Blóðug stórstjarna og varnartilþrif gerðu út af við Boston Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 07:29 Giannis Antetokounmpo átti 40 stiga leik í nótt. AP/Charles Krupa Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og Jrue Holiday varðist fullkomlega á ögurstundu þegar meistarar Milwaukee Bucks náðu að vinna Boston Celtics 110-107 og komast í 3-2 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee getur þar með tryggt sér sigur í einvíginu á heimavelli annað kvöld og komist í úrslit austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru sömuleiðis 3-2 yfir gegn Memphis Grizzlies þrátt fyrir risatap í nótt. Antetokounmpo var orðinn blóðugur í andlitinu, eftir högg frá liðsfélaga sínum Pat Connaughton, þegar hann setti niður mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 105-102. Jrue Holiday jafnaði svo metin þegar 42 sekúndur voru eftir en Boston hafði mest verið með 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. 40 POINTS for @Giannis_An34 to help the Bucks go up 3-2 in the East Semis! pic.twitter.com/dQi6lAQ31v— NBA (@NBA) May 12, 2022 Lokasekúndur leiksins voru svo afar spennandi en það sem færði Milwaukee sigurinn voru varnartaktar Holidays á síðustu tíu sekúndunum, þegar hann varði skot Marcus Smart og stal svo boltanum af honum í næstu sókn Boston. Clutch defensive plays are nothing new for Jrue. pic.twitter.com/zQIdTOyX8m— NBA (@NBA) May 12, 2022 Eins og fyrr segir skoraði Antetokounmpo alls 40 stig og hann tók 11 fráköst. Holiday skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Boston skoruðu Jayson Tatum og Jaylen Brown samtals 60 stig en nú þarf liðið að vinna í Milwaukee til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudaginn. Risasigur Skógarbjarnanna Þrátt fyrir fréttirnar slæmu af Ja Morant, leikstjórnanda Memphis Grizzlies, vann liðið risasigur á Golden State, 134-95, á heimavelli. Jaren Jackson Jr., Desmond Bane og Tyus Jones skoruðu 21 stig hver. Liðin mætast að nýju annað kvöld í San Francisco en þar hafa Stríðsmennirnir ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Klay Thompson skoraði 19 stig fyrir þá í gærkvöld, Jonathan Kuminga 17 og Stephen Curry 14. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Milwaukee getur þar með tryggt sér sigur í einvíginu á heimavelli annað kvöld og komist í úrslit austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru sömuleiðis 3-2 yfir gegn Memphis Grizzlies þrátt fyrir risatap í nótt. Antetokounmpo var orðinn blóðugur í andlitinu, eftir högg frá liðsfélaga sínum Pat Connaughton, þegar hann setti niður mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 105-102. Jrue Holiday jafnaði svo metin þegar 42 sekúndur voru eftir en Boston hafði mest verið með 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. 40 POINTS for @Giannis_An34 to help the Bucks go up 3-2 in the East Semis! pic.twitter.com/dQi6lAQ31v— NBA (@NBA) May 12, 2022 Lokasekúndur leiksins voru svo afar spennandi en það sem færði Milwaukee sigurinn voru varnartaktar Holidays á síðustu tíu sekúndunum, þegar hann varði skot Marcus Smart og stal svo boltanum af honum í næstu sókn Boston. Clutch defensive plays are nothing new for Jrue. pic.twitter.com/zQIdTOyX8m— NBA (@NBA) May 12, 2022 Eins og fyrr segir skoraði Antetokounmpo alls 40 stig og hann tók 11 fráköst. Holiday skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Boston skoruðu Jayson Tatum og Jaylen Brown samtals 60 stig en nú þarf liðið að vinna í Milwaukee til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudaginn. Risasigur Skógarbjarnanna Þrátt fyrir fréttirnar slæmu af Ja Morant, leikstjórnanda Memphis Grizzlies, vann liðið risasigur á Golden State, 134-95, á heimavelli. Jaren Jackson Jr., Desmond Bane og Tyus Jones skoruðu 21 stig hver. Liðin mætast að nýju annað kvöld í San Francisco en þar hafa Stríðsmennirnir ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Klay Thompson skoraði 19 stig fyrir þá í gærkvöld, Jonathan Kuminga 17 og Stephen Curry 14. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira