Grímuklæddi maðurinn gjörbreytti einvíginu Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 07:30 Joel Embiid hefur getað spilað með grímu síðustu tvo leiki og Philadelphia 76ers hafa unnið báða. Getty/Mitchell Leff James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri. Embiid missti af fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið vægan heilahristing og brákað bein við hægra auga. Miami vann þá leiki, báða á heimavelli, en Philadelphia hefur nú svarað með tveimur heimasigrum þar sem Embiid hefur verið með, með hlífðargrímu á andlitinu. Harden kallaði Embiid „verðmætasta leikmann deildarinnar (e. MVP)“ þegar hann lýsti mikilvægi hans í síðustu tveimur leikjum og nú er að sjá hvernig Embiid spilar í fyrsta leik sínum í Miami, annað kvöld. „Við höfum ekki enn séð Joel sýna sitt besta í þessu einvígi. Hann er enn að reyna að átta sig á því hvernig hann getur spilað án þess að gríman sé að renna til á andlitinu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í nótt og maðurinn með skeggið, Harden, var stigahæstur í liðinu með 31 stig. Jimmy Butler skoraði 40 fyrir Miami. Harden skoraði 16 af stigum sínum í fjórða leikhluta. Harden took control in the 4th and led the @sixers to the Game 4 win to tie the series! Game 5: Tue. 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CuoT5RbDvS— NBA (@NBA) May 9, 2022 Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Philadelphia að búa sér til forskot í seinni hálfleiknum en gestirnir voru aldrei mjög langt undan. Þeim tókst að minnka muninn í fimm stig áður en Harden setti niður fimmta þristinn sinn í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann endaði með sex þrista, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Fyrr í gær jöfnuðu Dallas Mavericks einvígi sitt við Phoenix Suns í 2-2 með 111-101 sigri. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics, og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies mætast. Milwaukee og Golden State eru 2-1 yfir í þeim einvígum. Bein útsending frá leik Milwaukee og Boston hefst klukkan 23.30 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Embiid missti af fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið vægan heilahristing og brákað bein við hægra auga. Miami vann þá leiki, báða á heimavelli, en Philadelphia hefur nú svarað með tveimur heimasigrum þar sem Embiid hefur verið með, með hlífðargrímu á andlitinu. Harden kallaði Embiid „verðmætasta leikmann deildarinnar (e. MVP)“ þegar hann lýsti mikilvægi hans í síðustu tveimur leikjum og nú er að sjá hvernig Embiid spilar í fyrsta leik sínum í Miami, annað kvöld. „Við höfum ekki enn séð Joel sýna sitt besta í þessu einvígi. Hann er enn að reyna að átta sig á því hvernig hann getur spilað án þess að gríman sé að renna til á andlitinu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í nótt og maðurinn með skeggið, Harden, var stigahæstur í liðinu með 31 stig. Jimmy Butler skoraði 40 fyrir Miami. Harden skoraði 16 af stigum sínum í fjórða leikhluta. Harden took control in the 4th and led the @sixers to the Game 4 win to tie the series! Game 5: Tue. 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CuoT5RbDvS— NBA (@NBA) May 9, 2022 Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Philadelphia að búa sér til forskot í seinni hálfleiknum en gestirnir voru aldrei mjög langt undan. Þeim tókst að minnka muninn í fimm stig áður en Harden setti niður fimmta þristinn sinn í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann endaði með sex þrista, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Fyrr í gær jöfnuðu Dallas Mavericks einvígi sitt við Phoenix Suns í 2-2 með 111-101 sigri. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics, og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies mætast. Milwaukee og Golden State eru 2-1 yfir í þeim einvígum. Bein útsending frá leik Milwaukee og Boston hefst klukkan 23.30 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira