Tatum tryggði Celtics oddaleik og Stríðsmennirnir komust í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 09:31 Jayson Tatum fór fyrir liði Boston Celtics í nótt. Stacy Revere/Getty Images Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar. Gestirnir frá Boston voru með bakið upp við vegg fyrir leik næturinnar og máttu ekki við tapi ef liðið ætlaði sér ekki í sumarfrí. Jafnræði var með liðunum, en gestirnir virtust þó alltaf standa hálfu skrefi framar. Þeir náðu svo upp góðu forskoti í öðrum leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 53-43. Liðið lét það forskot aldrei af hendi og gestirnir frá Boston unnu að lokum lífsnauðsynlegan 13 stiga sigur, 108-95. Jayson Tatum var eins og áður segir allt í öllu í liði Boston, en hann skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Milwaukee átti Giannis Antetokounmpo sannkallaðan tröllaleik, en það dugði ekki til. Hann skoraði 44 stig, tók 20 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tatum erupts for 46. Celtics force Game 7. pic.twitter.com/wmCCS0evkm— NBA (@NBA) May 14, 2022 Í hinum leik næturinnar unnu Stríðsmennirnir frá Golden State 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies og tryggðu sér þannig sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en heimamenn tóku yfir í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu32 stig gegn aðeins 19 stigum gestanna og lokatölur urðu 110-96. Klay Thompson var atkvæðamestur í sóknarleik Golden State með 30 stig, en á eftir honum kom Steph Curry með 29. Í liði Memphis var það Dillon Brooks sem var fremstur meðal jafningja með 30 stig. Game. 6. Klay.@KlayThompson's 30 points and 8 threes power the @warriors to the West Finals! pic.twitter.com/kEdAgdyCmt— NBA (@NBA) May 14, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Gestirnir frá Boston voru með bakið upp við vegg fyrir leik næturinnar og máttu ekki við tapi ef liðið ætlaði sér ekki í sumarfrí. Jafnræði var með liðunum, en gestirnir virtust þó alltaf standa hálfu skrefi framar. Þeir náðu svo upp góðu forskoti í öðrum leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 53-43. Liðið lét það forskot aldrei af hendi og gestirnir frá Boston unnu að lokum lífsnauðsynlegan 13 stiga sigur, 108-95. Jayson Tatum var eins og áður segir allt í öllu í liði Boston, en hann skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Milwaukee átti Giannis Antetokounmpo sannkallaðan tröllaleik, en það dugði ekki til. Hann skoraði 44 stig, tók 20 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tatum erupts for 46. Celtics force Game 7. pic.twitter.com/wmCCS0evkm— NBA (@NBA) May 14, 2022 Í hinum leik næturinnar unnu Stríðsmennirnir frá Golden State 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies og tryggðu sér þannig sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en heimamenn tóku yfir í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu32 stig gegn aðeins 19 stigum gestanna og lokatölur urðu 110-96. Klay Thompson var atkvæðamestur í sóknarleik Golden State með 30 stig, en á eftir honum kom Steph Curry með 29. Í liði Memphis var það Dillon Brooks sem var fremstur meðal jafningja með 30 stig. Game. 6. Klay.@KlayThompson's 30 points and 8 threes power the @warriors to the West Finals! pic.twitter.com/kEdAgdyCmt— NBA (@NBA) May 14, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira