Ef þú vilt breytingu í Garðabæ setur þú X við G Harpa Þorsteinsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa 13. maí 2022 10:21 Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Hvar er lýðræðið í því? Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum og gott betur en það. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn, tillögur sem sköpuðu umræður, einstaka voru samþykktar og öðrum vísað í nefndir og enn aðrar sem voru teknar og þvegnar af meirihlutanum áður en þær birtust í bæjarstjórn á ný. Hér eru brot af þeim málum sem við höfum lagt til og talað fyrir í bæjarstjórn á þessu tímabili: Hækkun hvatapeninga Hvatapeningar nýtist 4-5 ára börnum Systkina- og fjölgreinaafsláttur Ungmennahús Sundkort til ungmenna Gjaldfrjáls morgunhressing í grunnskólum Ávextir og grænmeti í boði í nestistíma grunnskóla Halda aftur af hækkunum á gjöldum á börn Tekjutenging gjalda Heilsuefling eldri borgara Aðhald í umhverfismálum Efling tónlistarskólans Samgöngur milli hverfa Útboð á endurskoðun ársreikninga Við munum halda áfram að tala fyrir frekari lífsgæðum bæjarbúa, því það sem einkennir Garðabæjarlistann er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Í störfum okkar á síðasta kjörtímabili er margt sem við höfum áorkað, eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Okkar rödd í bæjarstjórn hefur haft mikilvægt vægi og með okkar aðhaldi hefur málefnum verið haldið á lofti sem annars hefðu mögulega gleymst ofan í skúffu eða týnst á milli lína í 100 loforða bæklingi Sjálfstæðisflokksins frá því fyrir seinustu kosningar. Fleiri raddir þurfa að heyrast og við höfum metnað fyrir því að gera það áfram. Við vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G fyrir okkar samfélag! Höfundar eru bæjarfulltrúar og skipa 2. og 3. sæti Garðabæjarlistans, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Ingvar Arnarson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Hvar er lýðræðið í því? Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum og gott betur en það. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn, tillögur sem sköpuðu umræður, einstaka voru samþykktar og öðrum vísað í nefndir og enn aðrar sem voru teknar og þvegnar af meirihlutanum áður en þær birtust í bæjarstjórn á ný. Hér eru brot af þeim málum sem við höfum lagt til og talað fyrir í bæjarstjórn á þessu tímabili: Hækkun hvatapeninga Hvatapeningar nýtist 4-5 ára börnum Systkina- og fjölgreinaafsláttur Ungmennahús Sundkort til ungmenna Gjaldfrjáls morgunhressing í grunnskólum Ávextir og grænmeti í boði í nestistíma grunnskóla Halda aftur af hækkunum á gjöldum á börn Tekjutenging gjalda Heilsuefling eldri borgara Aðhald í umhverfismálum Efling tónlistarskólans Samgöngur milli hverfa Útboð á endurskoðun ársreikninga Við munum halda áfram að tala fyrir frekari lífsgæðum bæjarbúa, því það sem einkennir Garðabæjarlistann er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Í störfum okkar á síðasta kjörtímabili er margt sem við höfum áorkað, eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Okkar rödd í bæjarstjórn hefur haft mikilvægt vægi og með okkar aðhaldi hefur málefnum verið haldið á lofti sem annars hefðu mögulega gleymst ofan í skúffu eða týnst á milli lína í 100 loforða bæklingi Sjálfstæðisflokksins frá því fyrir seinustu kosningar. Fleiri raddir þurfa að heyrast og við höfum metnað fyrir því að gera það áfram. Við vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G fyrir okkar samfélag! Höfundar eru bæjarfulltrúar og skipa 2. og 3. sæti Garðabæjarlistans, X-G.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar