„Ég get ekki hætt að brosa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 07:31 Luka Doncic brosti allan hringinn eftir að Dallas Mavericks rúllaði Phoenix Suns upp í hreinum úrslitaleik einvígis þeirra í nótt. AP/Matt York Boston Celtics og Dallas Mavericks tryggðu sér bæði sæti í úrslitum deildanna í NBA deildinni í körfubolta eftir sannfærandi sigra í oddaleik í nótt. Boston Celtics mætir því Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar en Dallas Mavericks spilar við Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Einvígi Boston og Miami byrjar á þriðjudaginn en einvígi Dallas og Golden State á miðvikudaginn. Luka Doncic WENT OFF in Game 7 dropping 27 points in the first half on his way to 35 points and the @dallasmavs win to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/nf9j8T9J85— NBA (@NBA) May 16, 2022 Dallas Mavericks tók heimamenn í Phoenix Suns í kennslustund í Phoenix með því að vinna oddaleik liðanna með 33 stiga mun, 123-90. „Fullt af fólki hélt að þetta yrði burst. Þau höfðu rétt fyrir sér,“ skaut Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, á spekingana eftir leikinn en heimaliðið hafði unnið fyrstu sex leiki einvígsins og Phoenix Suns var líka með besta árangurinn í deildarkeppninni. Spencer Dinwiddie set a playoff career-high with 30 points in the @dallasmavs Game 7 victory to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@SDinwiddie_25: 30 PTS, 5 3PM pic.twitter.com/KLOpaxKpK2— NBA (@NBA) May 16, 2022 Það voru hins vegar Dallas-menn og þá ekki síst Luka Doncic sem voru klárir í þetta risapróf á útivelli. Doncic hitti úr þremur fyrstu skotunum sínum og kom hlutunum á hreyfingu. Dallas var komið tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og búið að ná þrjátíu stiga forskoti í hálfleik, 57-27. „Ég get ekki hætt að brosa. Ég er bara rosalega ánægður og ef ég segi alveg eins og er þá held ég að við höfum átt þetta skilið,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. Hann var kominn með 27 stig í hálfleik eða jafnmikið og allt Suns-liðið. Luka BALLED OUT in the @dallasmavs Game 7 W #PhantomCam #MFFL 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/Nz0qCd0075— NBA (@NBA) May 16, 2022 Doncic endaði með að skora 35 stig á 30 mínútum en hann hitti úr 6 af 11 þriggja stiga skotum og var einnig með 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Spencer Dinwiddie kom einnig með 30 stig og fimm þrista af bekknum og þá var Jalen Brunson með 24 stig. Cameron Johnson var stigahæstur með 12 stig en Deven Booker (11 stig) og Chris Paul (10 stig) voru samtals með aðeins 21 stig og 6 stoðsendingar og miðherjinn Deandre Ayton skoraði bara fimm stig. Langt frá því að vera nóg í úrslitaleik eins og þessum. Jayson Tatum & Jaylen Brown combined for 42 points and 7 3-pointers in the @celtics Game 7 victory to advance to the Eastern Conference Finals! #BleedGreen@jaytatum0: 23 PTS, 6 REB, 8 AST, 5 3PM@FCHWPO: 19 PTS, 8 REB, 2 STL, 2 3PM pic.twitter.com/cBZfDWEedW— NBA (@NBA) May 16, 2022 Grant Williams skoraði 27 stig og setti niður sjö þriggja stiga körfur þegar Boston Celtics vann sannfærandi 28 stiga sigur á fráfarandi meisturum í Milwaukee Bucks, 109-81. Bucks var 3-2 yfir í einvíginu en Boston vann tvo síðustu leikina. Boston setti nýtt met í leik sjö með því að skora samtals 23 þriggja stiga körfur í leiknum. Þeir fengu 54 stigum meira úr þristum heldur en lið Milwaukee Bucks. Jayson Tatum var með 23 stig og leit á það sem áskorun þegar liðið lenti með bakið upp við vegg. „Eins og það var sárt að tapa leik fimm þá hlakkaði ég til að takast á við þessa áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og ég hef trú á mínu liði. Ég átti von á að spila svona og að liðið myndi svara með þessum hætti,“ sagði Tatum. Milwaukee var með frumkvæðið framan af leik en Boston tók öll völd í seinni leiknum sem liðið vann 61-38. Giannis Antetokounmpo gerði mikið en það dugði ekki. Hann endaði með 25 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar en virkaði útkeyrður í seinni hálfleik þegar hann hitti aðeins úr 3 af 11 skotum sínum inn í teig þar af bara 1 af 6 í lokaleikhlutanum. Jrue Holiday var með 21 stig og 8 stoðsendingar. 22 3PM by #BleedGreen in Game 7pic.twitter.com/Znymm46J2Y— NBA (@NBA) May 15, 2022 NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Boston Celtics mætir því Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar en Dallas Mavericks spilar við Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Einvígi Boston og Miami byrjar á þriðjudaginn en einvígi Dallas og Golden State á miðvikudaginn. Luka Doncic WENT OFF in Game 7 dropping 27 points in the first half on his way to 35 points and the @dallasmavs win to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/nf9j8T9J85— NBA (@NBA) May 16, 2022 Dallas Mavericks tók heimamenn í Phoenix Suns í kennslustund í Phoenix með því að vinna oddaleik liðanna með 33 stiga mun, 123-90. „Fullt af fólki hélt að þetta yrði burst. Þau höfðu rétt fyrir sér,“ skaut Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, á spekingana eftir leikinn en heimaliðið hafði unnið fyrstu sex leiki einvígsins og Phoenix Suns var líka með besta árangurinn í deildarkeppninni. Spencer Dinwiddie set a playoff career-high with 30 points in the @dallasmavs Game 7 victory to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@SDinwiddie_25: 30 PTS, 5 3PM pic.twitter.com/KLOpaxKpK2— NBA (@NBA) May 16, 2022 Það voru hins vegar Dallas-menn og þá ekki síst Luka Doncic sem voru klárir í þetta risapróf á útivelli. Doncic hitti úr þremur fyrstu skotunum sínum og kom hlutunum á hreyfingu. Dallas var komið tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og búið að ná þrjátíu stiga forskoti í hálfleik, 57-27. „Ég get ekki hætt að brosa. Ég er bara rosalega ánægður og ef ég segi alveg eins og er þá held ég að við höfum átt þetta skilið,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. Hann var kominn með 27 stig í hálfleik eða jafnmikið og allt Suns-liðið. Luka BALLED OUT in the @dallasmavs Game 7 W #PhantomCam #MFFL 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/Nz0qCd0075— NBA (@NBA) May 16, 2022 Doncic endaði með að skora 35 stig á 30 mínútum en hann hitti úr 6 af 11 þriggja stiga skotum og var einnig með 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Spencer Dinwiddie kom einnig með 30 stig og fimm þrista af bekknum og þá var Jalen Brunson með 24 stig. Cameron Johnson var stigahæstur með 12 stig en Deven Booker (11 stig) og Chris Paul (10 stig) voru samtals með aðeins 21 stig og 6 stoðsendingar og miðherjinn Deandre Ayton skoraði bara fimm stig. Langt frá því að vera nóg í úrslitaleik eins og þessum. Jayson Tatum & Jaylen Brown combined for 42 points and 7 3-pointers in the @celtics Game 7 victory to advance to the Eastern Conference Finals! #BleedGreen@jaytatum0: 23 PTS, 6 REB, 8 AST, 5 3PM@FCHWPO: 19 PTS, 8 REB, 2 STL, 2 3PM pic.twitter.com/cBZfDWEedW— NBA (@NBA) May 16, 2022 Grant Williams skoraði 27 stig og setti niður sjö þriggja stiga körfur þegar Boston Celtics vann sannfærandi 28 stiga sigur á fráfarandi meisturum í Milwaukee Bucks, 109-81. Bucks var 3-2 yfir í einvíginu en Boston vann tvo síðustu leikina. Boston setti nýtt met í leik sjö með því að skora samtals 23 þriggja stiga körfur í leiknum. Þeir fengu 54 stigum meira úr þristum heldur en lið Milwaukee Bucks. Jayson Tatum var með 23 stig og leit á það sem áskorun þegar liðið lenti með bakið upp við vegg. „Eins og það var sárt að tapa leik fimm þá hlakkaði ég til að takast á við þessa áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og ég hef trú á mínu liði. Ég átti von á að spila svona og að liðið myndi svara með þessum hætti,“ sagði Tatum. Milwaukee var með frumkvæðið framan af leik en Boston tók öll völd í seinni leiknum sem liðið vann 61-38. Giannis Antetokounmpo gerði mikið en það dugði ekki. Hann endaði með 25 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar en virkaði útkeyrður í seinni hálfleik þegar hann hitti aðeins úr 3 af 11 skotum sínum inn í teig þar af bara 1 af 6 í lokaleikhlutanum. Jrue Holiday var með 21 stig og 8 stoðsendingar. 22 3PM by #BleedGreen in Game 7pic.twitter.com/Znymm46J2Y— NBA (@NBA) May 15, 2022
NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira