Framsókn til framtíðar í menntamálum í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 9. maí 2022 14:16 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað. Í það eina skipti sem ég útskrifaði nemendur úr 10. bekk sagði ég við þau að mikilvægt væri að þau fetuðu þá braut sem hjarta þeirra segði þeim að fara. Þau gætu allt sem þau ætluðu sér. Við þurfum að tryggja að aðstæður þeirra séu góðar, og þau fái stuðning við hæfi, þá eru börnunum okkar allir vegir færir. Á síðustu árum hefur ýmislegt verið gert í Fjarðabyggð til að bæta þjónustu og aðstæður barna og ungmenna. Mætti þar til að mynda nefna stækkun leikskóla, átak varðandi starfsumhverfi starfsfólks leikskólanna, tæknivæðingu í grunnskólunum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, iðn- og tækninám í samstarfi við VA, uppbyggingu skólaþjónustunnar í kjölfar þess þegar Skólaskrifstofa Austurlands var lögð niður, snemmtæka íhlutun þar sem Sprettsteymi voru sett á laggirnar, endurskipulagning var gerð á félagsmiðstöðvunum og sumarfrístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk var komið á. Þetta er allt saman gott, en mjög mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Aukum sérfræðiaðstoð í skólunum Samfélagið er að breytast og þar með samsetning og þarfir nemendahópa í skólunum okkar. Í skólum Fjarðabyggðar höfum við á að skipa frábæru fagfólki sem vinnur stórkostlegt starf á degi hverjum. En það er ljóst af samtölum við starfsfólk skólanna að þörf er á auknum sérhæfðum stuðningi, t.d. á sviði talmeinafræði, sálfræði og iðjuþjálfun. Einnig er aukin þörf fyrir að sérfræðingar á þessum sviðum komi meira inn í skólana og vinni við hliðina á starfsfólkinu sem þar er. Nýlega kom út tilviksrannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum á Akureyri þar sem skólaþjónusta í nokkrum sveitarfélögum var skoðuð. Kom þar í ljós að mikið ákall er, bæði frá starfsfólki skólaþjónustu og starfsfólki skólanna, að meiri tíma skólaþjónustunnar sé eytt á gólfinu með starfsfólki og nemendum enda hlýtur það að vera börnunum fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn fái sem heildstæðasta og besta þjónustu. Það er afar brýnt að við skoðum hvernig við viljum hafa okkar skólaþjónustu, þar þurfum við að fá sérfræðingana í skólaþjónustunni að borðinu ásamt starfsfólkinu í skólunum. Við þurfum að marka okkur stefnu og haga síðan vinnunni eftir henni þannig að þekking sérfræðinganna nýtist sem best. Börn eru mismunandi og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Því meiri þjónustu sem þau þurfa, því meira fjármagn þarf að fylgja. Til þess að útdeila fjármagni til skóla er notast við svokallað úthlutunarlíkan þar sem reiknað er út frá nokkrum þáttum hvaða fjármagn hver skóli fær. Nýlega endurskoðaði Reykjavíkurborg sitt líkan og í þeirri endurskoðun voru markmiðin þau að tryggja það að hverju barni fylgdi það fjármagn sem þyrfti, fjármagnið færi á réttan stað þannig að tryggt væri að þörf þeirra verði mætt. Að auki fengu skólarnir nokkurn sveigjanleika inn í líkanið, sá sveigjanleiki var falinn í því að skólarnir geta nú ráðið sérfræðing miðað við þá þörf sem þeir hafa. Ef einn skóla vantaði talmeinafræðing þá myndi hann geta ráðið talmeinafræðing, ef annan skóla vantaði frekar sálfræðing þá gæti hann ráðið sálfræðing og ef þriðja skólann vantaði iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa þá gæti hann gert það. Það er komið að þeim tímapunkti að Fjarðabyggð þurfi að fara gagnrýnið í gegnum sitt úthlutunarlíkan, þannig að tryggt sé að þörfum allra nemenda verði mætt á sem bestan hátt. Sækjum fram! Við þurfum að vera óhrædd við að endurskoða hlutina og stöðugt að leyta leiða til að bæta þjónustuna til barnanna okkar. Ég hef í mínum störfum verið óhræddur við það, ávalt með það markmið í huga að gera það sem er best fyrir þau. Menntamál eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga. Það er mikilvægt að huga vel að þeim og leita sífellt leiða til bæta þá þjónustu sem þar er veitt, börnunum okkar til heilla. Höfum í hug að hver króna sem sett er í þennan málaflokk til að bæta og efla þjónustuna mun að lokum skila sér margfalt tilbaka. Framsókn í Fjarðabyggð vill sækja fram í þessum málaflokki og ég get lofað ykkur hér að með því að greiða okkur atkvæði þann 14. maí mun ég leggja allt mitt til þessara mála, börnunum okkar til heilla. Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað. Í það eina skipti sem ég útskrifaði nemendur úr 10. bekk sagði ég við þau að mikilvægt væri að þau fetuðu þá braut sem hjarta þeirra segði þeim að fara. Þau gætu allt sem þau ætluðu sér. Við þurfum að tryggja að aðstæður þeirra séu góðar, og þau fái stuðning við hæfi, þá eru börnunum okkar allir vegir færir. Á síðustu árum hefur ýmislegt verið gert í Fjarðabyggð til að bæta þjónustu og aðstæður barna og ungmenna. Mætti þar til að mynda nefna stækkun leikskóla, átak varðandi starfsumhverfi starfsfólks leikskólanna, tæknivæðingu í grunnskólunum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, iðn- og tækninám í samstarfi við VA, uppbyggingu skólaþjónustunnar í kjölfar þess þegar Skólaskrifstofa Austurlands var lögð niður, snemmtæka íhlutun þar sem Sprettsteymi voru sett á laggirnar, endurskipulagning var gerð á félagsmiðstöðvunum og sumarfrístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk var komið á. Þetta er allt saman gott, en mjög mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Aukum sérfræðiaðstoð í skólunum Samfélagið er að breytast og þar með samsetning og þarfir nemendahópa í skólunum okkar. Í skólum Fjarðabyggðar höfum við á að skipa frábæru fagfólki sem vinnur stórkostlegt starf á degi hverjum. En það er ljóst af samtölum við starfsfólk skólanna að þörf er á auknum sérhæfðum stuðningi, t.d. á sviði talmeinafræði, sálfræði og iðjuþjálfun. Einnig er aukin þörf fyrir að sérfræðingar á þessum sviðum komi meira inn í skólana og vinni við hliðina á starfsfólkinu sem þar er. Nýlega kom út tilviksrannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum á Akureyri þar sem skólaþjónusta í nokkrum sveitarfélögum var skoðuð. Kom þar í ljós að mikið ákall er, bæði frá starfsfólki skólaþjónustu og starfsfólki skólanna, að meiri tíma skólaþjónustunnar sé eytt á gólfinu með starfsfólki og nemendum enda hlýtur það að vera börnunum fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn fái sem heildstæðasta og besta þjónustu. Það er afar brýnt að við skoðum hvernig við viljum hafa okkar skólaþjónustu, þar þurfum við að fá sérfræðingana í skólaþjónustunni að borðinu ásamt starfsfólkinu í skólunum. Við þurfum að marka okkur stefnu og haga síðan vinnunni eftir henni þannig að þekking sérfræðinganna nýtist sem best. Börn eru mismunandi og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Því meiri þjónustu sem þau þurfa, því meira fjármagn þarf að fylgja. Til þess að útdeila fjármagni til skóla er notast við svokallað úthlutunarlíkan þar sem reiknað er út frá nokkrum þáttum hvaða fjármagn hver skóli fær. Nýlega endurskoðaði Reykjavíkurborg sitt líkan og í þeirri endurskoðun voru markmiðin þau að tryggja það að hverju barni fylgdi það fjármagn sem þyrfti, fjármagnið færi á réttan stað þannig að tryggt væri að þörf þeirra verði mætt. Að auki fengu skólarnir nokkurn sveigjanleika inn í líkanið, sá sveigjanleiki var falinn í því að skólarnir geta nú ráðið sérfræðing miðað við þá þörf sem þeir hafa. Ef einn skóla vantaði talmeinafræðing þá myndi hann geta ráðið talmeinafræðing, ef annan skóla vantaði frekar sálfræðing þá gæti hann ráðið sálfræðing og ef þriðja skólann vantaði iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa þá gæti hann gert það. Það er komið að þeim tímapunkti að Fjarðabyggð þurfi að fara gagnrýnið í gegnum sitt úthlutunarlíkan, þannig að tryggt sé að þörfum allra nemenda verði mætt á sem bestan hátt. Sækjum fram! Við þurfum að vera óhrædd við að endurskoða hlutina og stöðugt að leyta leiða til að bæta þjónustuna til barnanna okkar. Ég hef í mínum störfum verið óhræddur við það, ávalt með það markmið í huga að gera það sem er best fyrir þau. Menntamál eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga. Það er mikilvægt að huga vel að þeim og leita sífellt leiða til bæta þá þjónustu sem þar er veitt, börnunum okkar til heilla. Höfum í hug að hver króna sem sett er í þennan málaflokk til að bæta og efla þjónustuna mun að lokum skila sér margfalt tilbaka. Framsókn í Fjarðabyggð vill sækja fram í þessum málaflokki og ég get lofað ykkur hér að með því að greiða okkur atkvæði þann 14. maí mun ég leggja allt mitt til þessara mála, börnunum okkar til heilla. Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun