„Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2022 11:31 Má ég heyra? vísir/bára Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli titla en ég set hann alveg efst með hinum. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að fá að vera Íslandsmeistari fyrir framan þessa áhorfendur. Þetta er gjörsamlega geðveikt,“ sagði Kristófer. Tæplega fjögurra áratuga bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lauk loks í gær. Kristófer segir sérstakt að vera hluti af liðinu sem braut þennan þykka ís. „Þetta er algjör heiður. Við vorum vonsviknir að detta út í fyrra og ætluðum okkur titilinn. Við vissum að við ættum að rífa þetta félag upp á hæsta plan. Það var helvíti erfitt að labba út og sjá alltaf 1983 á veggnum,“ sagði Kristófer og vísaði til meistaraveggsins fræga á Hlíðarenda. „Þetta hefur verið markmiðið frá byrjun og það er geggjað að fá að upplifa þetta núna eftir alla þessa mánuði.“ Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Kristófer segir að Valsmenn séu ekki saddir og ætli sér að byggja ofan á árangur tímabilsins. „Algjörlega. Maður vill alltaf verja titilinn og halda áfram. Allir sem upplifðu þetta núna vilja pottþétt upplifa þetta aftur. Við erum að reyna að búa til alvöru stemmningu. Horfum í kringum okkur. Þetta er komið til að vera,“ sagði Kristófer. En hversu mikill Valsari er Kristófer orðinn? „Ég er harðasti Valsarinn í heiminum,“ svaraði Kristófer sem skoraði þrettán stig og tók nítján fráköst í oddaleiknum í gær. Kristófer er uppalinn hjá KR en yfirgaf félagið 2020 vegna launadeilu sem fór fyrir dómstóla. KR var á endanum gert að greiða honum tæpar fjórar milljónir króna vegna vangoldinna launa. Í úrslitakeppninni var Kristófer með 11,6 stig og 10,1 fráköst að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 15,0 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
„Það er alltaf erfitt að gera upp á milli titla en ég set hann alveg efst með hinum. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að fá að vera Íslandsmeistari fyrir framan þessa áhorfendur. Þetta er gjörsamlega geðveikt,“ sagði Kristófer. Tæplega fjögurra áratuga bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lauk loks í gær. Kristófer segir sérstakt að vera hluti af liðinu sem braut þennan þykka ís. „Þetta er algjör heiður. Við vorum vonsviknir að detta út í fyrra og ætluðum okkur titilinn. Við vissum að við ættum að rífa þetta félag upp á hæsta plan. Það var helvíti erfitt að labba út og sjá alltaf 1983 á veggnum,“ sagði Kristófer og vísaði til meistaraveggsins fræga á Hlíðarenda. „Þetta hefur verið markmiðið frá byrjun og það er geggjað að fá að upplifa þetta núna eftir alla þessa mánuði.“ Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Kristófer segir að Valsmenn séu ekki saddir og ætli sér að byggja ofan á árangur tímabilsins. „Algjörlega. Maður vill alltaf verja titilinn og halda áfram. Allir sem upplifðu þetta núna vilja pottþétt upplifa þetta aftur. Við erum að reyna að búa til alvöru stemmningu. Horfum í kringum okkur. Þetta er komið til að vera,“ sagði Kristófer. En hversu mikill Valsari er Kristófer orðinn? „Ég er harðasti Valsarinn í heiminum,“ svaraði Kristófer sem skoraði þrettán stig og tók nítján fráköst í oddaleiknum í gær. Kristófer er uppalinn hjá KR en yfirgaf félagið 2020 vegna launadeilu sem fór fyrir dómstóla. KR var á endanum gert að greiða honum tæpar fjórar milljónir króna vegna vangoldinna launa. Í úrslitakeppninni var Kristófer með 11,6 stig og 10,1 fráköst að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 15,0 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik.
Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira