Það skiptir máli hver stjórnar – þess vegna þurfum við Vg í bæjarstjórn Árborgar Sigurður Torfi Sigurðsson, Guðbjörg Grímsdóttir, Jón Özur Snorrason, Sædís Ósk Harðardóttir og Guðrún Runólfsdóttir skrifa 13. maí 2022 13:41 Það styttist í kosningar. Hér í Árborg eru í boði sex framboð sem öll eru með frambærilegt fólk á sínum listum. Allir vilja samfélaginu vel. Oft er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að setja X við listabókstaf á kjördag. Þess vegna er mikilvægt að ígrunda vel og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og hversu trúverðugir þeir eru. Loforð og efndir fara ekki alltaf saman og því skiptir máli hverjir fara með völdin að kosningum loknum. Í Árborg hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að innviðir samfélagsins hafa ekki fylgt eftir í sama hlutfalli og því er mikilvægt að breyta. Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp skýra framtíðarsýn, hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar í náinni framtíð? Það er ekki nóg að grípa til bráðabirgðalausna heldur verður að móta skýra stefnu til margra ára og fylgja henni eftir. Í hraði uppbyggingar er eins og hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf sveitarfélagið að vera öflugur stjórnandi og gæta þarf að uppbyggingin sé í samræmi við sérkenni svæðisins. Í því samhengi þarf að fylgja gildandi skipulagi en jafnframt að það sé í takt við það sem fyrir er á svæðinu. Þar þarf að taka tillit til ýmissa sérkenna t.d. útlit og stærð bygginga, náttúru og menningarminja. Hafa þarf í huga að miklar framkvæmdir og breytingar á umhverfi hafa oftast óafturkræf áhrif. Eitt af forgangsmálum komandi kjörtímabils verður að byggja upp þjónustu og innviði sveitarfélagsins í takt við íbúafjölgun og í sátt við umhverfið. Það skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar í öllum málaflokkum og hafa jafnrétti, jöfnuð og umhverfismál að leiðarljósi í ört stækkandi sveitarfélagi. Við í Vinstri grænum horfum bjartsýn til framtíðar því stefnumál okkar eru skýr: Áhersla er lögð á fjölskylduvænt, réttlátt og umhverfisvænt samfélag þar sem allir íbúar Árborgar sitja við sama borð. Það skiptir máli hver stjórnar og því teljum við mikilvægt að Vinstri græn nái góðum árangri í þessum kosningum. Þess vegna óskum við eftir þínum stuðningi á kjördag, svo við getum komið stefnumálum okkar í framkvæmd, sveitarfélaginu Árborg til heilla. Kjósum V á kjördag Sigurður Torfi Sigurðsson, 1. sæti Vinstri grænna Guðbjörg Grímsdóttir, 2. sæti Vinstri grænna Jón Özur Snorrason, 3.sæti Vinstri grænna Sædís Ósk Harðardóttir, 4. sæti Vinstri grænna Guðrún Runólfsdóttir, 5.sæti Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar. Hér í Árborg eru í boði sex framboð sem öll eru með frambærilegt fólk á sínum listum. Allir vilja samfélaginu vel. Oft er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að setja X við listabókstaf á kjördag. Þess vegna er mikilvægt að ígrunda vel og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og hversu trúverðugir þeir eru. Loforð og efndir fara ekki alltaf saman og því skiptir máli hverjir fara með völdin að kosningum loknum. Í Árborg hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að innviðir samfélagsins hafa ekki fylgt eftir í sama hlutfalli og því er mikilvægt að breyta. Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp skýra framtíðarsýn, hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar í náinni framtíð? Það er ekki nóg að grípa til bráðabirgðalausna heldur verður að móta skýra stefnu til margra ára og fylgja henni eftir. Í hraði uppbyggingar er eins og hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf sveitarfélagið að vera öflugur stjórnandi og gæta þarf að uppbyggingin sé í samræmi við sérkenni svæðisins. Í því samhengi þarf að fylgja gildandi skipulagi en jafnframt að það sé í takt við það sem fyrir er á svæðinu. Þar þarf að taka tillit til ýmissa sérkenna t.d. útlit og stærð bygginga, náttúru og menningarminja. Hafa þarf í huga að miklar framkvæmdir og breytingar á umhverfi hafa oftast óafturkræf áhrif. Eitt af forgangsmálum komandi kjörtímabils verður að byggja upp þjónustu og innviði sveitarfélagsins í takt við íbúafjölgun og í sátt við umhverfið. Það skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar í öllum málaflokkum og hafa jafnrétti, jöfnuð og umhverfismál að leiðarljósi í ört stækkandi sveitarfélagi. Við í Vinstri grænum horfum bjartsýn til framtíðar því stefnumál okkar eru skýr: Áhersla er lögð á fjölskylduvænt, réttlátt og umhverfisvænt samfélag þar sem allir íbúar Árborgar sitja við sama borð. Það skiptir máli hver stjórnar og því teljum við mikilvægt að Vinstri græn nái góðum árangri í þessum kosningum. Þess vegna óskum við eftir þínum stuðningi á kjördag, svo við getum komið stefnumálum okkar í framkvæmd, sveitarfélaginu Árborg til heilla. Kjósum V á kjördag Sigurður Torfi Sigurðsson, 1. sæti Vinstri grænna Guðbjörg Grímsdóttir, 2. sæti Vinstri grænna Jón Özur Snorrason, 3.sæti Vinstri grænna Sædís Ósk Harðardóttir, 4. sæti Vinstri grænna Guðrún Runólfsdóttir, 5.sæti Vinstri grænna
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun