Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að flaggað verði í hálfa stöng í landinu til að minnast hinna látnu, að því er segir í frétt BBC.
Skráður fjöldi látinna er hvergi hærra í heiminum, þó að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telji að raunverulegur fjöldi látinna kunni að vera miklu hærri í einhverjum öðrum löndum.
Alls hafa 80 milljónir Covid-tilfella verið skráð í Bandaríkjunum frá upphafi faraldursins, en íbúar Bandaríkjanna telja um 330 milljónir.
Fyrsta staðfesta Covid-tilfellið í Bandaríkjunum var skráð 20. janúar 2020 eftir að 35 ára maður flaug frá kínversku borginni Wuhan til Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna.
Í Bandaríkjunum hafa flest Covid-dauðsföll verið skráð í Kaliforníu, eða um 90 þúsund talsins. Í Texas eru dauðsföllin skráð 86 þúsund, í Flórída 74 þúsund og í New York 68 þúsund. Sé tillit tekið til höfðatölu eru dauðsföllin flest í ríkjunum Mississippi og Arizona.