„Var þessi blái samfestingur dýr afþví að við klipptum gat í klofið svo að við gætum stundað kynlíf,“
sendi Megan í skilaboðunum til stílistans síns. Hún klæddist samfestingnum í Las Vegas þar sem þau voru stödd fyrir Billboard Music Awards. Stílistinn svaraði henni með orðunum „Ég hata þig“ sem hlæjandi broskallar fylgdu á eftir. Því næst sagðist hún ætla að laga flíkina. Skilaboðin má sjá á síðustu mynd færslunnar hér að neðan:
Sérstakur flutningur
Á Billboard verðlaununum flutti Machine Gun Kelly lagið Twin Flames sem hann tileinkaði eiginkonu sinni og ófæddu barni sem skyldi áhorfendur og umheiminn eftir með margar spurningar.
Þá aðallega hvort að þau væru búin að gifta sig og hvort að þau ættu eða hefðu á einhverjum tímapunkti átt von á barni. Í fyrsta sameiginlega viðtalinu sínu sem par sagði Megan að hún hafi fundið það strax að hann væri hennar „twin flame“ þegar þau kynntust við tökur á myndinni Midnight in the Switchgrass og þau hafa talað um hvort annað sem slíka loga síðan.