast,“ segir Yulia. Húsnæðismálin þröskuldur í flóttamannamálum En það er ekki hlaupið að því að fá húsnæði fyrir þá sem flytja til Bolungarvíkur og það var eins með flóttamennina þrjá í bænum. „Ég gat sem betur fer bjargað þeim með herbergi til að byrja með. Svo er bara verið að leita að húsnæði fyrir þau,“ segir Ragnar. Þær Yulia og Katarina eru þó búnar að finna sér íbúð í dag en enn er verið að leita að húsnæði fyrir þriðja flóttamanninn. En það er beinlínis ekkert húsnæði laust í bænum eins og er. Og þetta hindrar sveitarfélag eins og Bolungarvík í að taka á móti flóttafólki að sögn bæjarstjórans. „Við erum að vinna í fasteignaverkefni og við eigum von á því að það komi 20 nýjar íbúðir á markaðinn um mitt sumar. Og þá eigum við kannski möguleika en akkúrat núna er bara barátta um laust húsnæði,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir stöðu húsnæðismála í bænum ekki bjóða upp á móttöku fleiri flóttamanna sem stendur.
Flóttamenn Bolungarvík Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira