Arnar: Maður á að vera þroskaðri en þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:27 Arnar Grétarsson viðurkenndi að hann hefði alveg átt brottvísun skilið í leiknum gegn KR. vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli þegar hans menn gerðu markalaust jafntefli við KR á Meistaravöllum í kvöld. Hann hrósaði sínu liði eftir leikinn. „Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“ Besta deild karla KA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
„Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“
Besta deild karla KA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira