Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2022 23:11 Elon Musk stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/EPA Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Business Insider segir að fyrirtækið hafi gert sátt við konuna og greitt henni 250.000 dollara árið 2018. Hún hafi unnið í áhöfn þotu sem SpaceX, meðal annars sem nuddari. Miðillinn byggir þetta á gögnum og viðtölum. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Varaforseti SpaceX vildi ekki tjá sig um ásakanirnar. Musk bað sjálfur Business Insider um lengri tíma til að svara spurningum um málið en sagði mun meira búa að baki. „Ef ég væri hneigður til að áreita kynferðislega þá væri ólíklegt að þetta væri í fyrsta skipti á öllum þrjátíu ára ferli mínum sem það kæmi í ljós,“ sagði Musk og kallaði fréttina „pólitíska árásargrein“. Vangaveltur voru uppi í gær um hvort að Musk undirbyggi jarðveginn fyrir óþægilegar fréttir af sér. Þá tísti hann um að „pólitískum árásum“ á hann ætti eftir að fjölga á næstunni, meðal annars í samhengi við að hann sagðist ætla að kjósa frekar Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en Demókrataflokkinn. Spáði hann „lúabrögðum“ af hálfu demókrata gegn sér. In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold — Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Svo virðist sem að Musk hafi tíst um komandi árásir skömmu eftir að blaðamenn Business Insider leituðu eftir viðbrögðum hans í gær fyrir fréttina sem birtist í dag. This from a great editor at the Insider re timing of them seeking comment ...https://t.co/cMVIM55luA and note time stamp pic.twitter.com/KHxaDqsXxA— Clara Jeffery (@ClaraJeffery) May 19, 2022 SpaceX Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Business Insider segir að fyrirtækið hafi gert sátt við konuna og greitt henni 250.000 dollara árið 2018. Hún hafi unnið í áhöfn þotu sem SpaceX, meðal annars sem nuddari. Miðillinn byggir þetta á gögnum og viðtölum. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Varaforseti SpaceX vildi ekki tjá sig um ásakanirnar. Musk bað sjálfur Business Insider um lengri tíma til að svara spurningum um málið en sagði mun meira búa að baki. „Ef ég væri hneigður til að áreita kynferðislega þá væri ólíklegt að þetta væri í fyrsta skipti á öllum þrjátíu ára ferli mínum sem það kæmi í ljós,“ sagði Musk og kallaði fréttina „pólitíska árásargrein“. Vangaveltur voru uppi í gær um hvort að Musk undirbyggi jarðveginn fyrir óþægilegar fréttir af sér. Þá tísti hann um að „pólitískum árásum“ á hann ætti eftir að fjölga á næstunni, meðal annars í samhengi við að hann sagðist ætla að kjósa frekar Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en Demókrataflokkinn. Spáði hann „lúabrögðum“ af hálfu demókrata gegn sér. In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold — Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Svo virðist sem að Musk hafi tíst um komandi árásir skömmu eftir að blaðamenn Business Insider leituðu eftir viðbrögðum hans í gær fyrir fréttina sem birtist í dag. This from a great editor at the Insider re timing of them seeking comment ...https://t.co/cMVIM55luA and note time stamp pic.twitter.com/KHxaDqsXxA— Clara Jeffery (@ClaraJeffery) May 19, 2022
SpaceX Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira