Fasteignasalar fúlir út í doktorsnema vegna tals um feita söluþóknun Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 11:31 Eftir að Haukur Viðar setti fram útreikninga sína um rausnarlegar söluþóknanir hafa fasteignasalar sett sig í samband við hann og tjáð honum að þetta sé nú ekki alveg svona mikið sem þeir eru að taka til sín. Haukur Viðar er til hægri á þessari samsettu mynd. vísir/getty Fasteignaverð er í hæstu hæðum. Afleidd áhrif eru þau að söluþóknun fasteignasala, sem er prósentutala, hefur þar með rokið upp úr öllu valdi. Fasteignasalar margir vilja þó ekki kannast við að þeir séu að maka krókinn. Haukur Viðar Alfreðsson doktorsnemi í hagfræði hefur vakið máls á þessari stöðu í grein sem hann birti á Vísi auk þess sem hann var í viðtali á Bylgjunni um þetta sama mál. Í grein sinni talar Haukur Viðar um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Hann leggur fram dæmi sem sýnir að fasteignasalar taki að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. „Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala.“ Misvísandi upplýsingar um söluþóknun Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í svari við fyrirspurn Vísis að reglulega komi á þeirra borð mál sem tengjast rausnarlegri söluþóknun. Að sögn Breka er gjaldskrá fasteignasala 2 til 2,5 prósent. En það ríki samningafrelsi og oftast sé hægt að semja um 1 til 1,5 prósent. „Það vita því miður allt of fáir af því.“ Haukur Viðar segir í samtali við Vísi að nokkrir fasteignasalar hafi haft við sig samband, ósáttir við það að hann sé að vekja máls á þessu, þóknanirnar sem þeir eru að þiggja séu alls ekki svona háar. „Já, nokkrir fasteignasalar haft samband við mig og eru ekki sáttir. Verið að segja að þetta sé ekki raunveruleikinn. Þeir vilja meina í sínum dæmum að þeir séu að taka lægra en þá bendi ég einfaldlega á að þetta sé verðskráin sem þeir sjálfir setja á netið. Ég get ekki borið ábyrgð á því ef þeir eru að setja fram misvísandi upplýsingar um eigin rekstur á internetið.“ Segjast ekki taka nema eitt prósent Haukur Viðar vinnur nú að framhaldsgrein sem birtist innan tíðar á Vísi og tekur mið af þessum útleggingum. „Þar fer ég yfir stöðuna miðað við ef söluþóknanir eru lægri en gjaldskrá gefur til kynna og set yfir í form tímakaups miðað við mismargar vinnustundir að baki sölunnar.“ Að sögn Hauks Viðars er talsvert mikið bil á milli þeirra sem segja hann fara með rangt mál og svo annarra sem taka undir með mér. „Þeir sem segja mig fara með rangt mál eru að tala um að 1prósent söluþóknun sé ýmist bara standardinn eða þá að það sé botninn,“ segir Haukur Viðar og það fari bara eftir því hver talar. En svo eru aðrir sem segja að 1 prósent sé aldrei svo mikið sem inni í myndinni. „Raunin sé kannski 1,3 prósent án vsk, og enn aðrir á því að 1,4 prósent væru alveg sérstök kostakjör og eðlileg sala með þá talsvert hærri söluþóknun en það.“ Segjast vinna fyrir kaupinu sínu Haukur Viðar hefur í sínum dæmum nefnt að vinnan við að selja fasteign sé nákvæmlega sú sama 2015 og 2022, munurinn sé hins vegar sá að söluþóknun til fasteignasala hefur margfaldast. Eins og flestum er kunnugt er fasteignaverð nú í hæstu hæðum.vísir/vilhelm „Þeir hörðustu að tala um upp í 30 klukkustundir sem fari í eina sölu án bakvinnslu og heildin þá kannski komin í nærri heilli vinnuviku, meðan aðrir eru að tala um einn dag með öllu og spyrja hvort að inní 30 tímatölunni sé þá byggingartíminn líka,“ segir Haukur Viðar og vitnar í nýleg samtöl sín við ósátta fasteignasala sem vilja meina að þeir séu ekki að græða á tá og fingri. „En það er alveg ljóst að þeir sem eru í bransanum og ætla sér að vera þar eru með svartsýnni spá og þeir sem eru að hugsa sér til hreyfings, eða eru hættir eru talsvert nær minni greiningu.“ Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Haukur Viðar Alfreðsson doktorsnemi í hagfræði hefur vakið máls á þessari stöðu í grein sem hann birti á Vísi auk þess sem hann var í viðtali á Bylgjunni um þetta sama mál. Í grein sinni talar Haukur Viðar um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Hann leggur fram dæmi sem sýnir að fasteignasalar taki að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. „Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala.“ Misvísandi upplýsingar um söluþóknun Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í svari við fyrirspurn Vísis að reglulega komi á þeirra borð mál sem tengjast rausnarlegri söluþóknun. Að sögn Breka er gjaldskrá fasteignasala 2 til 2,5 prósent. En það ríki samningafrelsi og oftast sé hægt að semja um 1 til 1,5 prósent. „Það vita því miður allt of fáir af því.“ Haukur Viðar segir í samtali við Vísi að nokkrir fasteignasalar hafi haft við sig samband, ósáttir við það að hann sé að vekja máls á þessu, þóknanirnar sem þeir eru að þiggja séu alls ekki svona háar. „Já, nokkrir fasteignasalar haft samband við mig og eru ekki sáttir. Verið að segja að þetta sé ekki raunveruleikinn. Þeir vilja meina í sínum dæmum að þeir séu að taka lægra en þá bendi ég einfaldlega á að þetta sé verðskráin sem þeir sjálfir setja á netið. Ég get ekki borið ábyrgð á því ef þeir eru að setja fram misvísandi upplýsingar um eigin rekstur á internetið.“ Segjast ekki taka nema eitt prósent Haukur Viðar vinnur nú að framhaldsgrein sem birtist innan tíðar á Vísi og tekur mið af þessum útleggingum. „Þar fer ég yfir stöðuna miðað við ef söluþóknanir eru lægri en gjaldskrá gefur til kynna og set yfir í form tímakaups miðað við mismargar vinnustundir að baki sölunnar.“ Að sögn Hauks Viðars er talsvert mikið bil á milli þeirra sem segja hann fara með rangt mál og svo annarra sem taka undir með mér. „Þeir sem segja mig fara með rangt mál eru að tala um að 1prósent söluþóknun sé ýmist bara standardinn eða þá að það sé botninn,“ segir Haukur Viðar og það fari bara eftir því hver talar. En svo eru aðrir sem segja að 1 prósent sé aldrei svo mikið sem inni í myndinni. „Raunin sé kannski 1,3 prósent án vsk, og enn aðrir á því að 1,4 prósent væru alveg sérstök kostakjör og eðlileg sala með þá talsvert hærri söluþóknun en það.“ Segjast vinna fyrir kaupinu sínu Haukur Viðar hefur í sínum dæmum nefnt að vinnan við að selja fasteign sé nákvæmlega sú sama 2015 og 2022, munurinn sé hins vegar sá að söluþóknun til fasteignasala hefur margfaldast. Eins og flestum er kunnugt er fasteignaverð nú í hæstu hæðum.vísir/vilhelm „Þeir hörðustu að tala um upp í 30 klukkustundir sem fari í eina sölu án bakvinnslu og heildin þá kannski komin í nærri heilli vinnuviku, meðan aðrir eru að tala um einn dag með öllu og spyrja hvort að inní 30 tímatölunni sé þá byggingartíminn líka,“ segir Haukur Viðar og vitnar í nýleg samtöl sín við ósátta fasteignasala sem vilja meina að þeir séu ekki að græða á tá og fingri. „En það er alveg ljóst að þeir sem eru í bransanum og ætla sér að vera þar eru með svartsýnni spá og þeir sem eru að hugsa sér til hreyfings, eða eru hættir eru talsvert nær minni greiningu.“
Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira