Taktu þitt pláss, ÞÚ skiptir máli Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, Svanur Gísli Þorkelsson, Vania Cristína Leite Lopes og Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifa 13. maí 2022 14:21 Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boðaðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú! Þú kjósandi góður ert aðalnúmerið, á kjördag tekur þú ákvörðun um það hverjum þú ætlar að treysta til þess að halda með þér og þínum skoðunum næstu fjögur árin. Vilt þú hafa eitthvað að segja varðandi ákvarðanir í umdeildum málum sbr. mengandi stóriðju eða öryggisvistun í Reykjanesbæ nú eða að allt rusl af suðuvesturhorninu verði brennt í Helguvík? Þá eigum við samleið þar sem við viljum gefa íbúum rödd með bindandi kosningum um málefnin sem eru umdeild. Vilt þú kjósandi góður styðja við foreldra og börn með því að gefa þeim rödd og málsvara í samskiptum við stjórnsýslustigið sem getur verið flókið fyrir t.d. fólk af erlendum uppruna sem veit ekki hvert ætti að leita eða hvaða rétt það hefur. Þá eigum við samleið því Píratar og óháðir vilja koma á fót stöðu umboðsmanns foreldra barna í leik – og grunnskólum. Þekkir þú einhvern eða er einhver þér nákominn sem þarf á virkni að halda, er jafnvel illa staddur félagslega en hefur ekkert úrræði að leita til? Þá eigum við samleið því við teljum brýnt að það séu margar mismunandi og ólíkar leiðir til að þjónusta þennan hóp sem er eins fjölbreyttur og einstaklingarnir sem í honum eru, þurfum að sníða þjónustuna að þörfum þessa hóps en ekki að þörfum sérfræðinganna. Þurfum að koma á alvöru NPA úrræði sem miðast við þjónustuþegana en ekki sérfræðingana. Viltu anda að þér mengun frá umhverfinu sem skaðar heilsu fólks? Viltu efla stóriðju á kostnað nýsköpunar og sprotafyrirtækja t.d. á sviði matvæla- og lyfjaframleiðslu? Ef þú vilt ekki mengandi stóriðju þá áttu svo sannarlega samleið með okkur Pírötum og óháðum því við munum ALDREI samþykkja mengandi iðnað í Helguvík og ef slíkt kæmi inná borð eru það íbúarnir sem eiga að kjósa um slíkt málefni í bindandi kosningu. Eigum við að markaðssetja bæinn okkar betur sem þann flotta menningarbæ sem hann er? Píratar og óháðir vilja stofna menningarsetur þar sem nýtt bókasafn og byggðasafn yrði undir einu þaki, þar yrði líka til rými fyrir listsköpun hinna ýmsu hópa, þar gætu t.d. kórar/sönghópar fengið aðstöðu til æfinga, rými til að geyma hluti sem slíku starfi fylgir, þar gætu „bílskúrsbönd“ fengið að æfa og íbúar bæði innlendir og þeir sem eru af erlendum uppruna gætu komið saman og unnið að listsköpun sameiginlega og þannig kynnst hverjir öðrum. Vilt þú kjósandi góður eiga möguleika á öruggu húsnæði? Húsnæði sem verður ekki selt ofan af þér eða leigan hækkuð eftir arðsemiskröfu eigenda? Þá eru Píratar og óháðir þér sammála því við viljum styðja við óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd líkt og Íbúðarfélag Suðurnesja hsf. hefur barist fyrir að koma á laggirnar. Einnig teljum við mikilvægt að Reykjanesbær fjölgi félagslegu húsnæði þar sem ríflega 200 manns eru á biðlista eftir slíku húsnæði og sveitarfélögum ber skylda til samkvæmt lögum að bjóða fólki félagslegt húsnæði sem getur ekki sjálft eignast þak yfir höfuðið eða leigt dýrt og óöruggt húsnæði. Píratar og óháðir vilja að elsta stig leikskóla verði gjaldfrjálst enda viðurkennt sem fyrsta skólastigið. Leikskólar ættu að taka við börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða og heimilin ættu aðeins að greiða eitt gjald óháð fjölda barna á leikskóla, það er kjarabót fyrir fjölskyldur bæjarins. Það þarf að styrkja vel og styðja íþrótta – og tómstundastarf barna, þá eigum við einnig við tónlistarnám barna sem er dýrt og ekki á færi allra heimila að fjármagna en það er mismunun gagnvart börnum sem eiga að geta stundað svona tómstundir óháð efnahag foreldra. Nýju farsældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót setja skyldur á sveitarfélög að verða barnvæn og samkvæmt því þá ættu sveitarfélögin einmitt að styðja heimilin varðandi íþróttir og tómstundastarf barna. Að styrkja sérstaklega íþróttafélögin hefur bærinn gert bæði hvað varðar árleg framlög svo og varðandi covid viðspyrnu sem er vel en sveitarfélagið á að styðja og styrkja öll íþróttafélög þ.m.t NES íþróttafélag en þeir hafa ekki einu sinni haft fjármagn til þess að ráða fótboltaþjálfara og einmitt fyrir þann hóp sem svo sannarlega þarf á slíku starfi að halda. Það er svo mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi, óháð kyni, uppruna eða fötlunar. Ef þú ert sammála þessum áherslum, þá eigum við Píratar og óháðir svo sannarlega samleið með þér. En umfram allt kjósandi góður, taktu þátt í kosningum, stattu með sjálfum þér og mundu að ÞÚ skiptir máli. Höfundar eru á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir 1. sæti Margrét Sigrún Þórólfsdóttir 2. sæti Svanur Gísli Þorkelsson 3. sæti Vania Cristína Leite Lopes 4. sæti Daníel Freyr Rögnvaldsson 5. sæti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boðaðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú! Þú kjósandi góður ert aðalnúmerið, á kjördag tekur þú ákvörðun um það hverjum þú ætlar að treysta til þess að halda með þér og þínum skoðunum næstu fjögur árin. Vilt þú hafa eitthvað að segja varðandi ákvarðanir í umdeildum málum sbr. mengandi stóriðju eða öryggisvistun í Reykjanesbæ nú eða að allt rusl af suðuvesturhorninu verði brennt í Helguvík? Þá eigum við samleið þar sem við viljum gefa íbúum rödd með bindandi kosningum um málefnin sem eru umdeild. Vilt þú kjósandi góður styðja við foreldra og börn með því að gefa þeim rödd og málsvara í samskiptum við stjórnsýslustigið sem getur verið flókið fyrir t.d. fólk af erlendum uppruna sem veit ekki hvert ætti að leita eða hvaða rétt það hefur. Þá eigum við samleið því Píratar og óháðir vilja koma á fót stöðu umboðsmanns foreldra barna í leik – og grunnskólum. Þekkir þú einhvern eða er einhver þér nákominn sem þarf á virkni að halda, er jafnvel illa staddur félagslega en hefur ekkert úrræði að leita til? Þá eigum við samleið því við teljum brýnt að það séu margar mismunandi og ólíkar leiðir til að þjónusta þennan hóp sem er eins fjölbreyttur og einstaklingarnir sem í honum eru, þurfum að sníða þjónustuna að þörfum þessa hóps en ekki að þörfum sérfræðinganna. Þurfum að koma á alvöru NPA úrræði sem miðast við þjónustuþegana en ekki sérfræðingana. Viltu anda að þér mengun frá umhverfinu sem skaðar heilsu fólks? Viltu efla stóriðju á kostnað nýsköpunar og sprotafyrirtækja t.d. á sviði matvæla- og lyfjaframleiðslu? Ef þú vilt ekki mengandi stóriðju þá áttu svo sannarlega samleið með okkur Pírötum og óháðum því við munum ALDREI samþykkja mengandi iðnað í Helguvík og ef slíkt kæmi inná borð eru það íbúarnir sem eiga að kjósa um slíkt málefni í bindandi kosningu. Eigum við að markaðssetja bæinn okkar betur sem þann flotta menningarbæ sem hann er? Píratar og óháðir vilja stofna menningarsetur þar sem nýtt bókasafn og byggðasafn yrði undir einu þaki, þar yrði líka til rými fyrir listsköpun hinna ýmsu hópa, þar gætu t.d. kórar/sönghópar fengið aðstöðu til æfinga, rými til að geyma hluti sem slíku starfi fylgir, þar gætu „bílskúrsbönd“ fengið að æfa og íbúar bæði innlendir og þeir sem eru af erlendum uppruna gætu komið saman og unnið að listsköpun sameiginlega og þannig kynnst hverjir öðrum. Vilt þú kjósandi góður eiga möguleika á öruggu húsnæði? Húsnæði sem verður ekki selt ofan af þér eða leigan hækkuð eftir arðsemiskröfu eigenda? Þá eru Píratar og óháðir þér sammála því við viljum styðja við óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd líkt og Íbúðarfélag Suðurnesja hsf. hefur barist fyrir að koma á laggirnar. Einnig teljum við mikilvægt að Reykjanesbær fjölgi félagslegu húsnæði þar sem ríflega 200 manns eru á biðlista eftir slíku húsnæði og sveitarfélögum ber skylda til samkvæmt lögum að bjóða fólki félagslegt húsnæði sem getur ekki sjálft eignast þak yfir höfuðið eða leigt dýrt og óöruggt húsnæði. Píratar og óháðir vilja að elsta stig leikskóla verði gjaldfrjálst enda viðurkennt sem fyrsta skólastigið. Leikskólar ættu að taka við börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða og heimilin ættu aðeins að greiða eitt gjald óháð fjölda barna á leikskóla, það er kjarabót fyrir fjölskyldur bæjarins. Það þarf að styrkja vel og styðja íþrótta – og tómstundastarf barna, þá eigum við einnig við tónlistarnám barna sem er dýrt og ekki á færi allra heimila að fjármagna en það er mismunun gagnvart börnum sem eiga að geta stundað svona tómstundir óháð efnahag foreldra. Nýju farsældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót setja skyldur á sveitarfélög að verða barnvæn og samkvæmt því þá ættu sveitarfélögin einmitt að styðja heimilin varðandi íþróttir og tómstundastarf barna. Að styrkja sérstaklega íþróttafélögin hefur bærinn gert bæði hvað varðar árleg framlög svo og varðandi covid viðspyrnu sem er vel en sveitarfélagið á að styðja og styrkja öll íþróttafélög þ.m.t NES íþróttafélag en þeir hafa ekki einu sinni haft fjármagn til þess að ráða fótboltaþjálfara og einmitt fyrir þann hóp sem svo sannarlega þarf á slíku starfi að halda. Það er svo mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi, óháð kyni, uppruna eða fötlunar. Ef þú ert sammála þessum áherslum, þá eigum við Píratar og óháðir svo sannarlega samleið með þér. En umfram allt kjósandi góður, taktu þátt í kosningum, stattu með sjálfum þér og mundu að ÞÚ skiptir máli. Höfundar eru á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir 1. sæti Margrét Sigrún Þórólfsdóttir 2. sæti Svanur Gísli Þorkelsson 3. sæti Vania Cristína Leite Lopes 4. sæti Daníel Freyr Rögnvaldsson 5. sæti
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun