Borgin fer ekki í græna átt án þíns atkvæðis Árný Elínborg Ásgeirsdóttir skrifar 12. maí 2022 16:32 Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Umhverfismál Stjórnarskrá Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun