Stúkan: Markið sem var tekið af KR-ingum í 0-0 jafnteflinu við KA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 10:01 KA-menn hópast að Elíasi Inga Árnasyni dómara eftir að hann virtist ætla að dæma mark KR-inga gilt en það breyttist eftir að Elías ræddi við aðstoðardómara sinn. S2 Sport KR-ingar náðu að skora mark í markalausa jafnteflinu á móti KA. Mark sem þeir fögnuðu og fékk að standa í smá tíma þar til að dómari leiksins dæmdi það af. Stúkan skoðaði betur þetta mark. „Hér er síðan stórt atriði. Þetta er á 43. mínútu. Finnur Tómas er hér með skot og Pálmi Rafn Pálmason er ekki rangstæður þegar þetta skot ríður af. Markið fær að standa,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Dómararnir, að lokum, dæma markið af, vegna þess að þeir telja að boltinn hafi farið hér í Atla Sigurjónsson,“ sagði Guðmundur „Ég bara get ekki séð það,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Boltinn skoppar þarna á grasinu en það er ómögulegt fyrir okkur að fullyrða það,“ sagði Guðmundur. „Það er smá kraftur í þessu skoti. Miðað við það hvernig Atli fer upp með hælinn og ef að þetta hafi átt að snerta hann þá held ég að boltinn myndi lyftast hærra upp. Ég myndi alltaf veðja á það að þetta ætti að vera mark,“ sagði Albert. „Þetta var mark. Elías dæmdi mark fyrst. Hann stendur þarna og KR-liðið fagnar þessu marki. Elías fer eitthvað að íhuga málið og ræðir hér við mann og annan. Biður KA-menn að fara frá meðan hann ræðir þetta við aðstoðardómarann sinn,“ sagði Guðmundur. „Það virðist vera sem svo að aðstoðardómarinn hjálpi Elíasi að taka ákvörðun um það að það hafi verið snerting þarna á boltann,“ sagði Guðmundur. „Kannski voru þeir að tala við Rikka G líka því hann virtist sjá þetta líka,“ sagði Albert léttur. Það má sjá þetta mark frá nokkrum sjónarhornum og umræðu Stúkunnar hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Markið sem var dæmt af KR í 0-0 jafntefli við KA Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Hér er síðan stórt atriði. Þetta er á 43. mínútu. Finnur Tómas er hér með skot og Pálmi Rafn Pálmason er ekki rangstæður þegar þetta skot ríður af. Markið fær að standa,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Dómararnir, að lokum, dæma markið af, vegna þess að þeir telja að boltinn hafi farið hér í Atla Sigurjónsson,“ sagði Guðmundur „Ég bara get ekki séð það,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Boltinn skoppar þarna á grasinu en það er ómögulegt fyrir okkur að fullyrða það,“ sagði Guðmundur. „Það er smá kraftur í þessu skoti. Miðað við það hvernig Atli fer upp með hælinn og ef að þetta hafi átt að snerta hann þá held ég að boltinn myndi lyftast hærra upp. Ég myndi alltaf veðja á það að þetta ætti að vera mark,“ sagði Albert. „Þetta var mark. Elías dæmdi mark fyrst. Hann stendur þarna og KR-liðið fagnar þessu marki. Elías fer eitthvað að íhuga málið og ræðir hér við mann og annan. Biður KA-menn að fara frá meðan hann ræðir þetta við aðstoðardómarann sinn,“ sagði Guðmundur. „Það virðist vera sem svo að aðstoðardómarinn hjálpi Elíasi að taka ákvörðun um það að það hafi verið snerting þarna á boltann,“ sagði Guðmundur. „Kannski voru þeir að tala við Rikka G líka því hann virtist sjá þetta líka,“ sagði Albert léttur. Það má sjá þetta mark frá nokkrum sjónarhornum og umræðu Stúkunnar hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Markið sem var dæmt af KR í 0-0 jafntefli við KA
Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira