Kristján: Verðum að rétta okkur af snarlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 22:45 Kristjáni Guðmundssyni fannst full mikið hik á Stjörnuliðinu sínu gegn Breiðabliki. vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fór ekkert í grafgötur með að hann var ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn Breiðabliki í kvöld. Blikar unnu leikinn, 3-0. „Við vorum mjög hikandi í okkar leik, alveg frá byrjun. Við vorum langt frá þeim í vörninni og náðum aldrei setja pressu á þær neins staðar á vellinum. Það misheppnaðist algjörlega. Við náðum svo sem að halda þessu í þokkalegu jafnvægi en þegar við vorum með boltann vorum við að senda stanslaust fram fyrir leikmenn, aldrei í fætur og náðum aldrei að byggja upp sóknir,“ sagði Kristján við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. „Það var bara hik á okkur í því sem við vorum að gera. Og þegar við vorum í varnarleiknum var eiginlega bara fum og fát. Ég held þær hafi alveg svitnað en þær spiluðu mjög vel á okkur. Við vorum alls ekki á okkar degi.“ Kristján hefði viljað sjá betri blöndu af áræðni og öryggi hjá sínu liði í leiknum. „Það vantaði þessa ró í varnarleikinn, bara að verjast og sparka boltanum í burtu þegar þess þurfti og halda honum þegar það þurfti að hlaupa með hann út úr teignum. Svo líka ró í uppspilinu. Hún var ekki fyrir hendi,“ sagði Kristján. „Svo voru ýmsir litlir hlutir sem við vorum búin að undirbúa en framkvæmdum ekki. Maður sá að þegar ákveðnir punktar eins og föst leikatriði eru ekki útfærð á þann hátt sem við vorum búin að undirbúa sér maður að liðið er ekki að virka.“ Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Kristján segir það viðunandi en vill sjá betri frammistöðu í næsta leik. „Hálft mótið er eiginlega bara núna í einum spretti en þetta er allt í lagi. Ég hefði viljað fá betri frammistöðu í dag en við verðum að rétta okkur af all snarlega því það eru nóg af leikjum. Og ég geri ráð fyrir að liðið geri það því það býr miklu meira í því en við sýndum núna,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Við vorum mjög hikandi í okkar leik, alveg frá byrjun. Við vorum langt frá þeim í vörninni og náðum aldrei setja pressu á þær neins staðar á vellinum. Það misheppnaðist algjörlega. Við náðum svo sem að halda þessu í þokkalegu jafnvægi en þegar við vorum með boltann vorum við að senda stanslaust fram fyrir leikmenn, aldrei í fætur og náðum aldrei að byggja upp sóknir,“ sagði Kristján við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. „Það var bara hik á okkur í því sem við vorum að gera. Og þegar við vorum í varnarleiknum var eiginlega bara fum og fát. Ég held þær hafi alveg svitnað en þær spiluðu mjög vel á okkur. Við vorum alls ekki á okkar degi.“ Kristján hefði viljað sjá betri blöndu af áræðni og öryggi hjá sínu liði í leiknum. „Það vantaði þessa ró í varnarleikinn, bara að verjast og sparka boltanum í burtu þegar þess þurfti og halda honum þegar það þurfti að hlaupa með hann út úr teignum. Svo líka ró í uppspilinu. Hún var ekki fyrir hendi,“ sagði Kristján. „Svo voru ýmsir litlir hlutir sem við vorum búin að undirbúa en framkvæmdum ekki. Maður sá að þegar ákveðnir punktar eins og föst leikatriði eru ekki útfærð á þann hátt sem við vorum búin að undirbúa sér maður að liðið er ekki að virka.“ Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Kristján segir það viðunandi en vill sjá betri frammistöðu í næsta leik. „Hálft mótið er eiginlega bara núna í einum spretti en þetta er allt í lagi. Ég hefði viljað fá betri frammistöðu í dag en við verðum að rétta okkur af all snarlega því það eru nóg af leikjum. Og ég geri ráð fyrir að liðið geri það því það býr miklu meira í því en við sýndum núna,“ sagði Kristján að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira