Lúxusvandamál eða gleymt hverfi Ásta Leonhards, Rakel Steinberg Sölvadóttir og Sara Dögg Svanhildardóttir skrifa 11. maí 2022 07:01 Á síðustu árum hefur Garðabær stækkað ört eða um tæp 5%. Fjölgunin er einna helst komin til með nýja vistvæna hverfinu í Urriðaholti sem nú er yngsta hverfið í Garðabæ. Fyrstu íbúarnir fluttu í hverfið árið 2010 en sala fyrstu íbúða í fjölbýli hófst árið 2014 og í dag búa um 2700 íbúar í hverfinu. Það er hins vegar morgunljóst að innviðir hafa ekki fylgt þeim takti og í dag gengur hverfið undir nafninu “gleymda hverfið”. Okkar mikilvægi lærdómur er sá að við uppbyggingu á nýjum hverfum er ekki nóg að henda bara upp byggingum og gleyma þeirri staðreynd að þar mun búa fólk. Fólk á öllum aldri. Fólk með ólíkar þarfir. Fólk sem gerir ráð fyrir að sjálfsagðir hlutir eins og skólamál og samgöngur séu traustar. Þetta má ekki endurtaka sig þegar farið verður í uppbyggingu hverfa sem eru næst á dagskránni, þ.e. í landi Hnoðraholts og við Kumlamýri á Álftanesi. Skólamál Það eru um 700 börn á leik- og grunnskólaaldri í Urriðaholtinu, þar af eru um 400 þeirra á leikskólaaldri. Þetta er mikið fagnaðarefni í jafn spriklandi hverfi og raun ber vitni. Engu að síður er aðeins einum áfanga af þremur lokið við grunnskólann og leikskólinn sem ætlaður er 120 börnum er margsprunginn og hefur verið leitað á náðir hálfbyggðs grunnskóla með húsnæðiskost. Reddingarframkvæmdir eru rétt nýhafnar við tímabundinn leikskóla, gáma sem eiga að brúa bilið þar til “hinn eini sanni leikskóli” er fullbúinn. Samt hefur þetta verið raunveruleikinn til nokkurs tíma og foreldrar jafnvel þurft að koma börnum að í leikskóla fyrir utan hverfið. Sambærileg redding, gámakommúna hefur einnig verið sett upp við Vífilsstaði til að leysa vandann sem hefur skapast við sinnuleysi meirihlutans á kjörtímabilinu. Hátt hlutfall leikskólabarna í Urriðaholti hefur gert það að verkum að grunnskólinn hýsir nú tímabundið mun fleiri leikskólabörn á sama tíma og uppbygging skólans hefur tekið mun lengri tíma en gott þykir. Skólinn er sprunginn í báða enda og elsti árgangur hrökklast yfir í aðra skóla, í bæjarfélagi sem státar sig af valfrelsi í skólamálum. Barnafjölskyldur í Urriðaholti mega á hverjum degi líða fyrir það að sitjandi bæjarstjórn hafi ekki gripið boltann í tæka tíð og hraðað uppbyggingu innviða í hverfinu. Urriðaholtsskóli er framsækinn og öflugur skóli. Hann er sannarlega til fyrirmyndar þegar kemur að kröfum um fagmennsku starfsfólks og húsnæðis. Staðreyndin er sú að af þeim 15 börnum á efsta ári í Urriðaholtsskóla þá munu 13 þeirra ekki sækja skólann á komandi skólaári. Ber það merki um valfrelsi í skólamálum? Við í Viðreisn viljum styðja betur við vöxt og sjáanlega vaxtarverki skólans og bjóða unglingum í Urriðaholti raunverulegt val um að stunda nám við skólann sinn. Við þurfum ennfremur að byggja undir heilbrigt skólasamfélag þar sem ungmenni geta notið sín, eru stolt af og fá tækifæri til að byggja upp góða stemningu og jákvæða unglingamenningu við skólann sinn sem þau geta verið stolt af í sínu skólasamfélagi. Það ætlum við í Viðreisn að gera. Samgöngur Það tók meirihluta í bæjarstjórn eitt og hálft ár að skynja þennan raunveruleika sem blasað hefur við íbúum í mun lengri tíma. Engar strætósamgöngur inn í vistvæna hverfi Urriðaholtsins hafa íþyngt daglegri rútínu barnafjölskyldna verulega. Viðreisn fékk loksins samþykkta tillögu sína um bættar almenningssamgöngur í allra þágu; einu og hálfu ári eftir að hún var lögð fram. Það eru ekki bara almenningssamgöngur sem hafa setið á hakanum. Það er til að mynda bara ein leið inn og út úr hverfinu sem getur skapað mikið álag í þetta stóru samfélagi fyrir utan hvað þetta getur skapað mikla hættu. Aðgengi fyrir gangandi og hjólandi hefur einnig verið vanrækt að ekki sé talað um aðgengi fyrir fatlaða. Einstaklingar, börn og fullorðnir, verða að geta komist öruggir leiða sinna milli hverfa í Garðabæ. Í dag er fólk einangrað í Urriðaholti nema það hafi bíl eða geti látið sér nægja stopular strætóferðir. Urriðaholt er líka Garðabær - Gerum betur Það er morgunljóst að Sjálfstæðismönnum í Garðabæ hefur mistekist að halda utan um þá fólksfjölgun sveitarfélagsins svo vel sé. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að hraða uppbyggingu innviða til að mæta þörfum íbúa og að bjóða upp á góða þjónustu hefur lítið sem ekkert gerst. Sjálfstæðismenn telja þrátt fyrir þetta að vel hafi til tekist með uppbygginguna og hafa sjálfir sagt að það sem eftir sé teljist frekar sem “lúxusvandamál” en slök þjónusta og vanefndir. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum tryggja uppbyggingu innviða í Urriðaholti strax og að tryggja að reynslan skili sér til uppbyggingar nýrra hverfa í Garðabæ. Við erum sjö á lista Viðreisnar sem búum í Urriðaholti og finnum daglega á eigin skinni hvað hefur farið úrskeiðis, hvað þarf að laga og hvenær það verði gert. Þetta er svo ofureinfalt, vöndum til verka og gerum bara betur. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi er oddviti Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Rakel Steinberg Sölvadóttir frumkvöðull skipar 3.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Ásta Leonhards fjármálasérfræðingur skipar 7.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rakel Steinberg Sölvadóttir Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur Garðabær stækkað ört eða um tæp 5%. Fjölgunin er einna helst komin til með nýja vistvæna hverfinu í Urriðaholti sem nú er yngsta hverfið í Garðabæ. Fyrstu íbúarnir fluttu í hverfið árið 2010 en sala fyrstu íbúða í fjölbýli hófst árið 2014 og í dag búa um 2700 íbúar í hverfinu. Það er hins vegar morgunljóst að innviðir hafa ekki fylgt þeim takti og í dag gengur hverfið undir nafninu “gleymda hverfið”. Okkar mikilvægi lærdómur er sá að við uppbyggingu á nýjum hverfum er ekki nóg að henda bara upp byggingum og gleyma þeirri staðreynd að þar mun búa fólk. Fólk á öllum aldri. Fólk með ólíkar þarfir. Fólk sem gerir ráð fyrir að sjálfsagðir hlutir eins og skólamál og samgöngur séu traustar. Þetta má ekki endurtaka sig þegar farið verður í uppbyggingu hverfa sem eru næst á dagskránni, þ.e. í landi Hnoðraholts og við Kumlamýri á Álftanesi. Skólamál Það eru um 700 börn á leik- og grunnskólaaldri í Urriðaholtinu, þar af eru um 400 þeirra á leikskólaaldri. Þetta er mikið fagnaðarefni í jafn spriklandi hverfi og raun ber vitni. Engu að síður er aðeins einum áfanga af þremur lokið við grunnskólann og leikskólinn sem ætlaður er 120 börnum er margsprunginn og hefur verið leitað á náðir hálfbyggðs grunnskóla með húsnæðiskost. Reddingarframkvæmdir eru rétt nýhafnar við tímabundinn leikskóla, gáma sem eiga að brúa bilið þar til “hinn eini sanni leikskóli” er fullbúinn. Samt hefur þetta verið raunveruleikinn til nokkurs tíma og foreldrar jafnvel þurft að koma börnum að í leikskóla fyrir utan hverfið. Sambærileg redding, gámakommúna hefur einnig verið sett upp við Vífilsstaði til að leysa vandann sem hefur skapast við sinnuleysi meirihlutans á kjörtímabilinu. Hátt hlutfall leikskólabarna í Urriðaholti hefur gert það að verkum að grunnskólinn hýsir nú tímabundið mun fleiri leikskólabörn á sama tíma og uppbygging skólans hefur tekið mun lengri tíma en gott þykir. Skólinn er sprunginn í báða enda og elsti árgangur hrökklast yfir í aðra skóla, í bæjarfélagi sem státar sig af valfrelsi í skólamálum. Barnafjölskyldur í Urriðaholti mega á hverjum degi líða fyrir það að sitjandi bæjarstjórn hafi ekki gripið boltann í tæka tíð og hraðað uppbyggingu innviða í hverfinu. Urriðaholtsskóli er framsækinn og öflugur skóli. Hann er sannarlega til fyrirmyndar þegar kemur að kröfum um fagmennsku starfsfólks og húsnæðis. Staðreyndin er sú að af þeim 15 börnum á efsta ári í Urriðaholtsskóla þá munu 13 þeirra ekki sækja skólann á komandi skólaári. Ber það merki um valfrelsi í skólamálum? Við í Viðreisn viljum styðja betur við vöxt og sjáanlega vaxtarverki skólans og bjóða unglingum í Urriðaholti raunverulegt val um að stunda nám við skólann sinn. Við þurfum ennfremur að byggja undir heilbrigt skólasamfélag þar sem ungmenni geta notið sín, eru stolt af og fá tækifæri til að byggja upp góða stemningu og jákvæða unglingamenningu við skólann sinn sem þau geta verið stolt af í sínu skólasamfélagi. Það ætlum við í Viðreisn að gera. Samgöngur Það tók meirihluta í bæjarstjórn eitt og hálft ár að skynja þennan raunveruleika sem blasað hefur við íbúum í mun lengri tíma. Engar strætósamgöngur inn í vistvæna hverfi Urriðaholtsins hafa íþyngt daglegri rútínu barnafjölskyldna verulega. Viðreisn fékk loksins samþykkta tillögu sína um bættar almenningssamgöngur í allra þágu; einu og hálfu ári eftir að hún var lögð fram. Það eru ekki bara almenningssamgöngur sem hafa setið á hakanum. Það er til að mynda bara ein leið inn og út úr hverfinu sem getur skapað mikið álag í þetta stóru samfélagi fyrir utan hvað þetta getur skapað mikla hættu. Aðgengi fyrir gangandi og hjólandi hefur einnig verið vanrækt að ekki sé talað um aðgengi fyrir fatlaða. Einstaklingar, börn og fullorðnir, verða að geta komist öruggir leiða sinna milli hverfa í Garðabæ. Í dag er fólk einangrað í Urriðaholti nema það hafi bíl eða geti látið sér nægja stopular strætóferðir. Urriðaholt er líka Garðabær - Gerum betur Það er morgunljóst að Sjálfstæðismönnum í Garðabæ hefur mistekist að halda utan um þá fólksfjölgun sveitarfélagsins svo vel sé. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að hraða uppbyggingu innviða til að mæta þörfum íbúa og að bjóða upp á góða þjónustu hefur lítið sem ekkert gerst. Sjálfstæðismenn telja þrátt fyrir þetta að vel hafi til tekist með uppbygginguna og hafa sjálfir sagt að það sem eftir sé teljist frekar sem “lúxusvandamál” en slök þjónusta og vanefndir. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum tryggja uppbyggingu innviða í Urriðaholti strax og að tryggja að reynslan skili sér til uppbyggingar nýrra hverfa í Garðabæ. Við erum sjö á lista Viðreisnar sem búum í Urriðaholti og finnum daglega á eigin skinni hvað hefur farið úrskeiðis, hvað þarf að laga og hvenær það verði gert. Þetta er svo ofureinfalt, vöndum til verka og gerum bara betur. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi er oddviti Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Rakel Steinberg Sölvadóttir frumkvöðull skipar 3.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti Ásta Leonhards fjármálasérfræðingur skipar 7.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi í Urriðaholti
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun