Embiid gagnrýndi Harden: „Fengum ekki Houston Harden“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 13:31 Joel Embiid og James Harden áttu að mynda eitt besta tvíeyki NBA-deildarinnar. Það rættist allavega ekki í vetur. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid talaði ekki undir rós eftir að Philadelphia 76ers féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildar NBA og gagnrýndi samherja sinn, James Harden. Sixers fékk Harden í staðinn fyrir Ben Simmons og vonaðist til að það yrði til þess að liðið kæmist loksins í úrslit Austurdeildarinnar. Sú varð ekki raunin því Sixers tapaði fyrir Miami Heat, 4-2, í undanúrslitunum. Miami vann sjötta leik liðanna í nótt, 90-99. Harden gerði lítið í leiknum, tók bara níu skot, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Hann endaði með ellefu stig, fjögur fráköst og níu stoðsendingar. Embiid var ekki sáttur með framlag Hardens í leiknum, sé síðan hann kom til Sixers. „Síðan við fengum hann bjuggust allir við að við fengjum að sjá Houston James Harden. En hann er ekki þannig lengur. Hann er meiri leikstjórnandi. Mér fannst eins og hann, og við allir, hefðum getað verið ágengari. Allir okkar, hvort sem það voru Tyrese [Maxey], Tobias [Harris] eða strákarnir sem komu af bekknum,“ sagði Embiid. Kamerúnski miðherjinn átti alls ekki góðan leik í nótt, skoraði aðeins tuttugu stig og klikkaði á sautján af 24 skotum sínum. Hann viðurkenndi að Miami hefði verðskuldað að vinna einvígið. „Allir verða að gera betur. Þetta snýst ekki bara um mig eða Harden. Þegar litið er á allan leikmannahópinn er ástæða fyrir því að við töpuðum fyrir Miami. Við vorum ekki nógu góðir og allir verða að bæta sig,“ sagði Embiid og bætti við að Sixers þyrfti fleiri harðhausa og nefndi sem dæmi PJ Tucker, leikmann Miami. Í deildarkeppninni var Embiid með 30,6 stig, 11,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni lækkuðu tölurnar hressilega þótt meiðsli hafi vissulega sitt strik í reikning Kamerúnans. Í níu leikjum í úrslitakeppninni var Embiid með 24 stig, 10,6 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Sixers fékk Harden í staðinn fyrir Ben Simmons og vonaðist til að það yrði til þess að liðið kæmist loksins í úrslit Austurdeildarinnar. Sú varð ekki raunin því Sixers tapaði fyrir Miami Heat, 4-2, í undanúrslitunum. Miami vann sjötta leik liðanna í nótt, 90-99. Harden gerði lítið í leiknum, tók bara níu skot, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Hann endaði með ellefu stig, fjögur fráköst og níu stoðsendingar. Embiid var ekki sáttur með framlag Hardens í leiknum, sé síðan hann kom til Sixers. „Síðan við fengum hann bjuggust allir við að við fengjum að sjá Houston James Harden. En hann er ekki þannig lengur. Hann er meiri leikstjórnandi. Mér fannst eins og hann, og við allir, hefðum getað verið ágengari. Allir okkar, hvort sem það voru Tyrese [Maxey], Tobias [Harris] eða strákarnir sem komu af bekknum,“ sagði Embiid. Kamerúnski miðherjinn átti alls ekki góðan leik í nótt, skoraði aðeins tuttugu stig og klikkaði á sautján af 24 skotum sínum. Hann viðurkenndi að Miami hefði verðskuldað að vinna einvígið. „Allir verða að gera betur. Þetta snýst ekki bara um mig eða Harden. Þegar litið er á allan leikmannahópinn er ástæða fyrir því að við töpuðum fyrir Miami. Við vorum ekki nógu góðir og allir verða að bæta sig,“ sagði Embiid og bætti við að Sixers þyrfti fleiri harðhausa og nefndi sem dæmi PJ Tucker, leikmann Miami. Í deildarkeppninni var Embiid með 30,6 stig, 11,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni lækkuðu tölurnar hressilega þótt meiðsli hafi vissulega sitt strik í reikning Kamerúnans. Í níu leikjum í úrslitakeppninni var Embiid með 24 stig, 10,6 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn