Í röng göng með gæslumenn á hælunum eftir stórt tap gegn Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2022 07:32 Dómarinn David Guthrie reynir að stía þeim Bismack Biyombo og Marquese Chriss í sundur. AP/Ross D. Franklin Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix vann öruggan 110-80 heimasigur gegn Dallas Mavericks og staðan er því 3-2 í einvíginu svo að Phoenix gæti komist áfram með sigri í Dallas annað kvöld. Allir leikir einvígisins hafa hins vegar unnist á heimavelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig en hann setti meðal annars niður tvo þrista snemma í seinni hálfleik þegar heimamenn bjuggu sér til forskot og komust í 61-50, og síðar 82-60 áður en fjórði leikhluti hófst. The @Suns were led by @DevinBook in their Game 5 W! 28 PTS 7 REB 2 STL The Suns take a 3-2 series leadGame 6: Thursday, 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/27Q9rovYzz— NBA (@NBA) May 11, 2022 Þó að spennan færi fljótt úr leiknum í seinni hálfleik í gær þá hefur verið talsverður hiti í einvíginu og minnstu munaði að upp úr syði í lok leiks. Bismack Biyombo hafði átt fínan leik fyrir Phoenix en var vísað af velli þegar örfáar sekúndur voru eftir, líkt og Marquese Chriss í kjölfar villu Chriss sem ýtti auk þess Biyombo. Biyombo fór af vellinum í gegnum rétt göng á leið sinni inn í búningsklefa heimamanna en Chriss, sem gjörþekkir staðinn eftir að hafa spilað með Phoenix 2016-18, ákvað að hlaupa á eftir honum í gegnum sömu göng. Hann átti að fara í gegnum göng hinu megin á vellinum. Gæslumenn hlupu strax á eftir Chriss og sáu til þess að ekki kæmi til neinna frekari átaka, eins og sjá má. Marquese Chriss and Bismack Biyombo almost went at it in the locker room hallway pic.twitter.com/erLrolsXcO— Bleacher Report (@BleacherReport) May 11, 2022 Miami Heat vann einnig öruggan sigur gegn Philadelphia 76ers, 120-85, og komst í 3-2. Miami, með DJ Khaled í stuði á fremsta áhorfendabekk, hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa en næsti leikur er í Philadelphia annað kvöld. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami og Max Strus skoraði 19 auk þess að taka 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Phoenix vann öruggan 110-80 heimasigur gegn Dallas Mavericks og staðan er því 3-2 í einvíginu svo að Phoenix gæti komist áfram með sigri í Dallas annað kvöld. Allir leikir einvígisins hafa hins vegar unnist á heimavelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig en hann setti meðal annars niður tvo þrista snemma í seinni hálfleik þegar heimamenn bjuggu sér til forskot og komust í 61-50, og síðar 82-60 áður en fjórði leikhluti hófst. The @Suns were led by @DevinBook in their Game 5 W! 28 PTS 7 REB 2 STL The Suns take a 3-2 series leadGame 6: Thursday, 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/27Q9rovYzz— NBA (@NBA) May 11, 2022 Þó að spennan færi fljótt úr leiknum í seinni hálfleik í gær þá hefur verið talsverður hiti í einvíginu og minnstu munaði að upp úr syði í lok leiks. Bismack Biyombo hafði átt fínan leik fyrir Phoenix en var vísað af velli þegar örfáar sekúndur voru eftir, líkt og Marquese Chriss í kjölfar villu Chriss sem ýtti auk þess Biyombo. Biyombo fór af vellinum í gegnum rétt göng á leið sinni inn í búningsklefa heimamanna en Chriss, sem gjörþekkir staðinn eftir að hafa spilað með Phoenix 2016-18, ákvað að hlaupa á eftir honum í gegnum sömu göng. Hann átti að fara í gegnum göng hinu megin á vellinum. Gæslumenn hlupu strax á eftir Chriss og sáu til þess að ekki kæmi til neinna frekari átaka, eins og sjá má. Marquese Chriss and Bismack Biyombo almost went at it in the locker room hallway pic.twitter.com/erLrolsXcO— Bleacher Report (@BleacherReport) May 11, 2022 Miami Heat vann einnig öruggan sigur gegn Philadelphia 76ers, 120-85, og komst í 3-2. Miami, með DJ Khaled í stuði á fremsta áhorfendabekk, hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa en næsti leikur er í Philadelphia annað kvöld. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami og Max Strus skoraði 19 auk þess að taka 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins