Klopp: Við gerðum okkur erfitt fyrir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 22:45 Jürgen Klopp var vitaskuld ánægður eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leift sér að brosa eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. „Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
„Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn