Hvar er íbúalýðræðið í Múlaþingi? Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2022 10:30 Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í Sveitarstjórna Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var þessi: Við erum bara umsagnarðili og höfum engan ákvörðunarrétt. Í rauninni skiptir ekki mál hver skoðun okkar er. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Framsóknarflokksins var þessi: Höfum lítið um þetta að segja, fáum litlar tekjur af því,sem er synd. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Viljum samráð og íbúakönnun. Ljóst að lítið, sem stoppar það af, að þarna komi fiskeldi. Í stuttu máli er afstaða meirihlutans þessi: Við ráðum engu, viljum ekki skipta okkur af þessu en erum fylgjandi fiskeldinu. Best að þetta hafi sinn gang, jafnvel þó litlar tekjur séu í boði. Eftir framboðsfundinn er ég búinn að lesa álit Skipulagsstofnunar um þetta fiskeldi einu sinni enn. Þeir, sem svara svona, hafa bersýnilega lítið kynnt sér staðreyndir málsins. Alla vega ekki þær,sem fram koma í þessu áliti, en það er grundvallargagn þeirra, sem fara með ákvörðunarvaldið. Í fyrri greinum hefur verið farið yfir marga neikvæða þætti þessa fiskeldis, sem Skipulagsstofnun bendir á. Hér eru nokkrar staðreyndir: Það er ekki pláss fyrir kvíar í Sörlastaðavík vegna sæstrengs Kvíar ná inn í siglingaleiðir um Seyðisfjörð Snjóflóðahætta er í Selstaðavík Neikvæð áhrif á króka- og línubáta Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, grunnatvinnuveg Seyðfirðinga Meirihluti íbúa á Seyðisfirði eru andvígir fiskeldinu Svo er það falska beitan um mikinn fjölda nýrra starfa. Hún byggir á gamalli áætlun Byggðastofnunar. FA notar vísvitandi ekki tölur úr eigin rekstri á kvíum annarsstaðar á Austurlandi. Stóra spurningin er. Af hverju kjósa ráðandi öfl í Múlaþingi að sitja hjá og segja pass við áformum, sem fá eftirfarandi dóm hjá Skipulagsstofnun. (Kafli 3.9.3 bls. 24)? Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu. Hvar er íbúalýðræðið? Ég veit að ákvörðunarvaldið er ekki hjá sveitarfélaginu, bara umsagnarréttur. Þann rétt á að nýta í öllum málum, en meirihlutinn hefur ekki viljað nota hann í laxeldinu. Fyrir það fær hann falleinkunn. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Fiskeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í Sveitarstjórna Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var þessi: Við erum bara umsagnarðili og höfum engan ákvörðunarrétt. Í rauninni skiptir ekki mál hver skoðun okkar er. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Framsóknarflokksins var þessi: Höfum lítið um þetta að segja, fáum litlar tekjur af því,sem er synd. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Viljum samráð og íbúakönnun. Ljóst að lítið, sem stoppar það af, að þarna komi fiskeldi. Í stuttu máli er afstaða meirihlutans þessi: Við ráðum engu, viljum ekki skipta okkur af þessu en erum fylgjandi fiskeldinu. Best að þetta hafi sinn gang, jafnvel þó litlar tekjur séu í boði. Eftir framboðsfundinn er ég búinn að lesa álit Skipulagsstofnunar um þetta fiskeldi einu sinni enn. Þeir, sem svara svona, hafa bersýnilega lítið kynnt sér staðreyndir málsins. Alla vega ekki þær,sem fram koma í þessu áliti, en það er grundvallargagn þeirra, sem fara með ákvörðunarvaldið. Í fyrri greinum hefur verið farið yfir marga neikvæða þætti þessa fiskeldis, sem Skipulagsstofnun bendir á. Hér eru nokkrar staðreyndir: Það er ekki pláss fyrir kvíar í Sörlastaðavík vegna sæstrengs Kvíar ná inn í siglingaleiðir um Seyðisfjörð Snjóflóðahætta er í Selstaðavík Neikvæð áhrif á króka- og línubáta Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, grunnatvinnuveg Seyðfirðinga Meirihluti íbúa á Seyðisfirði eru andvígir fiskeldinu Svo er það falska beitan um mikinn fjölda nýrra starfa. Hún byggir á gamalli áætlun Byggðastofnunar. FA notar vísvitandi ekki tölur úr eigin rekstri á kvíum annarsstaðar á Austurlandi. Stóra spurningin er. Af hverju kjósa ráðandi öfl í Múlaþingi að sitja hjá og segja pass við áformum, sem fá eftirfarandi dóm hjá Skipulagsstofnun. (Kafli 3.9.3 bls. 24)? Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu. Hvar er íbúalýðræðið? Ég veit að ákvörðunarvaldið er ekki hjá sveitarfélaginu, bara umsagnarréttur. Þann rétt á að nýta í öllum málum, en meirihlutinn hefur ekki viljað nota hann í laxeldinu. Fyrir það fær hann falleinkunn. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun