Segir fulla ástæðu til mótmæla þó hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 13:21 Eins og vænta mátti gefur Gunnar Smári ekki mikið fyrir útleggingar Hermanns, segir hann valkvæðan mann útúrsnúinga. vísir/vilhelm Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hæðist að mótmælendum vegna bankasölunnar og segir að nú hafi gróðinn þurrkast út. Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakki mótmælanna segir þetta fráleitan útúrsnúing. Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“ Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“
Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira