Vildi ekki styðja samkynhneigða og fær stuðning forseta Senegals Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 16:00 Angel Di Maria og Lionel Messi hikuðu ekki við að klæðast treyju með regnbogalitum númerum til stuðnings LGBTQI+ fólki. Idrissa Gueye neitaði að gera það. Samsett/Getty Senegalski knattspyrnumaðurinn Idrissa Gueye hefur verið gagnrýndur fyrir að neita, annað árið í röð, að taka þátt í átaki í frönsku 1. deildinni í fótbolta gegn hómófóbíu. Gueye hefur ekki viljað tjá sig um málið og þær „persónulegu ástæður“ sem lágu að baki því að hann tók ekki þátt í leik með PSG gegn Montpellier um helgina. New York Times segir að Gueye hafi ferðast með PSG í leikinn en ekki viljað klæðast sérstakri treyju liðsins, með regnbogalitum númerum, sem notaðar voru í leiknum. Treyjurnar voru liður í að vekja athygli á fordómum í garð LGBTQI+ fólks sem nú virðast svo sannarlega fyrirfinnast í búningsklefa frönsku meistaranna. Gueye hefur fengið stuðning úr æðstu stöðum í heimalandi sínu. „Ég styð Idrissa Gana Gueye. Það verður að sýna trúarskoðunum hans virðingu,“ skrifaði Macky Sall, forseti Senegal, á Twitter. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal. Je soutiens Idrissa Gana Gueye. Ses convictions religieuses doivent être respectées.— Macky Sall (@Macky_Sall) May 17, 2022 Siðanefnd franska knattspyrnusambandsins hefur hins vegar sent Gueye bréf og krafið hann svara um ástæður þess að hann neitaði að spila gegn Montpellier. Í bréfinu segir að annað hvort sé orðrómurinn ósannur og að Gueye þurfi þá strax að leiðrétta hann, og megi þá taka mynd af sér með regnbogalitu treyjuna, eða þá að orðrómurinn sé sannur. Í því tilviki sé Gueye beðinn um að hugsa um þær slæmu afleiðingar sem hegðun hans hafi í för með sér. „Baráttan gegn mismunun ólíkra hópa er barátta sem stöðugt þarf að sinna,“ segir í bréfi siðanefndarinnar til Gueye. „Mismunun getur verið af ólíkum toga og tengst hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð og fleiru en felur alltaf í sér að fólk sé útilokað fyrir að vera ólíkt öðrum. Með því að neita að taka þátt ert þú að sýna stuðning við fordómafulla hegðun og útilokun fólks, ekki bara LGBTQI+ samfélagsins.“ Fótbolti Franski boltinn Senegal Hinsegin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Gueye hefur ekki viljað tjá sig um málið og þær „persónulegu ástæður“ sem lágu að baki því að hann tók ekki þátt í leik með PSG gegn Montpellier um helgina. New York Times segir að Gueye hafi ferðast með PSG í leikinn en ekki viljað klæðast sérstakri treyju liðsins, með regnbogalitum númerum, sem notaðar voru í leiknum. Treyjurnar voru liður í að vekja athygli á fordómum í garð LGBTQI+ fólks sem nú virðast svo sannarlega fyrirfinnast í búningsklefa frönsku meistaranna. Gueye hefur fengið stuðning úr æðstu stöðum í heimalandi sínu. „Ég styð Idrissa Gana Gueye. Það verður að sýna trúarskoðunum hans virðingu,“ skrifaði Macky Sall, forseti Senegal, á Twitter. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal. Je soutiens Idrissa Gana Gueye. Ses convictions religieuses doivent être respectées.— Macky Sall (@Macky_Sall) May 17, 2022 Siðanefnd franska knattspyrnusambandsins hefur hins vegar sent Gueye bréf og krafið hann svara um ástæður þess að hann neitaði að spila gegn Montpellier. Í bréfinu segir að annað hvort sé orðrómurinn ósannur og að Gueye þurfi þá strax að leiðrétta hann, og megi þá taka mynd af sér með regnbogalitu treyjuna, eða þá að orðrómurinn sé sannur. Í því tilviki sé Gueye beðinn um að hugsa um þær slæmu afleiðingar sem hegðun hans hafi í för með sér. „Baráttan gegn mismunun ólíkra hópa er barátta sem stöðugt þarf að sinna,“ segir í bréfi siðanefndarinnar til Gueye. „Mismunun getur verið af ólíkum toga og tengst hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð og fleiru en felur alltaf í sér að fólk sé útilokað fyrir að vera ólíkt öðrum. Með því að neita að taka þátt ert þú að sýna stuðning við fordómafulla hegðun og útilokun fólks, ekki bara LGBTQI+ samfélagsins.“
Fótbolti Franski boltinn Senegal Hinsegin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira