Myndband: Risahverfi rís í Mosfellsbæ Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 23:14 Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn. Þessar hugmyndir eru þó óopinberar og líklegt að niðurstaðan verði alls ólík. Skipulagið hefur ekki verið unnið. TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Fyrirséð er að sprenging verði í íbúafjölda í Mosfellsbæ á næstu árum með tilkomu nýs hverfis í Blikastaðalandi sem verið hefur í eigu Arion banka frá því eftir hrun. Stefnt er að því að íbúar geti sinnt helstu erindum fótgangandi og að Borgarlínan verði í burðarhlutverki. Blikastaðalandið eru um 90 hektarar að flatarmáli og er því sem næst óbyggt. Það heyrir til algerra undantekninga að svo mikið landflæmi sé skipulagt í einu, að ekki sé talað um land í einkaeigu. Þeim mun þyngra í vöfum er að komast að samkomulagi sem allir eru sáttir við. En það hefur nú tekist eftir margra ára starf. Sýnt er frá svæðinu í myndbrotinu hér að ofan úr kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér verður væntanlega aðeins þéttari byggð en er í innsveitinni,“segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Hér er gert ráð fyrir hágæðaalmenningssamgöngum hérna í gegnum þetta svæði og Borgarlínan mun koma hingað, þannig að ég held að þetta verði bara enn ein skrautfjöðurinn í hatt Mosfellsbæjar þetta uppbyggingarsvæði hér á Blikastöðum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Áætlað er að á svæðinu rísi 3.500-3.700 íbúðir - sem þýðir allt að tíu þúsund íbúum. Íbúar í Mosfellsbæ núna eru 13.500, þannig að samkvæmt þessu fjölgar þeim um allt að 75% með tilkomu nýs hverfis. Reyna að minnka íbúðaskort Arion banki, sem á lóðirnar, fjárfestir í uppbyggingunni en selur sig hægt og rólega út af svæðinu. Á móti tekur bankinn þátt í að byggja á tvo skóla, fjóra leikskóla og almennilega íþróttaaðstöðu. „Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. Það má segja að með Blikastaðahverfi verði bilið brúað á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024. Mosfellsbær Húsnæðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Blikastaðalandið eru um 90 hektarar að flatarmáli og er því sem næst óbyggt. Það heyrir til algerra undantekninga að svo mikið landflæmi sé skipulagt í einu, að ekki sé talað um land í einkaeigu. Þeim mun þyngra í vöfum er að komast að samkomulagi sem allir eru sáttir við. En það hefur nú tekist eftir margra ára starf. Sýnt er frá svæðinu í myndbrotinu hér að ofan úr kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér verður væntanlega aðeins þéttari byggð en er í innsveitinni,“segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Hér er gert ráð fyrir hágæðaalmenningssamgöngum hérna í gegnum þetta svæði og Borgarlínan mun koma hingað, þannig að ég held að þetta verði bara enn ein skrautfjöðurinn í hatt Mosfellsbæjar þetta uppbyggingarsvæði hér á Blikastöðum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Áætlað er að á svæðinu rísi 3.500-3.700 íbúðir - sem þýðir allt að tíu þúsund íbúum. Íbúar í Mosfellsbæ núna eru 13.500, þannig að samkvæmt þessu fjölgar þeim um allt að 75% með tilkomu nýs hverfis. Reyna að minnka íbúðaskort Arion banki, sem á lóðirnar, fjárfestir í uppbyggingunni en selur sig hægt og rólega út af svæðinu. Á móti tekur bankinn þátt í að byggja á tvo skóla, fjóra leikskóla og almennilega íþróttaaðstöðu. „Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. Það má segja að með Blikastaðahverfi verði bilið brúað á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024.
Mosfellsbær Húsnæðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira