Liverpool bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. maí 2022 18:42 Sigurmarkið í uppsiglingu. vísir/Getty Liverpool er enskur bikarmeistari í fyrsta sinn í sextán ár og tvöfaldur bikarmeistari á tímabilinu eftir að hafa áður unnið deildabikarinn. Liverpool og Chelsea áttust við í úrslitaleiknum á Wembley í dag. Liverpool varð fyrir áfalli eftir rúmlega hálftíma leik þegar Mohamed Salah þurfti að fara af velli vegna meiðsla en Diogo Jota kom inn í hans stað. Liverpool hafði annars byrjað leikinn af miklum krafti en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Bæði lið komust nálægt því að skora í síðari hálfleiknum en vinstri bakverðirnir Marcos Alonso og Andy Robertson áttu báðir skot sem höfnuðu í marksúlunum. Ekkert mark var þó skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var afar dauf og virtust bæði lið vera farin að undirbúa sig fyrir vítaspyrnukeppni enda fór það svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Liverpool að lokum betur en Cesar Azpilicueta, Sadio Mane og Mason Mount brenndu allir af vítaspyrnu og lauk leiknum að lokum með 6-5 sigri Liverpool. Pens: Kostas Tsimikas...WINS US THE FA CUP!!!!!!! #LFC: #CFC: #EmiratesFACup— Liverpool FC (@LFC) May 14, 2022 Enski boltinn
Liverpool er enskur bikarmeistari í fyrsta sinn í sextán ár og tvöfaldur bikarmeistari á tímabilinu eftir að hafa áður unnið deildabikarinn. Liverpool og Chelsea áttust við í úrslitaleiknum á Wembley í dag. Liverpool varð fyrir áfalli eftir rúmlega hálftíma leik þegar Mohamed Salah þurfti að fara af velli vegna meiðsla en Diogo Jota kom inn í hans stað. Liverpool hafði annars byrjað leikinn af miklum krafti en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Bæði lið komust nálægt því að skora í síðari hálfleiknum en vinstri bakverðirnir Marcos Alonso og Andy Robertson áttu báðir skot sem höfnuðu í marksúlunum. Ekkert mark var þó skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var afar dauf og virtust bæði lið vera farin að undirbúa sig fyrir vítaspyrnukeppni enda fór það svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Liverpool að lokum betur en Cesar Azpilicueta, Sadio Mane og Mason Mount brenndu allir af vítaspyrnu og lauk leiknum að lokum með 6-5 sigri Liverpool. Pens: Kostas Tsimikas...WINS US THE FA CUP!!!!!!! #LFC: #CFC: #EmiratesFACup— Liverpool FC (@LFC) May 14, 2022
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti