Farsæld Árborgar Dagbjört Harðardóttir og Lieselot Simoen skrifa 11. maí 2022 16:02 Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Á mannamáli þýðir það að fjölskyldur eigi rétt á því að fá þjónustu við sitt hæfi þar sem þverfaglegt teymi tekur utan um mál barnsins. Forðast þarf að fjölskyldur finnst mál þeirra í lausu lofti. Árborg í góðri stöðu Óhætt er að segja að fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar hafi unnið frábært starf á þessum vettvangi frá stofnun þess árið 2019. Þá voru skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístunda- og menningarsvið sameinuð í eitt stórt svið. Sviðið var stofnað með því markmiði meðal annars að móta samfellda þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Farsældarlögin miðast við samspil félagsþjónustu, skólamála og frítímaþjónustu og því hægt að segja að sameiningin hafi verið fyrsta skrefið í þágu farsældar barna í Árborg. Árborg var því í mjög góðri stöðu og langt á veg komin með þessa samþættingu þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Staðan hefur verið það góð innan sveitarfélagsins eftir breytingarnar að eftir því hefur verið tekið og önnur sveitarfélög líta til Árborgar sem fyrirmyndar í útfærslu laganna. Unnið hefur verið markvisst með snemmtæka íhlutun, hún felst í því að grípa sem fyrst inn í málefni barna og koma í veg fyrir að þau vindi upp á sig og verði ill leysanleg. Gerum gott betra Alltaf er hægt að gera gott betra og það er hjartans mál fyrir Áfram Árborg að styðja við fjölskyldusvið og tryggja það að sú góða og dýrmæta vinna sem nú þegar hefur verið unnin haldi sér, vaxi og dafni. Áfram Árborg vill tryggja að leikskólar og grunnskólar fái stuðning frá sviðinu til þess að innleiða Farsældarlögin að fullu svo þjónustan skili sér þangað sem hennar er þörf. Áfram Árborg telur mikilvægt að styðja við það öfluga frumkvöðlastarf sem fram hefur farið á vettvangi frítímans í Árborg þannig að þar sé hægt að halda áfram að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að vera stuðningur við félags- og fræðslumál. Áfram Árborg vill skapa fjölskylduvænt samfélag, efla menntun ásamt félagslegum- og frístunda úrræðum fyrir fjölskylduna í heild. Áfram Árborg vill færa þjónustuna nær íbúum og uppfæra þjónustuna í takt í fjölbreyttar þarfir íbúa. Framtíðin er núna! Setjum X við Á þann 14. maí næstkomandi! Höfundar eru frambjóðendur í félagsmálanefnd fyrir Áfram Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Á mannamáli þýðir það að fjölskyldur eigi rétt á því að fá þjónustu við sitt hæfi þar sem þverfaglegt teymi tekur utan um mál barnsins. Forðast þarf að fjölskyldur finnst mál þeirra í lausu lofti. Árborg í góðri stöðu Óhætt er að segja að fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar hafi unnið frábært starf á þessum vettvangi frá stofnun þess árið 2019. Þá voru skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístunda- og menningarsvið sameinuð í eitt stórt svið. Sviðið var stofnað með því markmiði meðal annars að móta samfellda þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Farsældarlögin miðast við samspil félagsþjónustu, skólamála og frítímaþjónustu og því hægt að segja að sameiningin hafi verið fyrsta skrefið í þágu farsældar barna í Árborg. Árborg var því í mjög góðri stöðu og langt á veg komin með þessa samþættingu þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Staðan hefur verið það góð innan sveitarfélagsins eftir breytingarnar að eftir því hefur verið tekið og önnur sveitarfélög líta til Árborgar sem fyrirmyndar í útfærslu laganna. Unnið hefur verið markvisst með snemmtæka íhlutun, hún felst í því að grípa sem fyrst inn í málefni barna og koma í veg fyrir að þau vindi upp á sig og verði ill leysanleg. Gerum gott betra Alltaf er hægt að gera gott betra og það er hjartans mál fyrir Áfram Árborg að styðja við fjölskyldusvið og tryggja það að sú góða og dýrmæta vinna sem nú þegar hefur verið unnin haldi sér, vaxi og dafni. Áfram Árborg vill tryggja að leikskólar og grunnskólar fái stuðning frá sviðinu til þess að innleiða Farsældarlögin að fullu svo þjónustan skili sér þangað sem hennar er þörf. Áfram Árborg telur mikilvægt að styðja við það öfluga frumkvöðlastarf sem fram hefur farið á vettvangi frítímans í Árborg þannig að þar sé hægt að halda áfram að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að vera stuðningur við félags- og fræðslumál. Áfram Árborg vill skapa fjölskylduvænt samfélag, efla menntun ásamt félagslegum- og frístunda úrræðum fyrir fjölskylduna í heild. Áfram Árborg vill færa þjónustuna nær íbúum og uppfæra þjónustuna í takt í fjölbreyttar þarfir íbúa. Framtíðin er núna! Setjum X við Á þann 14. maí næstkomandi! Höfundar eru frambjóðendur í félagsmálanefnd fyrir Áfram Árborg.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun