Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2022 07:26 Á vef Landlæknis segir að áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sé sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar sé fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. Vísir/Vilhelm Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. Frá þessu segir á vef Embættis landlæknisni, en um er að ræða andlát þar sem Covid-19 hefur greinst innan 28 daga fyrir andlátið og valdið dauða viðkomandi samkvæmt dánarvottorði. Þar er útskýrt að dánarvottorð berist að jafnaði ekki til landlæknis fyrr en mörgum vikum eftir andlát og séu því ekki hentug til að fylgjast með dánarorsökum í rauntíma. „Sjúkrahús höfðu sent tilkynningar beint til sóttvarnalæknis um dauðsföll vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs. Samtals hefur þannig borist 101 tilkynning um andlát til sóttvarnalæknis á ofangreindu tímabili. Árið 2020 voru tvö andlát ekki tilkynnt og árið 2022 voru 50 andlát ekki tilkynnt miðað við dánarvottorð. Skýringin á því að ekki voru öll dauðsföll tilkynnt beint til sóttvarnalæknis á þessu ári er sú að ekki var óskað eftir því fyrr í lok febrúar 2022 að allar heilbrigðisstofnanir sendu slíkar tilkynningar. Hjúkrunarheimili voru því ekki að senda tilkynningar beint til sóttvarnalæknis í byrjun árs og hafa ekki öll haft tök á að senda þær. Hjúkrunarheimilin og sóttvarnalæknir hafa verið meðvituð um þetta misræmi og að endanlegur fjöldi COVID-19 tengdra dauðsfalla lægi ekki fyrir fyrr en eftir yfirferð dánarvottorða,“ segir á vef Landlæknis, en stofnanir eru þar áfram beðnar um að tilkynna dauðsföll vegna Covid-19 beint til sóttvarnalæknis. Í apríl voru átján andlát tilkynnt og eitt það sem af er maímánuði. Umframdauðsföll Ennfremur segir að líkt á áður hafi komið fram þá sé áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar er fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. „Þegar umframdauðsföll eru skoðuð með þessum hætti á Íslandi sést marktæk aukning í mars árið 2022 hjá einstaklingum eldri en 70 ára en ekki sést aukning fyrir heildarfjölda andláta. Hins vegar sást marktæk fækkun andláta hjá eldri en 70 ára árin 2020 og 2021 (sjá frétt á vef embættisins 28. apríl sl.). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti nýlega þeirra úttekt á umframdauðsföllum í heiminum á tímum COVID-19 fyrir árin 2020 og 2021 og skv. þeirra mati voru dauðsföll stórlega vantalin en misjafnlega mikið eftir löndum/svæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Frá þessu segir á vef Embættis landlæknisni, en um er að ræða andlát þar sem Covid-19 hefur greinst innan 28 daga fyrir andlátið og valdið dauða viðkomandi samkvæmt dánarvottorði. Þar er útskýrt að dánarvottorð berist að jafnaði ekki til landlæknis fyrr en mörgum vikum eftir andlát og séu því ekki hentug til að fylgjast með dánarorsökum í rauntíma. „Sjúkrahús höfðu sent tilkynningar beint til sóttvarnalæknis um dauðsföll vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs. Samtals hefur þannig borist 101 tilkynning um andlát til sóttvarnalæknis á ofangreindu tímabili. Árið 2020 voru tvö andlát ekki tilkynnt og árið 2022 voru 50 andlát ekki tilkynnt miðað við dánarvottorð. Skýringin á því að ekki voru öll dauðsföll tilkynnt beint til sóttvarnalæknis á þessu ári er sú að ekki var óskað eftir því fyrr í lok febrúar 2022 að allar heilbrigðisstofnanir sendu slíkar tilkynningar. Hjúkrunarheimili voru því ekki að senda tilkynningar beint til sóttvarnalæknis í byrjun árs og hafa ekki öll haft tök á að senda þær. Hjúkrunarheimilin og sóttvarnalæknir hafa verið meðvituð um þetta misræmi og að endanlegur fjöldi COVID-19 tengdra dauðsfalla lægi ekki fyrir fyrr en eftir yfirferð dánarvottorða,“ segir á vef Landlæknis, en stofnanir eru þar áfram beðnar um að tilkynna dauðsföll vegna Covid-19 beint til sóttvarnalæknis. Í apríl voru átján andlát tilkynnt og eitt það sem af er maímánuði. Umframdauðsföll Ennfremur segir að líkt á áður hafi komið fram þá sé áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar er fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. „Þegar umframdauðsföll eru skoðuð með þessum hætti á Íslandi sést marktæk aukning í mars árið 2022 hjá einstaklingum eldri en 70 ára en ekki sést aukning fyrir heildarfjölda andláta. Hins vegar sást marktæk fækkun andláta hjá eldri en 70 ára árin 2020 og 2021 (sjá frétt á vef embættisins 28. apríl sl.). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti nýlega þeirra úttekt á umframdauðsföllum í heiminum á tímum COVID-19 fyrir árin 2020 og 2021 og skv. þeirra mati voru dauðsföll stórlega vantalin en misjafnlega mikið eftir löndum/svæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?