Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður Ísak Óli Traustason skrifar 9. maí 2022 23:05 Pétur Rúnar átti góðan leik í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti flottan leik fyrir sitt lið er Tindastóll pakkaði Val saman í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú jöfn 1-1. Pétur Rúnar átti stóran þátt í sigri sinna manna í kvöld en hann endaði með 9 stig, 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Pétur R'unar var eðlilega ánægður með liðið sitt hér í kvöld. ,,Ógeðslega ánægður með það hvernig við komum út í þennan leik og frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu vorum við ógeðslega góðir og við þurfum að byggja á þetta,“ sagði Pétur Rúnar að leik loknum. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum í seríunni með einu stigi og hefðu getað stolið sigrinum. Pétur var ánægður hvernig liðsfélagar hans mættu til leiks. ,,Þetta var mjög svekkjandi að tapa leiknum eins og við töpuðum honum síðast, aftur á móti þá er ekki eins og við höfum verið eitthvað betri en þeir en við fengum séns til að vinna þá í síðasta leik og vorum klaufar að taka hann ekki en ég var ánægður hvernig við komum út í þennan leik.“ Tindastóll hélt Val í 75 stigum í þessum leik. Pétur tók undir það að varnarleikur þeirra hefði verið góður hér í kvöld sem og í síðasta leik. ,,Við fengum aðeins of mörg sóknarfráköst á okkur í síðasta leik en ég held að þeir hafi fengið alveg slatta af þeim núna líka en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera.“ ,,Við byrjum leikinn vel varnarlega og svo setjum við skotin okkar í byrjun og fáum smá forskot og höldum því einhvernveginn allan leikinn, þeir ná þessu niður í tíu stig í fjórða annars náðum við að halda þessu út og ég er virkilega ánægður með þetta bæði sóknar og varnarlega.“ Pétur átti flottan leik og stýrði sóknarleik sinna manna vel og sagðist vera ánægður að geta hjálpað ,,ég tek kannski ekki flestu skotin en ég er að gera annað held ég og er að gera ágætlega.“ Það var mikil stemmning í stúkunni í kvöld og var Pétur ánægður með Grettismenn, stuðningsmannasveit Tindastóls. ,,Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður, þetta er sturlað. Þeir mæta á undan mér, ég er mættur einum og hálfum tíma fyrir leik og þeir eru mættir að syngja.“ Næsti leikur fer fram á heimavelli Valsara á Hlíðarenda. Það er liggur fyrir að Tindastóll þurfi að stela einsum leik á heimavelli Vals. Aðspurður hvað Tindastóll þurfi að gera til þess að stela einum leik þar svaraði Pétur ,,segi eins og Hlynur Bærings, stela? Þeir eiga ekki neitt.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Pétur Rúnar átti stóran þátt í sigri sinna manna í kvöld en hann endaði með 9 stig, 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Pétur R'unar var eðlilega ánægður með liðið sitt hér í kvöld. ,,Ógeðslega ánægður með það hvernig við komum út í þennan leik og frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu vorum við ógeðslega góðir og við þurfum að byggja á þetta,“ sagði Pétur Rúnar að leik loknum. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum í seríunni með einu stigi og hefðu getað stolið sigrinum. Pétur var ánægður hvernig liðsfélagar hans mættu til leiks. ,,Þetta var mjög svekkjandi að tapa leiknum eins og við töpuðum honum síðast, aftur á móti þá er ekki eins og við höfum verið eitthvað betri en þeir en við fengum séns til að vinna þá í síðasta leik og vorum klaufar að taka hann ekki en ég var ánægður hvernig við komum út í þennan leik.“ Tindastóll hélt Val í 75 stigum í þessum leik. Pétur tók undir það að varnarleikur þeirra hefði verið góður hér í kvöld sem og í síðasta leik. ,,Við fengum aðeins of mörg sóknarfráköst á okkur í síðasta leik en ég held að þeir hafi fengið alveg slatta af þeim núna líka en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera.“ ,,Við byrjum leikinn vel varnarlega og svo setjum við skotin okkar í byrjun og fáum smá forskot og höldum því einhvernveginn allan leikinn, þeir ná þessu niður í tíu stig í fjórða annars náðum við að halda þessu út og ég er virkilega ánægður með þetta bæði sóknar og varnarlega.“ Pétur átti flottan leik og stýrði sóknarleik sinna manna vel og sagðist vera ánægður að geta hjálpað ,,ég tek kannski ekki flestu skotin en ég er að gera annað held ég og er að gera ágætlega.“ Það var mikil stemmning í stúkunni í kvöld og var Pétur ánægður með Grettismenn, stuðningsmannasveit Tindastóls. ,,Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður, þetta er sturlað. Þeir mæta á undan mér, ég er mættur einum og hálfum tíma fyrir leik og þeir eru mættir að syngja.“ Næsti leikur fer fram á heimavelli Valsara á Hlíðarenda. Það er liggur fyrir að Tindastóll þurfi að stela einsum leik á heimavelli Vals. Aðspurður hvað Tindastóll þurfi að gera til þess að stela einum leik þar svaraði Pétur ,,segi eins og Hlynur Bærings, stela? Þeir eiga ekki neitt.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira