Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 11. maí 2022 15:19 Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Vísir/Sigurjón Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag. Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 24. sæti á listanum, segir að undirskrift hennar við framboðið hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Að sögn Evu Bryndísar Helgadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, voru bæði erindi frá listanum sjálfum og Birgittu til umræðu á fundinum, sem hófst í hádeginu og lauk klukkan hálf tvö. „Við höfum rækilega farið yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður. Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi," segir Eva í samtali við fréttastofu. Listi flokksins stendur eins og lagt var upp með í upphafi þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki úrræði til að sannreyna hvort undirskriftin hafi verið fölsuð. Um sé að ræða orð gegn orði. Enn fremur væri búið að prenta út kjörseðla, samkvæmt lögum skal það gert í síðasta lagi sjö dögum fyrir kjördag, og því gætu þau ekki breytt listanum jafnvel þó þau vildu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. Á blaðamannafundi flokksins í dag kom fram að málið væri til skoðunar innan flokksins en þau vilja ekki kannast við að um falsaða undirskrift sé að ræða. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um skil E-listans á framboðslistum eftir að RÚV birti myndskeið sem tekið var hjá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Klippa: Ísland í dag - E-listinn skilar inn gögnum Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 24. sæti á listanum, segir að undirskrift hennar við framboðið hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Að sögn Evu Bryndísar Helgadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, voru bæði erindi frá listanum sjálfum og Birgittu til umræðu á fundinum, sem hófst í hádeginu og lauk klukkan hálf tvö. „Við höfum rækilega farið yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður. Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi," segir Eva í samtali við fréttastofu. Listi flokksins stendur eins og lagt var upp með í upphafi þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki úrræði til að sannreyna hvort undirskriftin hafi verið fölsuð. Um sé að ræða orð gegn orði. Enn fremur væri búið að prenta út kjörseðla, samkvæmt lögum skal það gert í síðasta lagi sjö dögum fyrir kjördag, og því gætu þau ekki breytt listanum jafnvel þó þau vildu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. Á blaðamannafundi flokksins í dag kom fram að málið væri til skoðunar innan flokksins en þau vilja ekki kannast við að um falsaða undirskrift sé að ræða. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um skil E-listans á framboðslistum eftir að RÚV birti myndskeið sem tekið var hjá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Klippa: Ísland í dag - E-listinn skilar inn gögnum
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira