Í bann hjá KSÍ í sex mánuði vegna fölsunar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 08:31 Víkingur Ólafsvík þarf að greiða samtals 160.000 krónur í sekt fyrir að falsa leikskýrslu. vísir/twitter-síða Víkings Ó. Víkingur Ólafsvík þarf að greiða 160.000 króna sekt og Kristján Björn Ríkharðsson að sæta sex mánaða banni frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands vegna fölsunar á leikskýrslu. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem birt var í gær. Knattspyrnudeild ÍR kærði Víkinga fyrir að nota ólöglegan leikmann þegar liðin mættust 26. mars í B-deild Lengjubikars karla. Víkingar viðurkenndu brot sitt en sögðust hafa fengið samþykki ÍR-inga fyrir fram fyrir því að ekki yrðu gerðar athugasemdir við það, þar sem að úrslit leiksins hefðu ekki haft nein teljandi áhrif á keppnina. Skoraði í leiknum Um var að ræða erlendan leikmann, sem ekki er nefndur á nafn í kærunni, sem ekki var kominn með íslenska kennitölu en lék í treyju númer 11 í leiknum. Kristófer Daði Kristjánsson var skráður með það númer á leikskýrslu en tók engan þátt í leiknum. Vildu Víkingar, sem leika undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfarans Guðjóns Þórðarsonar, að erlendi leikmaðurinn næði að spila með liðinu áður en að tímabilið hæfist í 2. deild. Leikmaðurinn gerði það og skoraði í 2-1 sigri Víkinga í leiknum. ÍR-ingum hefur hins vegar nú verið úrskurðaður 3-0 sigur. Þar að auki hlaut fyrrnefndur Kristján Björn refsingu. Hann var skráður í liðsstjórn Víkings í leiknum og álitinn bera ábyrgð á fölsun leikskýrslunnar enda kvittaði hann undir skýrsluna. Svipað atvik kom upp í mars þegar Haukar fölsuðu leikskýrslu fyrir leik gegn ÍH en þá var stjórnarmaður Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum. Þar sem að Kristján Björn er ekki í stjórn Víkings var hann ekki úrskurðaður í bann frá stjórnunarstörfum heldur í sex mánaða keppnisbann. Hin breyttu úrslit þýða að ÍR vann alla leiki sína í 1. riðli B-deildar Lengjubikarsins og endaði með 15 stig en með því að vera úrskurðað tap endaði Víkingur í 6. og neðsta sæti með 4 stig. Úrslitin breyta því ekki að ÍR komst í úrslitaleik B-deildarinnar en tapaði þar fyrir Njarðvík eftir vítaspyrnukeppni. Íslenski boltinn KSÍ Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem birt var í gær. Knattspyrnudeild ÍR kærði Víkinga fyrir að nota ólöglegan leikmann þegar liðin mættust 26. mars í B-deild Lengjubikars karla. Víkingar viðurkenndu brot sitt en sögðust hafa fengið samþykki ÍR-inga fyrir fram fyrir því að ekki yrðu gerðar athugasemdir við það, þar sem að úrslit leiksins hefðu ekki haft nein teljandi áhrif á keppnina. Skoraði í leiknum Um var að ræða erlendan leikmann, sem ekki er nefndur á nafn í kærunni, sem ekki var kominn með íslenska kennitölu en lék í treyju númer 11 í leiknum. Kristófer Daði Kristjánsson var skráður með það númer á leikskýrslu en tók engan þátt í leiknum. Vildu Víkingar, sem leika undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfarans Guðjóns Þórðarsonar, að erlendi leikmaðurinn næði að spila með liðinu áður en að tímabilið hæfist í 2. deild. Leikmaðurinn gerði það og skoraði í 2-1 sigri Víkinga í leiknum. ÍR-ingum hefur hins vegar nú verið úrskurðaður 3-0 sigur. Þar að auki hlaut fyrrnefndur Kristján Björn refsingu. Hann var skráður í liðsstjórn Víkings í leiknum og álitinn bera ábyrgð á fölsun leikskýrslunnar enda kvittaði hann undir skýrsluna. Svipað atvik kom upp í mars þegar Haukar fölsuðu leikskýrslu fyrir leik gegn ÍH en þá var stjórnarmaður Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum. Þar sem að Kristján Björn er ekki í stjórn Víkings var hann ekki úrskurðaður í bann frá stjórnunarstörfum heldur í sex mánaða keppnisbann. Hin breyttu úrslit þýða að ÍR vann alla leiki sína í 1. riðli B-deildar Lengjubikarsins og endaði með 15 stig en með því að vera úrskurðað tap endaði Víkingur í 6. og neðsta sæti með 4 stig. Úrslitin breyta því ekki að ÍR komst í úrslitaleik B-deildarinnar en tapaði þar fyrir Njarðvík eftir vítaspyrnukeppni.
Íslenski boltinn KSÍ Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira