Hoppukastalinn Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar 12. maí 2022 20:02 Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur. Það er óhætt að segja að ég vissi ekkert hvað ég var búinn að koma mér í. Það var mikið fjör og á köflum kannski aðeins of mikið fjör fyrir einn fullorðinn karl, ég hafði að vísu son mínn og frænda mér til aðstoðar. Þetta var ágætlega stór hópur af börnum og virtust þau nánast öll vilja fara á sama tíma, ætli það sé ekki það sem börn eru þekkt fyrir. Nú voru góð ráð dýr mér varð ljóst að mér var smá vandi að höndum. Vandamálið var nefnilega það að svo allir kæmust að þá myndu þau þurfa að fara í hring í kastalanum. Þetta reyndist vera svoldið snúið í framkvæmd því fyrir það fyrsta vildu sum bara ekkert fara hring önnur vildu bara fá að hoppa í friði fyrir fullorðna fólkinu skiljanlega. En þetta varð þess valdandi að stífla fór að myndast og allt stefndi í meiriháttar klúður. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að fara og skakka leikinn og með eins strangan föðurlegan svip og mér tókst að setja upp fór ég á þeirra fund. Ég var núna augljóslega að trufla fjörið hjá þeim. Það er eitthvað sem manni langar helst aldrei til að gera. Þau tóku nú samt bara vel í tilmæli mín úff og reyndist þetta ekki vera neitt stórmál þó það hafi virst svo við fyrstu sýn. Hvað ætli einn fullur hoppukastali af hressum börnum geti verið mikið mál. Svo Þegar þau öll fóru hringinn í kastalanum varð þetta svo ekkert mál, fleiri bættust við og þetta gekk allt bara vel fyrir sig. Eftirá þegar ég fór aðeins að spá í þessu þá sá ég svolítið sannleikskorn leynast í þessu. Hoppukastalinn er eins og samfélagið okkar. Það vilja allir taka þátt, það vilja allir vera með og það getur verið rosalegt fjör. Stundum of mikið fjör. Vandamálin í samfélögum byrja þegar allir vilja verða fyrstir ekki fara eftir reglum gleyma sér í fjörinu og heimta svo sérmeðferð. Þá fer allt í klúður. Það verða þess vegna að vera sanngjarnar leikreglur og eftirlit með fjörinu svo enginn fari sér að voða. Það verður alltaf að vera til taks fólk sem hefur taum á gleðinni svo allt fari nú vel svo allir geti tekið þátt. Það verður að skakka leikinn þegar stefnir í óefni þó það sé erfitt eða óþægilegt. Samfélag er ekki til án fólksins. Því þið skiptið máli. Höfundur er í 5. sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur. Það er óhætt að segja að ég vissi ekkert hvað ég var búinn að koma mér í. Það var mikið fjör og á köflum kannski aðeins of mikið fjör fyrir einn fullorðinn karl, ég hafði að vísu son mínn og frænda mér til aðstoðar. Þetta var ágætlega stór hópur af börnum og virtust þau nánast öll vilja fara á sama tíma, ætli það sé ekki það sem börn eru þekkt fyrir. Nú voru góð ráð dýr mér varð ljóst að mér var smá vandi að höndum. Vandamálið var nefnilega það að svo allir kæmust að þá myndu þau þurfa að fara í hring í kastalanum. Þetta reyndist vera svoldið snúið í framkvæmd því fyrir það fyrsta vildu sum bara ekkert fara hring önnur vildu bara fá að hoppa í friði fyrir fullorðna fólkinu skiljanlega. En þetta varð þess valdandi að stífla fór að myndast og allt stefndi í meiriháttar klúður. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að fara og skakka leikinn og með eins strangan föðurlegan svip og mér tókst að setja upp fór ég á þeirra fund. Ég var núna augljóslega að trufla fjörið hjá þeim. Það er eitthvað sem manni langar helst aldrei til að gera. Þau tóku nú samt bara vel í tilmæli mín úff og reyndist þetta ekki vera neitt stórmál þó það hafi virst svo við fyrstu sýn. Hvað ætli einn fullur hoppukastali af hressum börnum geti verið mikið mál. Svo Þegar þau öll fóru hringinn í kastalanum varð þetta svo ekkert mál, fleiri bættust við og þetta gekk allt bara vel fyrir sig. Eftirá þegar ég fór aðeins að spá í þessu þá sá ég svolítið sannleikskorn leynast í þessu. Hoppukastalinn er eins og samfélagið okkar. Það vilja allir taka þátt, það vilja allir vera með og það getur verið rosalegt fjör. Stundum of mikið fjör. Vandamálin í samfélögum byrja þegar allir vilja verða fyrstir ekki fara eftir reglum gleyma sér í fjörinu og heimta svo sérmeðferð. Þá fer allt í klúður. Það verða þess vegna að vera sanngjarnar leikreglur og eftirlit með fjörinu svo enginn fari sér að voða. Það verður alltaf að vera til taks fólk sem hefur taum á gleðinni svo allt fari nú vel svo allir geti tekið þátt. Það verður að skakka leikinn þegar stefnir í óefni þó það sé erfitt eða óþægilegt. Samfélag er ekki til án fólksins. Því þið skiptið máli. Höfundur er í 5. sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar