Valsmenn geta tekið met af Keflavík frá tíma Damons og Ed Saunders Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 13:01 Valsmenn fagna hér Pavel Ermolinskij, sem liggur á gólfinu, eftir að Stólarnir klikkuðu á lokaskotinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltalið Valsmanna slógu met eitt met í leik eitt í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og geta slegið annað met í leik tvö í kvöld. Valsmenn urðu nefnilega með sigri á Tindastól á föstudagskvöldið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni til að vinna sjö fyrstu leiki sína í einni úrslitakeppni. Í kvöld geta þeir orðið eina liðið til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út úr átta liða úrslitunum og fylgdu því eftir með því að vinna 3-0 sigur í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Valsmenn unnu síðan leik eitt í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól en leikur tvö fer fram á Sauðárkróki klukkan 20.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Með því að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár þá sló Valsliðið met sem var áður í eigu þriggja liða. Snæfellingar voru fyrstir til að vinna sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni árið 2004, en KR-ingar léku það eftir 2009 sem og Keflvíkingar í fyrra. Annað met er í boði í kvöld en Valsmenn jöfnuðu met Keflvíkinga frá árinu 2003 með því að vinna sinn sjöunda leik í röð. Keflvíkingar töpuðu í leik tvö í átta liða úrslitum fyrir nítján árum síðan en unnu síðan rest, fyrst oddaleik á móti ÍR og svo 3-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitum og 3-0 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Í þessu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur þá var Damon Johnson orðinn Íslendingur og bandaríski leikmaður liðsins var miðherjinn öflugi Edmund Saunders. Í úrslitakeppninni voru þeir með 27,6 stig og 8,1 stoðsending (Damon) og 25,4 stig og 12,1 frákast (Ed) að meðaltali í níu leikjum. Í þessu Keflavíkurliðið voru einnig menn eins og Magnús Þór Gunnarsson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Einarsson svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Sigurður Ingimundarson. Valsliðið getur því í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021 Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Valsmenn urðu nefnilega með sigri á Tindastól á föstudagskvöldið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni til að vinna sjö fyrstu leiki sína í einni úrslitakeppni. Í kvöld geta þeir orðið eina liðið til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út úr átta liða úrslitunum og fylgdu því eftir með því að vinna 3-0 sigur í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Valsmenn unnu síðan leik eitt í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól en leikur tvö fer fram á Sauðárkróki klukkan 20.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Með því að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár þá sló Valsliðið met sem var áður í eigu þriggja liða. Snæfellingar voru fyrstir til að vinna sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni árið 2004, en KR-ingar léku það eftir 2009 sem og Keflvíkingar í fyrra. Annað met er í boði í kvöld en Valsmenn jöfnuðu met Keflvíkinga frá árinu 2003 með því að vinna sinn sjöunda leik í röð. Keflvíkingar töpuðu í leik tvö í átta liða úrslitum fyrir nítján árum síðan en unnu síðan rest, fyrst oddaleik á móti ÍR og svo 3-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitum og 3-0 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Í þessu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur þá var Damon Johnson orðinn Íslendingur og bandaríski leikmaður liðsins var miðherjinn öflugi Edmund Saunders. Í úrslitakeppninni voru þeir með 27,6 stig og 8,1 stoðsending (Damon) og 25,4 stig og 12,1 frákast (Ed) að meðaltali í níu leikjum. Í þessu Keflavíkurliðið voru einnig menn eins og Magnús Þór Gunnarsson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Einarsson svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Sigurður Ingimundarson. Valsliðið getur því í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021
Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira