Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2022 14:28 Málið er til meðferðar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. vísir/vilhelm Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar. Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar.
Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira