De Bruyne: City þarf að vinna Meistaradeildina til að breyta umræðunni um liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2022 12:31 Kevin De Bruyne fagnar hér marki sínu fyrir Manchester City á móti Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Kevin De Bruyne, lykilmaður Manchester City, fer ekkert í felur með það hvað það skiptir félagið miklu máli að vinna loksins Meistaradeildina eftir áralanga bið. Manchester City hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á síðustu tíu árum en hefur aldrei náð að vinna Meistaradeild Evrópu. City tapaði í úrslitaleiknum í fyrra og getur komist þangað aftur í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikurinn á móti Real Madrid fer fram á Spáni. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3. „Ég held að það myndi breyta sjónarhorni þeirra sem standa fyrir utan félagið,“ sagði Kevin De Bruyne aðspurður um þá þá gagnrýnendur sem hafa talað niður City vegna þess að Meistaradeildarbikarinn hefur aldrei komist í verðlaunasafnið á Etihad. "I want to win every trophy that I can get" Kevin de Bruyne on whether Man City need to win the Champions League to gain acclaim from fans & pundits. pic.twitter.com/UMqFKOTi7a— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2022 Manchester City hefur unnið alla titla heima fyrir margoft á síðustu árum en bikarinn með stóru eyrun hefur runnið þeim úr greipum þrátt fyrir mörg lofandi tímabil á undanförnum árum. „Sem leikmaður þá viltu vinna titla og við viljum vinna þennan. Sú staðreynd að við höfum verið að keppast við að vinna þennan bikar í mörg ár og höfum oft komist langt sýnir það að við höfum verið að gera vel í þessari keppni,“ sagði De Bruyne. „Þetta er samt bikarkeppni og gæðin eru mikil í þessari keppni. Það er því mjög erfitt að vinna hana en á endanum ættu menn að horfa til baka á frammistöðu okkar og á frammistöðu mína í þessari keppni undanfarin sjö ár. Þar sjá menn að við höfum gert góða hluti. Við höfum ekki unnið og með því að vinna þá myndi það breyta örlítið hvernig er talað um þennan tíma hjá okkur,“ sagði De Bruyne. Seinni undanúrslitaleikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.15 en útsending frá leiknum klukkan 18.50. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp leikinn eftir lokaflautið. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Manchester City hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á síðustu tíu árum en hefur aldrei náð að vinna Meistaradeild Evrópu. City tapaði í úrslitaleiknum í fyrra og getur komist þangað aftur í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikurinn á móti Real Madrid fer fram á Spáni. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3. „Ég held að það myndi breyta sjónarhorni þeirra sem standa fyrir utan félagið,“ sagði Kevin De Bruyne aðspurður um þá þá gagnrýnendur sem hafa talað niður City vegna þess að Meistaradeildarbikarinn hefur aldrei komist í verðlaunasafnið á Etihad. "I want to win every trophy that I can get" Kevin de Bruyne on whether Man City need to win the Champions League to gain acclaim from fans & pundits. pic.twitter.com/UMqFKOTi7a— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2022 Manchester City hefur unnið alla titla heima fyrir margoft á síðustu árum en bikarinn með stóru eyrun hefur runnið þeim úr greipum þrátt fyrir mörg lofandi tímabil á undanförnum árum. „Sem leikmaður þá viltu vinna titla og við viljum vinna þennan. Sú staðreynd að við höfum verið að keppast við að vinna þennan bikar í mörg ár og höfum oft komist langt sýnir það að við höfum verið að gera vel í þessari keppni,“ sagði De Bruyne. „Þetta er samt bikarkeppni og gæðin eru mikil í þessari keppni. Það er því mjög erfitt að vinna hana en á endanum ættu menn að horfa til baka á frammistöðu okkar og á frammistöðu mína í þessari keppni undanfarin sjö ár. Þar sjá menn að við höfum gert góða hluti. Við höfum ekki unnið og með því að vinna þá myndi það breyta örlítið hvernig er talað um þennan tíma hjá okkur,“ sagði De Bruyne. Seinni undanúrslitaleikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.15 en útsending frá leiknum klukkan 18.50. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp leikinn eftir lokaflautið.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira