Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sverrir Mar Smárason skrifar 7. maí 2022 18:45 Sigurður Ragnar var hundsvekktur eftir jafnteflið gegn ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Mér finnst við hafa verið rændir, það er mín tilfinning. Við vorum 2-0 yfir og Maggi fær rautt spjald hjá okkur. Hann fær gult spjald í fyrsta brotinu sínu í leiknum og ég held að hann fái gult spjald í þriðja brotinu sínu í leiknum. Mér fannst dómgæslan hafa alltof mikil áhrif hérna í dag og verða aðalatriðið. Það er brotið á leikmanni hjá okkur alveg beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum þegar það er að koma fyrirgjöf og svo kemur skot í kjölfarið af því þar sem það stendur maður í rangstöðu fyrir markmanninum okkar. Mér fannst þessi atriði hafa rosaleg áhrif á leikinn. Markmannsþjálfarinn okkar fékk rautt fyrir að segja að það stóð maður í rangstöðunni, það má víst ekki segja það. Þannig að ég hef mína skoðun varðandi þetta og ætla að hafa hana. Mér fannst við sýna karakter í lokin. Að spila manni færri í 60 mínútur eða meira er gríðarlega erfitt. Ég er stoltur af mínum mönnum að hafa þó fengið stig úr leiknum,“ sagði Siggi Raggi þungur í bragði. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en höfðu misst fyrirliða sinn af velli með rautt spjald. Þeir ætluðu að verja markið í þeim síðari en það gekk illa. „Fyrst og fremst ætluðum við að verja okkar mark. Við vorum 2-0 yfir og manni færri. Þá leggjumst við aftar og gefum eftir ákveðin svæði á vellinum. Mörkin sem við fengum á okkur, eða allavega eitt mark fannst mér ekki löglega skorað. Það er bara mín skoðun. Þegar þú lendir síðan undir þá þarftu virkilega að sýna karakter þegar þú ert búinn að vera að hlaupa og berjast manni færri í nærri 60 mínútur. Það er það sem ég er ánægður með,“ sagði Siggi Raggi og í sömu andrá féll auglýsingaskiltið á bakið á honum. Keflvíkingar eru með 1 stig eftir 5 leiki spilaða í deildinni. Siggi Raggi telur möguleika á því að liðið styrki sig fyrir framhaldið. „Það er aldrei að vita. Það er ennþá tími til þess að styrkja leikmannahópinn okkar. Mér fannst við eiga að fá miklu meira út úr þessum leik í dag og vera með hann í hendi okkar þegar við fáum rautt spjald sem mér fannst ‚soft‘ tvö gul spjöld. Það skemmdi svolítið leikinn,“ sagði Siggi Raggi að lokum. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Mér finnst við hafa verið rændir, það er mín tilfinning. Við vorum 2-0 yfir og Maggi fær rautt spjald hjá okkur. Hann fær gult spjald í fyrsta brotinu sínu í leiknum og ég held að hann fái gult spjald í þriðja brotinu sínu í leiknum. Mér fannst dómgæslan hafa alltof mikil áhrif hérna í dag og verða aðalatriðið. Það er brotið á leikmanni hjá okkur alveg beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum þegar það er að koma fyrirgjöf og svo kemur skot í kjölfarið af því þar sem það stendur maður í rangstöðu fyrir markmanninum okkar. Mér fannst þessi atriði hafa rosaleg áhrif á leikinn. Markmannsþjálfarinn okkar fékk rautt fyrir að segja að það stóð maður í rangstöðunni, það má víst ekki segja það. Þannig að ég hef mína skoðun varðandi þetta og ætla að hafa hana. Mér fannst við sýna karakter í lokin. Að spila manni færri í 60 mínútur eða meira er gríðarlega erfitt. Ég er stoltur af mínum mönnum að hafa þó fengið stig úr leiknum,“ sagði Siggi Raggi þungur í bragði. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en höfðu misst fyrirliða sinn af velli með rautt spjald. Þeir ætluðu að verja markið í þeim síðari en það gekk illa. „Fyrst og fremst ætluðum við að verja okkar mark. Við vorum 2-0 yfir og manni færri. Þá leggjumst við aftar og gefum eftir ákveðin svæði á vellinum. Mörkin sem við fengum á okkur, eða allavega eitt mark fannst mér ekki löglega skorað. Það er bara mín skoðun. Þegar þú lendir síðan undir þá þarftu virkilega að sýna karakter þegar þú ert búinn að vera að hlaupa og berjast manni færri í nærri 60 mínútur. Það er það sem ég er ánægður með,“ sagði Siggi Raggi og í sömu andrá féll auglýsingaskiltið á bakið á honum. Keflvíkingar eru með 1 stig eftir 5 leiki spilaða í deildinni. Siggi Raggi telur möguleika á því að liðið styrki sig fyrir framhaldið. „Það er aldrei að vita. Það er ennþá tími til þess að styrkja leikmannahópinn okkar. Mér fannst við eiga að fá miklu meira út úr þessum leik í dag og vera með hann í hendi okkar þegar við fáum rautt spjald sem mér fannst ‚soft‘ tvö gul spjöld. Það skemmdi svolítið leikinn,“ sagði Siggi Raggi að lokum.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35