Mikið tjón á innviðum hugsanlegt í nýju gosi á Reykjanesi Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. maí 2022 21:52 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur, í íþróttahúsinu í Grindavík þar sem íbúafundur um óvissustig vegna jarðskjálftahrinu var haldinn í kvöld. Vísir/Stöð 2 Jarðvirkni og landris sem nú á sér stað á Reykjanesi er á þannig stað að mikið tjón gæti orðið á innviðum ef eldgos hæfist þar. Íbúafundur vegna jarðskjálftahrinunnar var haldinn í Grindavík í kvöld. Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Um síðustu helgi mældust nokkrir jarðskjálftar yfir þrír að stærð, sá stærsti þeirra 4,3 á sunnudag. Land hefur nú risið um nokkra sentímetra, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðfræðings, sem var einn frummælenda á íbúafundinum í kvöld. „Það er skýrt merki um að kvika sé byrjuð að troða sér inn á fjögurra til fimm kílómetra dýpi,“ sagði Magnús Tumi við fréttamann Stöðvar 2 fyrir fundinn. Enn sem komið er hefði mjög lítil kvika safnast upp. Land gæti risið mun meira án þess að til eldgoss kæmi. Erfitt væri að segja hvenær slíkt gæti gerst. Magnús Tumi benti á að nú væri hafið óróatímabil á Reykjanesskaga sem þýddi að fólk þyrfti að vera viðbúið eldgosum. Klippa: Magnús Tumi ræðir jarðhræringar á Reykjanesi Kæmi til goss á næstunni sagði Magnús Tumi líklegast að það yrði á þeim slóðum þar sem land rís nú. Á þeim slóðum eru miklir innviðir: raforkuver í Svartsengi, Bláa lónið, Grindavíkurvegur og hitaveitulagnir. „Þannig getur orðið mikið tjón þó að það yrði ekki mjög stórt gos,“ sagði Magnús Tumi. Líkurnar á manntjóni væru þó litlar þar sem hlutirnir gerist ekki það hratt í hraungosi. „En þetta er svona staður þar sem geta orðið miklar skemmdir,“ sagði hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Um síðustu helgi mældust nokkrir jarðskjálftar yfir þrír að stærð, sá stærsti þeirra 4,3 á sunnudag. Land hefur nú risið um nokkra sentímetra, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðfræðings, sem var einn frummælenda á íbúafundinum í kvöld. „Það er skýrt merki um að kvika sé byrjuð að troða sér inn á fjögurra til fimm kílómetra dýpi,“ sagði Magnús Tumi við fréttamann Stöðvar 2 fyrir fundinn. Enn sem komið er hefði mjög lítil kvika safnast upp. Land gæti risið mun meira án þess að til eldgoss kæmi. Erfitt væri að segja hvenær slíkt gæti gerst. Magnús Tumi benti á að nú væri hafið óróatímabil á Reykjanesskaga sem þýddi að fólk þyrfti að vera viðbúið eldgosum. Klippa: Magnús Tumi ræðir jarðhræringar á Reykjanesi Kæmi til goss á næstunni sagði Magnús Tumi líklegast að það yrði á þeim slóðum þar sem land rís nú. Á þeim slóðum eru miklir innviðir: raforkuver í Svartsengi, Bláa lónið, Grindavíkurvegur og hitaveitulagnir. „Þannig getur orðið mikið tjón þó að það yrði ekki mjög stórt gos,“ sagði Magnús Tumi. Líkurnar á manntjóni væru þó litlar þar sem hlutirnir gerist ekki það hratt í hraungosi. „En þetta er svona staður þar sem geta orðið miklar skemmdir,“ sagði hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35
Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49