Því miður virðist enn vera til það fólk sem mætir á íþróttaviðburði til þess eins að skemma fyrir öðrum. Það á við um nokkra aðila sem þykjast styðja Eintracht Frankfurt annars vegar og West Ham United hins vegar.
Alls mættu 48 þúsund manns á leik liðanna og reikna má með að flest öll þeirra hafi hagað sér sómasamlega þó stuðningsfólk West Ham hafi án efa verið svekkt vegna úrslita leiksins.
Fyrir leik kom hins vegar til átaka sem endaði með því að tveir stuðningsmenn West Ham þurftu að fara á sjúkrahús eftir að hafa rotast. Nú hafa lögregluyfirvöld í Þýskalandi staðfest að rúmlega 30 manns hafi verið handteknir fyrir leik liðanna.
Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af stórum hóp stuðningsmanna West Ham sem virtist vera bíða eftir stuðningsmönnum heimaliðsins. Talið er að í kringum 800 stuðningsmenn enska félagsins hafi verið á staðnum.
More than 30 people have been arrested after clashes between fans of Eintracht Frankfurt and West Ham United https://t.co/0DEPhfMk36
— Times Sport (@TimesSport) May 5, 2022
Hvort eitthvað hafi átt sér stað eftir leik kemur hvergi fram en Frankfurt vann einvígið 3-1 samanlagt og mætir Rangers í úrslitum Evrópudeildarinnar 2022.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.