Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. maí 2022 12:01 Vísir/Adelina Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. Kompás varpaði ljósi á hversu útbreitt ofbeldi, lygar og gaslýsing er í hinum andlega heimi á Íslandi. Með vaxandi vinsældum nýaldarhyggju hafa sprottið fram fjöldinn allur af leiðtogum, kennurum og leiðbeinendum sem taka sér valdastöðu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi eða reynslu. Varasamar krossgötur Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur lent í trúarofbeldi eða sértrúarsöfnuðum. „Öll fræði segja að þegar fólk er á einhverjum breytingum og standa á krossgötum, að flytja að heiman, byrja í nýjum skóla, búin að missa maka eða ástvin, þá er það viðkvæmast fyrir því að kaupa öfgafulla hugmyndafræði. Því það vantar eitthvað,“ segir Petra. „Og það er ekki fyrr en eftir á að fólk sér að það var verið að beita það ofbeldi.“ - Petra Hólmgrímsdóttir Í Bandaríkjunum, þar sem er mest verið að rannsaka svona söfnuði, þá er þetta yfir-millistéttarfólk sem er líklegast til að ganga í trúarsöfnuði, bendir Petra á. Hér má nálgast rannsókn sem varpar ljósi á hverjir ganga til liðs við trúarhreyfingar og sértrúarsöfnuði. Kærleiksgæfing og gaslýsing til skiptis Heilbrigðisverkfræðingurinn Áróra Helgadóttir, einn af viðmælendum Kompáss, var að koma úr kulnun þegar hún gekk til liðs við andlegt samfélag, staðsett rétt fyrir utan borgarmörkin. Hún var þar í átta mánuði, beitt ítrekuðu ofbeldi og gaslýsingu, en komst loks í burtu. „Reisnin mín verður engin. Ég verð einskis virði, ég er ótrúlega brotin og það er bara sviss á gaslýsingu og lovebombing og allskonar ofbeldi sem er mjög ruglandi. Og ekki bara frá einum aðila, heldur frá stærra samhengi. „Ég er algjörlega niðurbrotin og hef ekkert fram að færa, nema líkama minn til kynlífs.“ - Áróra Helgadóttir Og ég hugsaði á meðan: Vá hvað ég er heppin. Að þau skuli vera hérna til staðar fyrir mig,“ sagði Áróra í Kompás. Kompásþáttinn um ofbeldi í andlega heiminum má nálgast hér að neðan: Trúin er ekki vandamálið heldur leiðtogarnir „Það liggja fyrir endalausar rannsóknir um að það sé jákvætt fyrir fólk að eiga sér trú, hún geti veitt lífsfyllingu og gleði. En það sem við þurfum að varast þegar kemur að svona hópum er uppbyggingin,“ segir Petra. „Máttu vera með þína eigin gagnrýnu hugsun? Máttu mótmæla? Máttu kaupa ákveðinn hluta hugmyndafræðinnar en ekki hinn? Um leið og þú mátt ekki gagnrýna eða spyrja spurninga, spyrja út í fjármál, gagnsæi og svo framvegis, þá erum við komin út á hættubrautina.“ „Þá erum við komin inn í leiðtogaheim þar sem er einhver sem veit betur en þú, og þú átt að hlýða.“ - Petra Hólmgrímsdóttir „Þegar við erum farin að treysta á að leiðtogarnir, sama hverjir þeir eru, hafi alltaf rétt fyrir sér, þá förum við að minnka sjálfið okkar. Við treystum ekki á okkar innsæi, við treystum ekki á fyrri þekkingu og látum þá oft glepjast út í eitthvað sem við mundum ekki vilja,“ segir Petra. Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Kompás varpaði ljósi á hversu útbreitt ofbeldi, lygar og gaslýsing er í hinum andlega heimi á Íslandi. Með vaxandi vinsældum nýaldarhyggju hafa sprottið fram fjöldinn allur af leiðtogum, kennurum og leiðbeinendum sem taka sér valdastöðu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi eða reynslu. Varasamar krossgötur Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur lent í trúarofbeldi eða sértrúarsöfnuðum. „Öll fræði segja að þegar fólk er á einhverjum breytingum og standa á krossgötum, að flytja að heiman, byrja í nýjum skóla, búin að missa maka eða ástvin, þá er það viðkvæmast fyrir því að kaupa öfgafulla hugmyndafræði. Því það vantar eitthvað,“ segir Petra. „Og það er ekki fyrr en eftir á að fólk sér að það var verið að beita það ofbeldi.“ - Petra Hólmgrímsdóttir Í Bandaríkjunum, þar sem er mest verið að rannsaka svona söfnuði, þá er þetta yfir-millistéttarfólk sem er líklegast til að ganga í trúarsöfnuði, bendir Petra á. Hér má nálgast rannsókn sem varpar ljósi á hverjir ganga til liðs við trúarhreyfingar og sértrúarsöfnuði. Kærleiksgæfing og gaslýsing til skiptis Heilbrigðisverkfræðingurinn Áróra Helgadóttir, einn af viðmælendum Kompáss, var að koma úr kulnun þegar hún gekk til liðs við andlegt samfélag, staðsett rétt fyrir utan borgarmörkin. Hún var þar í átta mánuði, beitt ítrekuðu ofbeldi og gaslýsingu, en komst loks í burtu. „Reisnin mín verður engin. Ég verð einskis virði, ég er ótrúlega brotin og það er bara sviss á gaslýsingu og lovebombing og allskonar ofbeldi sem er mjög ruglandi. Og ekki bara frá einum aðila, heldur frá stærra samhengi. „Ég er algjörlega niðurbrotin og hef ekkert fram að færa, nema líkama minn til kynlífs.“ - Áróra Helgadóttir Og ég hugsaði á meðan: Vá hvað ég er heppin. Að þau skuli vera hérna til staðar fyrir mig,“ sagði Áróra í Kompás. Kompásþáttinn um ofbeldi í andlega heiminum má nálgast hér að neðan: Trúin er ekki vandamálið heldur leiðtogarnir „Það liggja fyrir endalausar rannsóknir um að það sé jákvætt fyrir fólk að eiga sér trú, hún geti veitt lífsfyllingu og gleði. En það sem við þurfum að varast þegar kemur að svona hópum er uppbyggingin,“ segir Petra. „Máttu vera með þína eigin gagnrýnu hugsun? Máttu mótmæla? Máttu kaupa ákveðinn hluta hugmyndafræðinnar en ekki hinn? Um leið og þú mátt ekki gagnrýna eða spyrja spurninga, spyrja út í fjármál, gagnsæi og svo framvegis, þá erum við komin út á hættubrautina.“ „Þá erum við komin inn í leiðtogaheim þar sem er einhver sem veit betur en þú, og þú átt að hlýða.“ - Petra Hólmgrímsdóttir „Þegar við erum farin að treysta á að leiðtogarnir, sama hverjir þeir eru, hafi alltaf rétt fyrir sér, þá förum við að minnka sjálfið okkar. Við treystum ekki á okkar innsæi, við treystum ekki á fyrri þekkingu og látum þá oft glepjast út í eitthvað sem við mundum ekki vilja,“ segir Petra.
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01
Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31