Kæru Hvergerðingar Sandra Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 13:50 Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni. Það er okkur hjartans mál að íbúar Hveragerðisbæjar kynni sér málefnin, fyrir hvað flokkarnir standa og hvernig staða mála er í Hveragerði. Eina sem við í Okkar Hveragerði biðjum um er að allir taki upplýsta ákvörðun, mæti á kjörstað og setji x við þann flokk sem þeir treysta best til að sinna þeim störfum sem sinna þarf. Þótt sumum finnist pólitík leiðinleg þá er það einu sinni svo að pólitískar ákvarðanir hafa svo mikil áhrif á okkar daglega líf að það er ábyrgðarhluti að láta sig það engu eða litlu varða. Pólitík er heldur ekki trúarbrögð og þrátt fyrir að mamma og pabbi og jafnvel afi og amma hafi ákveðnar skoðanir er maður ekki skuldbundinn til þess að hafa sömu skoðun. Við erum jú spendýr og hættir oft til hjarðhegðunar, en það má skipta um skoðun og það má stíga út fyrir það norm sem við höfum vanist að vera í. Hreyfiafl breytinga og þróunar eru þeir sem hugsa út fyrir kassan og gera ekki alltaf það sama, og í kosningum eru það þeir sem kjósa ekki alltaf það sama. Í Hveragerði eru tækifæri til vaxtar, við búum í fallegum bæ með auðlindir á heimsmælikvarða og dásamlega íbúa sem saman skapa góðan bæjarbrag. Hveragerði er ekkert án allra þessara íbúa sem gera bæinn að því sem hann er. Menningin og samfélagið sem við mótum er íbúunum að þakka. Stjórnsýslan er þar ekkert frábrugðin, við þurfum alla flóruna þar, við þurfum fjölbreytileika, nýliðun, ferska sýn og umfram allt fagleg vinnubrögð, skýra verkferla og vandaða stjórnsýslu. Í sveitarstjórnarlögum er alveg skýrt að það er hlutverk bæjarstjórnar að taka ákvarðanir og reka bæjarfélagið. Hlutverk bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra er að sjá til þess að tannhjólið virki, reglum og verkefnum sem bæjarstjórn setur sé framfylgt, en ekki að vera tannhjólið sjálft. Á lista Okkar Hveragerðis er góð blanda Hvergerðinga, sumir hafa alist hér upp, aðrir hafa sest hér að síðar á lífsleiðinni. Allir eiga það sameiginlegt að vilja búa hér og hjálpast að við að gera okkar ágæta bæ enn betri. Við viljum móta skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Hveragerði okkar allra og við viljum hafa íbúa með í ráðum. Það er nefnilega þannig að mannauður er dýrmætasta auðlindin okkar. Þá auðlind verðum við að nýta betur, því góðar hugmyndir geta svo sannarlega komið úr öllum áttum. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni. Það er okkur hjartans mál að íbúar Hveragerðisbæjar kynni sér málefnin, fyrir hvað flokkarnir standa og hvernig staða mála er í Hveragerði. Eina sem við í Okkar Hveragerði biðjum um er að allir taki upplýsta ákvörðun, mæti á kjörstað og setji x við þann flokk sem þeir treysta best til að sinna þeim störfum sem sinna þarf. Þótt sumum finnist pólitík leiðinleg þá er það einu sinni svo að pólitískar ákvarðanir hafa svo mikil áhrif á okkar daglega líf að það er ábyrgðarhluti að láta sig það engu eða litlu varða. Pólitík er heldur ekki trúarbrögð og þrátt fyrir að mamma og pabbi og jafnvel afi og amma hafi ákveðnar skoðanir er maður ekki skuldbundinn til þess að hafa sömu skoðun. Við erum jú spendýr og hættir oft til hjarðhegðunar, en það má skipta um skoðun og það má stíga út fyrir það norm sem við höfum vanist að vera í. Hreyfiafl breytinga og þróunar eru þeir sem hugsa út fyrir kassan og gera ekki alltaf það sama, og í kosningum eru það þeir sem kjósa ekki alltaf það sama. Í Hveragerði eru tækifæri til vaxtar, við búum í fallegum bæ með auðlindir á heimsmælikvarða og dásamlega íbúa sem saman skapa góðan bæjarbrag. Hveragerði er ekkert án allra þessara íbúa sem gera bæinn að því sem hann er. Menningin og samfélagið sem við mótum er íbúunum að þakka. Stjórnsýslan er þar ekkert frábrugðin, við þurfum alla flóruna þar, við þurfum fjölbreytileika, nýliðun, ferska sýn og umfram allt fagleg vinnubrögð, skýra verkferla og vandaða stjórnsýslu. Í sveitarstjórnarlögum er alveg skýrt að það er hlutverk bæjarstjórnar að taka ákvarðanir og reka bæjarfélagið. Hlutverk bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra er að sjá til þess að tannhjólið virki, reglum og verkefnum sem bæjarstjórn setur sé framfylgt, en ekki að vera tannhjólið sjálft. Á lista Okkar Hveragerðis er góð blanda Hvergerðinga, sumir hafa alist hér upp, aðrir hafa sest hér að síðar á lífsleiðinni. Allir eiga það sameiginlegt að vilja búa hér og hjálpast að við að gera okkar ágæta bæ enn betri. Við viljum móta skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Hveragerði okkar allra og við viljum hafa íbúa með í ráðum. Það er nefnilega þannig að mannauður er dýrmætasta auðlindin okkar. Þá auðlind verðum við að nýta betur, því góðar hugmyndir geta svo sannarlega komið úr öllum áttum. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar