Opið bréf til framboðslista varðandi sýn þeirra á kynþáttafordóma Snorri Sturluson skrifar 11. maí 2022 11:00 Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar. Ef við eigum að taka mið af reynslu annarra landa þar sem kynþáttafordómar eru vel þekktir þá má áætla að fordómar á borð við þá sem upp komu í kjölfarið hafi áhrif á hörundsdökk börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Því leggjum við, Aðgerðarhópur gegn fordómum á Íslandi-2022 fyrir framboðin í Reykjavík þrjár spurningar. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni, jafnvel skilyrtri, fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af öðrum kynþáttum og uppruna en hvítum í huga. Aðgerðarhópurinn lýsir sig fúslega viljugan til samtals og ráðgjafar við mótun og útfærslu stefnu borgarinnar í þessum efnum, með öllum flokkum sem vilja setja málið ákveðið á dagskrá eftir kosningar. Fyrir hönd Aðgerðahóps gegn fordómum á Íslandi 2022. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar. Ef við eigum að taka mið af reynslu annarra landa þar sem kynþáttafordómar eru vel þekktir þá má áætla að fordómar á borð við þá sem upp komu í kjölfarið hafi áhrif á hörundsdökk börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Því leggjum við, Aðgerðarhópur gegn fordómum á Íslandi-2022 fyrir framboðin í Reykjavík þrjár spurningar. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni, jafnvel skilyrtri, fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af öðrum kynþáttum og uppruna en hvítum í huga. Aðgerðarhópurinn lýsir sig fúslega viljugan til samtals og ráðgjafar við mótun og útfærslu stefnu borgarinnar í þessum efnum, með öllum flokkum sem vilja setja málið ákveðið á dagskrá eftir kosningar. Fyrir hönd Aðgerðahóps gegn fordómum á Íslandi 2022. Höfundur er heimspekingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun