Ísland nær HM í fyrsta sinn eftir ákvörðun FIBA um Rússa Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu frækinn sigur gegn Ítölum í febrúar. Vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er öruggt um sæti í seinni umferð undankeppni HM 2023 og á þar með möguleika á að spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn í sögunni. Þetta er niðurstaðan eftir ákvörðun FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, varðandi þátttöku Rússlands í mótum á vegum sambandsins. FIBA tilkynnti í dag að öll úrslit í þeim mótum sem Rússar voru þátttakendur í hefðu nú verið ógilt, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppni HM ásamt Hollandi og Ítalíu, og höfðu Rússar unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þrjú efstu lið riðilsins áttu að fara áfram á seinna stig undankeppninnar. Russia and Belarus to be withdrawn from FIBA Basketball World Cup Qualifying with results from their games annulled.As such,Greece Turkey Great Britain Italy Iceland Netherlands all progress to the next round of #FIBAWC qualifying. https://t.co/0CNoWEt8wC— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) May 18, 2022 Gætu lent í baráttu við Úkraínu um HM-farseðil Nú hafa Rússar verið dæmdir úr leik og þar með er ljóst að Ítalía, Ísland og Holland fara áfram á seinna stigið og leika í riðli með þremur efstu liðunum úr G-riðli (Georgía, Spánn, Úkraína og Norður-Makedónía). Fjögur af liðunum sex sem leika saman í riðli á seinna stiginu komast svo á sjálft heimsmeistaramótið sem allt í einu er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland. Þannig gæti sú barátta til dæmis snúist um að hafa betur gegn Úkraínu sem er í 32. sæti heimslistans, fjórtán sætum fyrir ofan Ísland. Ísland með tvo eða þrjú sigra með sér Ísland vann útisigur gegn Hollandi í nóvember og heimasigur gegn Ítalíu í febrúar en tapaði svo útileiknum gegn Ítölum. Eini leikur íslenska liðsins sem eftir er er því heimaleikur við Holland á Ásvöllum í byrjun júlí. Ísland tekur með sér úrslitin úr fyrra stigi undankeppninnar áfram á seinna stigið og á því möguleika á að taka þangað með sér þrjá sigra og eitt tap. Ákvörðun FIBA gildir bæði um Rússland og Hvíta-Rússland. Engin mót á vegum FIBA verða haldin í löndunum og löndin hafa verið tekin út úr þeim mótum sem þau voru í, sem voru undankeppni HM karla auk þess sem Rússland átti sæti á HM kvenna í september og HM U17 stelpna í sumar. Ákveðið hafði verið að Púertó Ríkó kæmi inn í stað Rússlands á HM kvenna. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir ákvörðun FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, varðandi þátttöku Rússlands í mótum á vegum sambandsins. FIBA tilkynnti í dag að öll úrslit í þeim mótum sem Rússar voru þátttakendur í hefðu nú verið ógilt, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppni HM ásamt Hollandi og Ítalíu, og höfðu Rússar unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þrjú efstu lið riðilsins áttu að fara áfram á seinna stig undankeppninnar. Russia and Belarus to be withdrawn from FIBA Basketball World Cup Qualifying with results from their games annulled.As such,Greece Turkey Great Britain Italy Iceland Netherlands all progress to the next round of #FIBAWC qualifying. https://t.co/0CNoWEt8wC— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) May 18, 2022 Gætu lent í baráttu við Úkraínu um HM-farseðil Nú hafa Rússar verið dæmdir úr leik og þar með er ljóst að Ítalía, Ísland og Holland fara áfram á seinna stigið og leika í riðli með þremur efstu liðunum úr G-riðli (Georgía, Spánn, Úkraína og Norður-Makedónía). Fjögur af liðunum sex sem leika saman í riðli á seinna stiginu komast svo á sjálft heimsmeistaramótið sem allt í einu er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland. Þannig gæti sú barátta til dæmis snúist um að hafa betur gegn Úkraínu sem er í 32. sæti heimslistans, fjórtán sætum fyrir ofan Ísland. Ísland með tvo eða þrjú sigra með sér Ísland vann útisigur gegn Hollandi í nóvember og heimasigur gegn Ítalíu í febrúar en tapaði svo útileiknum gegn Ítölum. Eini leikur íslenska liðsins sem eftir er er því heimaleikur við Holland á Ásvöllum í byrjun júlí. Ísland tekur með sér úrslitin úr fyrra stigi undankeppninnar áfram á seinna stigið og á því möguleika á að taka þangað með sér þrjá sigra og eitt tap. Ákvörðun FIBA gildir bæði um Rússland og Hvíta-Rússland. Engin mót á vegum FIBA verða haldin í löndunum og löndin hafa verið tekin út úr þeim mótum sem þau voru í, sem voru undankeppni HM karla auk þess sem Rússland átti sæti á HM kvenna í september og HM U17 stelpna í sumar. Ákveðið hafði verið að Púertó Ríkó kæmi inn í stað Rússlands á HM kvenna.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira