Saga pizzaþjónsins sem varð öflugasti og hataðasti umboðsmaður sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 08:00 Mino Raiola með Zlatan Ibrahimovic en þeir áttu alla tíð mjög gott samband. Getty/VI Images Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola kvaddi þennan heim í lok síðasta mánaðar aðeins 54 ára gamall. Hann náði heldur betur að setja sitt mark á knattspyrnusöguna. Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a> Fótbolti Ítalía Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a>
Fótbolti Ítalía Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira