C þig á kjörstað Sara Dögg Svanhildardóttir, Guðlaugur Kristmundsson og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 14. maí 2022 07:00 Á laugardaginn færð þú kæri kjósandi tækifæri til að nýta kosningaréttinn. Við hvetjum þig til að mæta á kjörstað og taka þannig þátt í virku lýðræði, sýna kjörnum fulltrúum aðhald og taka afstöðu. Frambjóðendur Viðreisnar er hópur fólks sem brennur fyrir upplýstari, sanngjarnari og skilvirkari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn mun skila sér í aukinni þjónustu og velferð fyrir okkur öll. Búseta frambjóðenda er jafnt dreifð milli allra hverfa bæjarins og munum við berjast fyrir uppbyggingu og sérkennum allra hverfa. Líka gleymdu hverfanna, Urriðaholti og Álftanesi Aftur í forystu í skólamálum Við viljum fjölbreytta skóla og alvöru valfrelsi þar sem Garðabær tekur forystu á ný í skólamálum. Við viljum skólabyggingar sem er vel viðhaldið og mæta þörfum allra barna óháð námslegri eða félagslegri stöðu. Tryggja þarf að skólar bjóða upp á öflugt og eftirsóknarvert unglingastig í öllum grunnskólum sem starfa á unglingastigi og gott rými fyrir félagsstarf innan þeirra allra. Við viljum standa með starfsfólkinu okkar og gera vinnuumhverfi skólanna eftirsóknarvert. Við viljum lækka leikskólagjöld og huga betur að velferð barna meðal annars með því að bjóða upp á foreldrafræðslu og snemmtækan stuðning. Ábyrg fjármálastjórn í þágu velferðar Við viljum að Garðabær sé rekinn með ábyrgum og sjálfbærum hætti með traustum innviðum. Við viljum taka miklu stærri skref í stafrænni þróun til að efla þjónustu við íbúa og skilvirkari störf starfsmanna. Við viljum gagnsæi og lýðræði þar sem almennahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni. Við viljum tryggja hátt þjónustustig þegar kemur að velferð og velferðarþjónustu sem byggir á mannréttindum, virðingu, virkni og sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins. Við viljum að allir fái notið hæfileika sinna án tillits til fötlunar, veikinda, aldurs, atvinnuleysis eða félagslegra erfiðleika. Umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg uppbygging Við viljum fjölga valkostum fyrir íbúa Garðabæjar, hraða uppbyggingu og tryggja uppbyggingu innviða. Við viljum umhverfisvænt skipulag með lýðheilsu fólks í forgrunni, öflugum almenningssamgöngum og blómlegri og fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Við viljum samfélag þar sem íbúar, börn jafnt sem fullorðnir, komist leiða sinna á öruggan hátt og hafi alvöru valkost um vistvænar samgöngur. Fjölbreytileiki í menningu, íþróttum og tómstundum fyrir öll Við viljum skapa umhverfi þar sem íbúar og gestir geti notið menningar og lista. Við viljum samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög bæjarins sem tryggir þeim tækifæri til að vaxa og þróast þannig að nýjar íþróttir eða fjölbreyttari starfsemi fái tækifæri. Það á að vera í höndum félagasamtaka eða fyrirtækja að sinna þessu starfi í samstarfi við bæinn. Við viljum vel skipulagt og uppbyggilegt íþrótta- og tómstundastarf sem eflir félagslega færni og samskipti, bætir andlega og líkamlega líðan og dregur úr áhættuhegðun barna og ungmenna í Garðabæ. Þannig veitum við besta forvörn. Ferskir vindar í Garðabæ Til þess að hleypa af stað ferskum vindum Viðreisnar um Garðabæ, þá skiptir atkvæðið þitt máli. Við viljum upplýstari, fjölbreyttari og framsæknari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn verður höfð að leiðarljósi í þágu þjónustu og velferðar fyrir okkur öll. Við viljum koma að myndun nýs meirihluta í Garðabæ. Setjum x við C og látum ferska vinda blása í Garðabæ. C þig á kjörstað. Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson, markaðsstjóri og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Guðlaugur Kristmundsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á laugardaginn færð þú kæri kjósandi tækifæri til að nýta kosningaréttinn. Við hvetjum þig til að mæta á kjörstað og taka þannig þátt í virku lýðræði, sýna kjörnum fulltrúum aðhald og taka afstöðu. Frambjóðendur Viðreisnar er hópur fólks sem brennur fyrir upplýstari, sanngjarnari og skilvirkari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn mun skila sér í aukinni þjónustu og velferð fyrir okkur öll. Búseta frambjóðenda er jafnt dreifð milli allra hverfa bæjarins og munum við berjast fyrir uppbyggingu og sérkennum allra hverfa. Líka gleymdu hverfanna, Urriðaholti og Álftanesi Aftur í forystu í skólamálum Við viljum fjölbreytta skóla og alvöru valfrelsi þar sem Garðabær tekur forystu á ný í skólamálum. Við viljum skólabyggingar sem er vel viðhaldið og mæta þörfum allra barna óháð námslegri eða félagslegri stöðu. Tryggja þarf að skólar bjóða upp á öflugt og eftirsóknarvert unglingastig í öllum grunnskólum sem starfa á unglingastigi og gott rými fyrir félagsstarf innan þeirra allra. Við viljum standa með starfsfólkinu okkar og gera vinnuumhverfi skólanna eftirsóknarvert. Við viljum lækka leikskólagjöld og huga betur að velferð barna meðal annars með því að bjóða upp á foreldrafræðslu og snemmtækan stuðning. Ábyrg fjármálastjórn í þágu velferðar Við viljum að Garðabær sé rekinn með ábyrgum og sjálfbærum hætti með traustum innviðum. Við viljum taka miklu stærri skref í stafrænni þróun til að efla þjónustu við íbúa og skilvirkari störf starfsmanna. Við viljum gagnsæi og lýðræði þar sem almennahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni. Við viljum tryggja hátt þjónustustig þegar kemur að velferð og velferðarþjónustu sem byggir á mannréttindum, virðingu, virkni og sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins. Við viljum að allir fái notið hæfileika sinna án tillits til fötlunar, veikinda, aldurs, atvinnuleysis eða félagslegra erfiðleika. Umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg uppbygging Við viljum fjölga valkostum fyrir íbúa Garðabæjar, hraða uppbyggingu og tryggja uppbyggingu innviða. Við viljum umhverfisvænt skipulag með lýðheilsu fólks í forgrunni, öflugum almenningssamgöngum og blómlegri og fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Við viljum samfélag þar sem íbúar, börn jafnt sem fullorðnir, komist leiða sinna á öruggan hátt og hafi alvöru valkost um vistvænar samgöngur. Fjölbreytileiki í menningu, íþróttum og tómstundum fyrir öll Við viljum skapa umhverfi þar sem íbúar og gestir geti notið menningar og lista. Við viljum samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög bæjarins sem tryggir þeim tækifæri til að vaxa og þróast þannig að nýjar íþróttir eða fjölbreyttari starfsemi fái tækifæri. Það á að vera í höndum félagasamtaka eða fyrirtækja að sinna þessu starfi í samstarfi við bæinn. Við viljum vel skipulagt og uppbyggilegt íþrótta- og tómstundastarf sem eflir félagslega færni og samskipti, bætir andlega og líkamlega líðan og dregur úr áhættuhegðun barna og ungmenna í Garðabæ. Þannig veitum við besta forvörn. Ferskir vindar í Garðabæ Til þess að hleypa af stað ferskum vindum Viðreisnar um Garðabæ, þá skiptir atkvæðið þitt máli. Við viljum upplýstari, fjölbreyttari og framsæknari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn verður höfð að leiðarljósi í þágu þjónustu og velferðar fyrir okkur öll. Við viljum koma að myndun nýs meirihluta í Garðabæ. Setjum x við C og látum ferska vinda blása í Garðabæ. C þig á kjörstað. Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson, markaðsstjóri og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar