Helena sýndi sokkinn frá Keflavík í Bestu mörkunum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 12:30 Helena Ólafsdóttir með sokkinn sem hún fékk sendan sérstaklega frá Keflavík. S2 Sport Kvennalið Keflavíkur hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna en liðið er á toppnum með sex stig og markatöluna 5-0 eftir leiki við KR og Breiðablik. Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira