Hvar er íbúalýðræðið í Múlaþingi? Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2022 10:30 Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í Sveitarstjórna Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var þessi: Við erum bara umsagnarðili og höfum engan ákvörðunarrétt. Í rauninni skiptir ekki mál hver skoðun okkar er. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Framsóknarflokksins var þessi: Höfum lítið um þetta að segja, fáum litlar tekjur af því,sem er synd. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Viljum samráð og íbúakönnun. Ljóst að lítið, sem stoppar það af, að þarna komi fiskeldi. Í stuttu máli er afstaða meirihlutans þessi: Við ráðum engu, viljum ekki skipta okkur af þessu en erum fylgjandi fiskeldinu. Best að þetta hafi sinn gang, jafnvel þó litlar tekjur séu í boði. Eftir framboðsfundinn er ég búinn að lesa álit Skipulagsstofnunar um þetta fiskeldi einu sinni enn. Þeir, sem svara svona, hafa bersýnilega lítið kynnt sér staðreyndir málsins. Alla vega ekki þær,sem fram koma í þessu áliti, en það er grundvallargagn þeirra, sem fara með ákvörðunarvaldið. Í fyrri greinum hefur verið farið yfir marga neikvæða þætti þessa fiskeldis, sem Skipulagsstofnun bendir á. Hér eru nokkrar staðreyndir: Það er ekki pláss fyrir kvíar í Sörlastaðavík vegna sæstrengs Kvíar ná inn í siglingaleiðir um Seyðisfjörð Snjóflóðahætta er í Selstaðavík Neikvæð áhrif á króka- og línubáta Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, grunnatvinnuveg Seyðfirðinga Meirihluti íbúa á Seyðisfirði eru andvígir fiskeldinu Svo er það falska beitan um mikinn fjölda nýrra starfa. Hún byggir á gamalli áætlun Byggðastofnunar. FA notar vísvitandi ekki tölur úr eigin rekstri á kvíum annarsstaðar á Austurlandi. Stóra spurningin er. Af hverju kjósa ráðandi öfl í Múlaþingi að sitja hjá og segja pass við áformum, sem fá eftirfarandi dóm hjá Skipulagsstofnun. (Kafli 3.9.3 bls. 24)? Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu. Hvar er íbúalýðræðið? Ég veit að ákvörðunarvaldið er ekki hjá sveitarfélaginu, bara umsagnarréttur. Þann rétt á að nýta í öllum málum, en meirihlutinn hefur ekki viljað nota hann í laxeldinu. Fyrir það fær hann falleinkunn. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Fiskeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í Sveitarstjórna Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var þessi: Við erum bara umsagnarðili og höfum engan ákvörðunarrétt. Í rauninni skiptir ekki mál hver skoðun okkar er. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Framsóknarflokksins var þessi: Höfum lítið um þetta að segja, fáum litlar tekjur af því,sem er synd. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Viljum samráð og íbúakönnun. Ljóst að lítið, sem stoppar það af, að þarna komi fiskeldi. Í stuttu máli er afstaða meirihlutans þessi: Við ráðum engu, viljum ekki skipta okkur af þessu en erum fylgjandi fiskeldinu. Best að þetta hafi sinn gang, jafnvel þó litlar tekjur séu í boði. Eftir framboðsfundinn er ég búinn að lesa álit Skipulagsstofnunar um þetta fiskeldi einu sinni enn. Þeir, sem svara svona, hafa bersýnilega lítið kynnt sér staðreyndir málsins. Alla vega ekki þær,sem fram koma í þessu áliti, en það er grundvallargagn þeirra, sem fara með ákvörðunarvaldið. Í fyrri greinum hefur verið farið yfir marga neikvæða þætti þessa fiskeldis, sem Skipulagsstofnun bendir á. Hér eru nokkrar staðreyndir: Það er ekki pláss fyrir kvíar í Sörlastaðavík vegna sæstrengs Kvíar ná inn í siglingaleiðir um Seyðisfjörð Snjóflóðahætta er í Selstaðavík Neikvæð áhrif á króka- og línubáta Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, grunnatvinnuveg Seyðfirðinga Meirihluti íbúa á Seyðisfirði eru andvígir fiskeldinu Svo er það falska beitan um mikinn fjölda nýrra starfa. Hún byggir á gamalli áætlun Byggðastofnunar. FA notar vísvitandi ekki tölur úr eigin rekstri á kvíum annarsstaðar á Austurlandi. Stóra spurningin er. Af hverju kjósa ráðandi öfl í Múlaþingi að sitja hjá og segja pass við áformum, sem fá eftirfarandi dóm hjá Skipulagsstofnun. (Kafli 3.9.3 bls. 24)? Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu. Hvar er íbúalýðræðið? Ég veit að ákvörðunarvaldið er ekki hjá sveitarfélaginu, bara umsagnarréttur. Þann rétt á að nýta í öllum málum, en meirihlutinn hefur ekki viljað nota hann í laxeldinu. Fyrir það fær hann falleinkunn. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar