Mun leiða starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2022 14:23 Brynja Dan Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins. Stjr Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða sérstakan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna. Frá þessu segir á vef mennta-og barnamálaráðuneytisins. Segir að hlutverk starfshópsins sé að kortleggja aðstæður sem líklegar séu til þess að valda alvarlegu áfalli í lífi barns eða aðstandanda þess. „Starfshópurinn mun greina þjónustuþörf og nauðsynleg úrræði sem gætu dregið úr líkum á áföllum eða áhrifum áfalla og koma með tillögur að úrbótum þvert á þjónustukerfi. Vinnan er þáttur í innleiðingu löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Rannsóknir sýna að áföll í æsku hafa forspárgildi um líkamlega og andlega heilsu síðar á ævinni. Börn sem upplifa áföll í æsku eru m.a. í aukinni áhættu er varðar geðrænan vanda, áhættuhegðun, aukna lyfjanotkun og líkamlega sjúkdóma á fullorðinsárum. Áföll foreldra og náinna aðstandenda sem valda börnum ójafnvægi eða vanlíðan geta haft áhrif á getu þeirra til að sinna barni og bregðast við líðan þess og þörfum. Mikilvægt er að huga að börnunum samhliða forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum. Skoða þarf hvernig hægt er að stíga inn með markvissri og viðeigandi aðstoð börn og fjölskyldur þeirra þegar áfall hefur eða er að fara að eiga sér stað. Með því er hægt að lágmarka þau alvarlegu og langvarandi áhrif sem áfall getur haft og veita börnum og aðstandendum verkfæri til þess að glíma við erfiðar aðstæður. Brynja, sem er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur mikla reynslu af málefnum barna og situr m.a. í stjórnum Barnaheilla og Íslenskrar ættleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að starfshópurinn verði skipaður fagfólki, fulltrúum þeirra ráðuneyta og annarra aðila sem komi að þjónustu við börn. Áhersla verði á víðtækt samráð við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra og er gert ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum fyrir lok árs 2022. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Frá þessu segir á vef mennta-og barnamálaráðuneytisins. Segir að hlutverk starfshópsins sé að kortleggja aðstæður sem líklegar séu til þess að valda alvarlegu áfalli í lífi barns eða aðstandanda þess. „Starfshópurinn mun greina þjónustuþörf og nauðsynleg úrræði sem gætu dregið úr líkum á áföllum eða áhrifum áfalla og koma með tillögur að úrbótum þvert á þjónustukerfi. Vinnan er þáttur í innleiðingu löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Rannsóknir sýna að áföll í æsku hafa forspárgildi um líkamlega og andlega heilsu síðar á ævinni. Börn sem upplifa áföll í æsku eru m.a. í aukinni áhættu er varðar geðrænan vanda, áhættuhegðun, aukna lyfjanotkun og líkamlega sjúkdóma á fullorðinsárum. Áföll foreldra og náinna aðstandenda sem valda börnum ójafnvægi eða vanlíðan geta haft áhrif á getu þeirra til að sinna barni og bregðast við líðan þess og þörfum. Mikilvægt er að huga að börnunum samhliða forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum. Skoða þarf hvernig hægt er að stíga inn með markvissri og viðeigandi aðstoð börn og fjölskyldur þeirra þegar áfall hefur eða er að fara að eiga sér stað. Með því er hægt að lágmarka þau alvarlegu og langvarandi áhrif sem áfall getur haft og veita börnum og aðstandendum verkfæri til þess að glíma við erfiðar aðstæður. Brynja, sem er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur mikla reynslu af málefnum barna og situr m.a. í stjórnum Barnaheilla og Íslenskrar ættleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að starfshópurinn verði skipaður fagfólki, fulltrúum þeirra ráðuneyta og annarra aðila sem komi að þjónustu við börn. Áhersla verði á víðtækt samráð við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra og er gert ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum fyrir lok árs 2022.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira